Ekkert gerist við urðun á sorpi: Forstjóri gramsar í gömlu rusli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2019 19:45 Þrjátíu ára gömul símaskrá, þrjátíu ára gamlar buxur, umbúðir undan áleggi og fleira og fleira fundust í þrjátíu ára gömlum ruslahaug þegar Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins fór ofan í hann til að gramsa í gömlu rusli. Hann vill leggja niður alla urðunarstaði landsins enda segir hann að urðun geri ekki neitt fyrir sorpið. „Þetta er úr Kaupfélagi Árnesinga, símanúmerið er 983366, ég veit ekki hvenær þetta var urðað. Hér er einhver góður úrgangur, þetta er búið að vera hér í þrjátíu ár, Ný mjólk, við getum séð innihaldið, það hefur lítið breyst á þessum þrjátíu árum, það gerist ekki neitt allan þennan tíma,“ segir Jón þegar hann fór yfir hluta af því rusli, sem var urðað fyrir þrjátíu árum á gömlum ruslahaugum í Hrísmýri á Selfossi en þar var sorp urðað til ársins 1990. Sorpið lítur nánast alveg eins út í dag og það var sett þarna niður fyrir fyrir öllum þessum árum. Jón fann t.d. buxur, sem voru nánast eins og nýjar. Hann segir að svona urðunarstaðir séu út um allt land og nú sé enn verið að urða mikið magn af sorpi á fimmtán stöðum á landinu. „Við verðum að sýna dug og hætta þessu,“ segir Jón. Mikið af allskonar plasti kom upp úr holunni, allt sem var urðað fyrir þrjátíu árum eða lengra síðan.Magnús HlynurEn af hverju er þetta svona?„Það halda allir að þetta sé ódýrasta leiðin, grafa holu, setja vandamálið ofan í og grafa vandamálið niðri en það kemur alltaf upp að lokum.“ Öll vinna Jóns Þóris og starfsfólks hans hjá Íslenska Gámafélaginu gengur í dag út á að flokka sorp, það sem er ekki hægt að flokka er flutt erlendis í brennslu. „Við teljum að það sé besti kosturinn í dag. Það getur vel verið að það sé hægt að búa til brennslu á Íslandi, þá er það bara frábært en við þurfum að gera þetta núna, ekki eftir tíu ár.“ Gömul símaskrá leyndist í holunni hjá Jóni, ótrúlega heilleg og hægt að lesa nöfnin og símanúmerin. Eimskip var til dæmis með símanúmerið 61800 og 61200 var símanúmerið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga.Skilti með upplýsingum hjá Íslenska Gámafélaginu í Hrísmýri á SelfossiMagnús HlynurEn hvað getum við gert til að koma sorpmálum landsins í eins gott stand og mögulegt er? „Við þurfum að fá styrka aðstoð frá yfirvöldum, sem sagt skýrar reglur hvernig eigi að gera hlutina, síðan verður við að fylgja þeim eftir og öll að taka þátt í þeirri vakningu sem er komin, að framkvæma hlutina, sem við erum að tala um,“ segir forstjóri Íslenska Gámafélagsins. Árborg Umhverfismál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Sjá meira
Þrjátíu ára gömul símaskrá, þrjátíu ára gamlar buxur, umbúðir undan áleggi og fleira og fleira fundust í þrjátíu ára gömlum ruslahaug þegar Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins fór ofan í hann til að gramsa í gömlu rusli. Hann vill leggja niður alla urðunarstaði landsins enda segir hann að urðun geri ekki neitt fyrir sorpið. „Þetta er úr Kaupfélagi Árnesinga, símanúmerið er 983366, ég veit ekki hvenær þetta var urðað. Hér er einhver góður úrgangur, þetta er búið að vera hér í þrjátíu ár, Ný mjólk, við getum séð innihaldið, það hefur lítið breyst á þessum þrjátíu árum, það gerist ekki neitt allan þennan tíma,“ segir Jón þegar hann fór yfir hluta af því rusli, sem var urðað fyrir þrjátíu árum á gömlum ruslahaugum í Hrísmýri á Selfossi en þar var sorp urðað til ársins 1990. Sorpið lítur nánast alveg eins út í dag og það var sett þarna niður fyrir fyrir öllum þessum árum. Jón fann t.d. buxur, sem voru nánast eins og nýjar. Hann segir að svona urðunarstaðir séu út um allt land og nú sé enn verið að urða mikið magn af sorpi á fimmtán stöðum á landinu. „Við verðum að sýna dug og hætta þessu,“ segir Jón. Mikið af allskonar plasti kom upp úr holunni, allt sem var urðað fyrir þrjátíu árum eða lengra síðan.Magnús HlynurEn af hverju er þetta svona?„Það halda allir að þetta sé ódýrasta leiðin, grafa holu, setja vandamálið ofan í og grafa vandamálið niðri en það kemur alltaf upp að lokum.“ Öll vinna Jóns Þóris og starfsfólks hans hjá Íslenska Gámafélaginu gengur í dag út á að flokka sorp, það sem er ekki hægt að flokka er flutt erlendis í brennslu. „Við teljum að það sé besti kosturinn í dag. Það getur vel verið að það sé hægt að búa til brennslu á Íslandi, þá er það bara frábært en við þurfum að gera þetta núna, ekki eftir tíu ár.“ Gömul símaskrá leyndist í holunni hjá Jóni, ótrúlega heilleg og hægt að lesa nöfnin og símanúmerin. Eimskip var til dæmis með símanúmerið 61800 og 61200 var símanúmerið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga.Skilti með upplýsingum hjá Íslenska Gámafélaginu í Hrísmýri á SelfossiMagnús HlynurEn hvað getum við gert til að koma sorpmálum landsins í eins gott stand og mögulegt er? „Við þurfum að fá styrka aðstoð frá yfirvöldum, sem sagt skýrar reglur hvernig eigi að gera hlutina, síðan verður við að fylgja þeim eftir og öll að taka þátt í þeirri vakningu sem er komin, að framkvæma hlutina, sem við erum að tala um,“ segir forstjóri Íslenska Gámafélagsins.
Árborg Umhverfismál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Sjá meira