Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Eiður Þór Árnason og Stefán Ó. Jónsson skrifa 15. september 2019 13:48 Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. Fréttablaðið/Gunnar - Getty/Matjaz Slanic Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að afleiðingar drónaárása á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í gær, geti teygt anga sína hingað til lands og haft áhrif á verðlag hér á landi. Verstu spár hljóði upp á eldsneytishækkanir sem nái um og yfir tíu prósentum og myndu hafa víðtæk áhrif um allan heim. Jón Bjarki telur að þróunin á komandi vikum fari allt eftir því hvað gerist á næstu dögum.Sjá einnig: Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir„Samkvæmt mati kollega minna í erlendum greiningardeildum þá eru til skammtímabirgðir til að bregðast við þessu falli í framleiðslugetu Sádanna og ef að svo fer að þeir nái að laga framleiðslugetuna á næstu dögum og málin taka almennt þá stefnu að sáttavilji muni ríkja á svæðinu, þá geta áhrifin orðið takmörkuð.“Áhrif á eldsneytisverð gætu þó orðið mun meiri „Bandaríkin voru fljót að kenna Íran um árásina þó að Íran neiti því og hópar í Jemen hafi lýst ábyrgðinni á sig, sem gerir það miklu erfiðara fyrir Bandaríkin að gangast við því að létta til dæmis tímabundið viðskiptahömlum á útflutning Írana á olíu, sem gæti lagað framboðsstöðuna töluvert á komandi dögum.“Sjá einnig:Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-ArabíuAukin spenna gæti leitt til mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði sem hefðu áhrif um allan heim. „Þannig að ef spenna eykst á svæðinu og/eða lengra líður þangað til framleiðslugeta kemst í lag, tala þá ekki um hvort tveggja, þá verða áhrifin á eldsneytisverð óhjákvæmilega umtalsverð. Menn eru að tala um jafnvel einhverja tveggja stafa tölu í prósentuhækkunum á eldsneyti og það finnum við fyrir hér á Íslandi eins og aðrir,“ bætti Jón Bjarki við.Segir stöðuna eiga eftir að ráðast á allra næstu dögum „Bara á allra næstu dögum þá annars vegar skýrist hvort að Sádarnir verði fljótir að laga framleiðslugetuna hjá sér eða hvort að það er eitthvað sem tekur vikur eða mánuði, og hvaða stefnu pólitíkin á svæðinu tekur. Hvort að þetta verður svona áminning til manna að bera klæði á vopnin og reyna að stofna til meiri friðar á svæðinu eða hvort að haukarnir nái yfirhöndinni og það gæti jafnvel orðið enn meiri spenna milli Írans og Bandaríkjanna,“ sagði Jón Bjarki. Jón segir jafnframt að það myndi hafa áhrif á innflutningsverð og verðlagsþróun hér á landi. „Ef að þróunin verður óhagstæð bæði varðandi framleiðslugetuna og pólitíkina, þá eru áhrifin að fara að verða umtalsverð á verð á eldsneyti, og það hefur áhrif á okkur, á flugfargjöld, almennt innflutningsverð og verðlagsþróun.“ Bandaríkin Bensín og olía Efnahagsmál Íran Neytendur Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að afleiðingar drónaárása á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í gær, geti teygt anga sína hingað til lands og haft áhrif á verðlag hér á landi. Verstu spár hljóði upp á eldsneytishækkanir sem nái um og yfir tíu prósentum og myndu hafa víðtæk áhrif um allan heim. Jón Bjarki telur að þróunin á komandi vikum fari allt eftir því hvað gerist á næstu dögum.Sjá einnig: Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir„Samkvæmt mati kollega minna í erlendum greiningardeildum þá eru til skammtímabirgðir til að bregðast við þessu falli í framleiðslugetu Sádanna og ef að svo fer að þeir nái að laga framleiðslugetuna á næstu dögum og málin taka almennt þá stefnu að sáttavilji muni ríkja á svæðinu, þá geta áhrifin orðið takmörkuð.“Áhrif á eldsneytisverð gætu þó orðið mun meiri „Bandaríkin voru fljót að kenna Íran um árásina þó að Íran neiti því og hópar í Jemen hafi lýst ábyrgðinni á sig, sem gerir það miklu erfiðara fyrir Bandaríkin að gangast við því að létta til dæmis tímabundið viðskiptahömlum á útflutning Írana á olíu, sem gæti lagað framboðsstöðuna töluvert á komandi dögum.“Sjá einnig:Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-ArabíuAukin spenna gæti leitt til mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði sem hefðu áhrif um allan heim. „Þannig að ef spenna eykst á svæðinu og/eða lengra líður þangað til framleiðslugeta kemst í lag, tala þá ekki um hvort tveggja, þá verða áhrifin á eldsneytisverð óhjákvæmilega umtalsverð. Menn eru að tala um jafnvel einhverja tveggja stafa tölu í prósentuhækkunum á eldsneyti og það finnum við fyrir hér á Íslandi eins og aðrir,“ bætti Jón Bjarki við.Segir stöðuna eiga eftir að ráðast á allra næstu dögum „Bara á allra næstu dögum þá annars vegar skýrist hvort að Sádarnir verði fljótir að laga framleiðslugetuna hjá sér eða hvort að það er eitthvað sem tekur vikur eða mánuði, og hvaða stefnu pólitíkin á svæðinu tekur. Hvort að þetta verður svona áminning til manna að bera klæði á vopnin og reyna að stofna til meiri friðar á svæðinu eða hvort að haukarnir nái yfirhöndinni og það gæti jafnvel orðið enn meiri spenna milli Írans og Bandaríkjanna,“ sagði Jón Bjarki. Jón segir jafnframt að það myndi hafa áhrif á innflutningsverð og verðlagsþróun hér á landi. „Ef að þróunin verður óhagstæð bæði varðandi framleiðslugetuna og pólitíkina, þá eru áhrifin að fara að verða umtalsverð á verð á eldsneyti, og það hefur áhrif á okkur, á flugfargjöld, almennt innflutningsverð og verðlagsþróun.“
Bandaríkin Bensín og olía Efnahagsmál Íran Neytendur Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44
Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44