Hjólbörugöngunni að ljúka Sandra Guðrún Sæmundsdóttir skrifar 14. september 2019 10:00 Veðrið hefur leikið við Huga á göngunni. Hugi hefur verið á göngu frá því 5. júní og segir hann að ferðin hafi gengið mjög vel. „Þetta hafa verið 80 göngudagar og 22 hvíldardagar svo þetta eru 102 dagar samtals.“ Hvíldardagana nýtti Hugi í að þvo föt, versla aðeins og slappa af. „Reyndar gisti ég aldrei meira en eina nótt frá Ísafirði til Akureyrar svo fjögurra daga hvíld á Akureyri var þeim mun betri.“ Veðrið hefur heldur betur leikið við Huga á ferðalaginu. Hann segir að versta veðrið hafi fylgt haustinu, þegar það komu tvær vikur af rigningu. „En það var kannski bara sanngjarnt þar sem fyrstu vikurnar var mikil sól.“ Það sem stendur upp úr í ferðinni að sögn Huga eru dagarnir þar sem „mórall var hár“ og langar brekkur niður á við með endalausu útsýni. „En líka erfiðu og löngu dagarnir þar sem ég þurfti að halda mér gangandi með fáum og stuttum pásum. Oft vegna veðurs eða svo ég yrði ekki enn þá úti eftir myrkur.“67 kílómetrar á 13 dögum Hann nefnir dæmi um það þegar hann labbaði frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur en það var lítið af gististöðum þar á milli. „Ég byrjaði sex kílómetrum fyrir utan Klaustur og labbaði 67 kílómetra til Víkur á 13 klukkustundum með þeirri aðferð að styðja mig við hjólbörurnar til að halda stöðugum 7-9 kílómetra gönguhraða í 13 tíma. Ég rétt náði fyrir almyrkur. En ég var nokkuð búinn á því eftir það og náði varla 20 kílómetrum á átta klukkutímum daginn eftir.“ Hugi labbaði frá Reykjavík til Hveragerðis í gær, í dag geta vegfarendur rekist á hann á leið á Úlfljótsvatn og þaðan gengur hann á Þingvelli á morgun. „Ég ætla að reyna að taka sunnudaginn upp í beinni. Ef ég finn út hvernig ég geri það,“ segir Hugi. Hann segir að söfnunin fyrir Krabbameinsfélagið hafi ekki gengið alveg eins vel og hann bjóst við. „En það var áður en ég viss af arkaranum Evu og Veigu Grétarsdóttur sem var á kajak. Þær voru líka að styrkja góð málefni.“ Hugi segist samt hafa náð að safna að minnsta kosti hálfri milljón. „Það er nokkuð ágætt miðað við að bara eitt fyrirtæki hefur gefið styrk.“ Það er enn hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning númer: 0301-26-005035, kennitala: 700169-2789. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Hugi hefur verið á göngu frá því 5. júní og segir hann að ferðin hafi gengið mjög vel. „Þetta hafa verið 80 göngudagar og 22 hvíldardagar svo þetta eru 102 dagar samtals.“ Hvíldardagana nýtti Hugi í að þvo föt, versla aðeins og slappa af. „Reyndar gisti ég aldrei meira en eina nótt frá Ísafirði til Akureyrar svo fjögurra daga hvíld á Akureyri var þeim mun betri.“ Veðrið hefur heldur betur leikið við Huga á ferðalaginu. Hann segir að versta veðrið hafi fylgt haustinu, þegar það komu tvær vikur af rigningu. „En það var kannski bara sanngjarnt þar sem fyrstu vikurnar var mikil sól.“ Það sem stendur upp úr í ferðinni að sögn Huga eru dagarnir þar sem „mórall var hár“ og langar brekkur niður á við með endalausu útsýni. „En líka erfiðu og löngu dagarnir þar sem ég þurfti að halda mér gangandi með fáum og stuttum pásum. Oft vegna veðurs eða svo ég yrði ekki enn þá úti eftir myrkur.“67 kílómetrar á 13 dögum Hann nefnir dæmi um það þegar hann labbaði frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur en það var lítið af gististöðum þar á milli. „Ég byrjaði sex kílómetrum fyrir utan Klaustur og labbaði 67 kílómetra til Víkur á 13 klukkustundum með þeirri aðferð að styðja mig við hjólbörurnar til að halda stöðugum 7-9 kílómetra gönguhraða í 13 tíma. Ég rétt náði fyrir almyrkur. En ég var nokkuð búinn á því eftir það og náði varla 20 kílómetrum á átta klukkutímum daginn eftir.“ Hugi labbaði frá Reykjavík til Hveragerðis í gær, í dag geta vegfarendur rekist á hann á leið á Úlfljótsvatn og þaðan gengur hann á Þingvelli á morgun. „Ég ætla að reyna að taka sunnudaginn upp í beinni. Ef ég finn út hvernig ég geri það,“ segir Hugi. Hann segir að söfnunin fyrir Krabbameinsfélagið hafi ekki gengið alveg eins vel og hann bjóst við. „En það var áður en ég viss af arkaranum Evu og Veigu Grétarsdóttur sem var á kajak. Þær voru líka að styrkja góð málefni.“ Hugi segist samt hafa náð að safna að minnsta kosti hálfri milljón. „Það er nokkuð ágætt miðað við að bara eitt fyrirtæki hefur gefið styrk.“ Það er enn hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning númer: 0301-26-005035, kennitala: 700169-2789.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira