Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar segir að lögreglu gruni að óprúttnir aðilar séu nú á ferð um Norðurland. Frést hafi af grunsamlegum mannaferðum og fólki að taka í hurðarhúna íbúða.
Þá sé einnig eitthvað um að fólk sé að banka og spyrja furðulegra spurninga, væntanlega í þeim tilgangi að athuga hvort einhver sé heima. Hvetur lögreglan fólk til að vera á varðbergi.