Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2019 20:00 Norðurlöndin ætla að bjóða fram aðstoð sína til að vinna gegn eyðingu regnskóganna á Amazonsvæðinu. Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. Ráðherrarnir funduðu í Borgarnesi í dag. Tveggja daga fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem hófst í Reykjavík í gær lauk með fréttamannafundi á hótel Hamri í Borgarfirði um hádegi í dag Öryggis- og varnarmál skipa æ stærri sess í viðræðum ráðherra Norðurlandanna þegar þeir hittast og nú undanfarin ár einnig loftlagsmálin. Hvernig Norðurlöndin geta sameinað stefnu sína og aðgerðir í þeim málaflokki. Meðal þátttakenda á fundinum var Ann Linde sem tók formlega við utanríkisráðherraembættinu í Svíþjóð í gær. Hún segi ríkin átta hafa valið mismunandi leiðir í öryggis- og varnarmálum en ræði þessi mál og séu um margt samstíga, meðal annars í stefnumótun fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í mánuðinum. „Það er auðvitað þannig að þegar Rússland innlimaði Krímskagann og átti í deilum við Úkraínu ákvað ESB að setja á harðar refsiaðgerðir og Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin standa saman á bak við þær og munu halda því áfram,“ segir Lynde. En það er í umhverfismálum sem ríkin átta eru algerlega samstíga og gáfu ráðherrarnir frá sér sameiginlega yfirlýsingu að loknum fundi þeirra í Borgarnesi þar sem segir meðal annars að áhrifa loftslagsbreytinganna gæti nú þegar með síaukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin muni þrýsta á metnaðarfullar aðgerðir þar sem öllum mögulegum ráðum verði beitt til að snúa þróuninni við. Til að ná árangri verði einnig að vernda náttúruna og ríkin bjóði fram aðstoð sína til að snúa við eyðingu regnskóganna í Amazon í samráði við ríkin á svæðinu. „Svo við getum komist hjá loftslagshamförunum og það er eitthvað sem danska ríkisstjórnin vinnur mjög ákveðið að. Við gleðjumst yfir þeim stuðningi sem málið fær á þessum fundi hér á Íslandi,“ segir Jeppe Kofod, nýskipaður utanríkisráðherra Danmerkur í minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins. Marika Linntam aðstoðar utanríkisráðherra Eistlands sem fer með málefni Evrópu segir samstarfið við Norðurlöndin mjög mikilvægt fyrir öll Eystrasaltsríkin. „Fyrir okkur er samstarfið við Norðurlönd mjög mikilvægt. Þetta eru lönd sem hafa sömu hagsmuni og sömu heimssýn,“ segir Linntam Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikilvægi öryggis- og varnarmála hafa aukist á þessum vettvangi á þeim tíma sem hann hafi gengt embættinu. Þá sé auðvelt fyrir ríkin að sameinast í loftlagsmálunum. „Í þessu felst styrkur. Það er líka oft litið til okkar annars staðar frá og það skiptir máli hvað við leggjum áherslu á og hvað við segjum. Það að við gefum yfirlýsingu um að við viljum áfram vera í fremstu röð í loftlagsmálum og leggjum áherslu á það á alþjóðavettvangi skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór. Brasilía Umhverfismál Utanríkismál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Norðurlöndin ætla að bjóða fram aðstoð sína til að vinna gegn eyðingu regnskóganna á Amazonsvæðinu. Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. Ráðherrarnir funduðu í Borgarnesi í dag. Tveggja daga fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem hófst í Reykjavík í gær lauk með fréttamannafundi á hótel Hamri í Borgarfirði um hádegi í dag Öryggis- og varnarmál skipa æ stærri sess í viðræðum ráðherra Norðurlandanna þegar þeir hittast og nú undanfarin ár einnig loftlagsmálin. Hvernig Norðurlöndin geta sameinað stefnu sína og aðgerðir í þeim málaflokki. Meðal þátttakenda á fundinum var Ann Linde sem tók formlega við utanríkisráðherraembættinu í Svíþjóð í gær. Hún segi ríkin átta hafa valið mismunandi leiðir í öryggis- og varnarmálum en ræði þessi mál og séu um margt samstíga, meðal annars í stefnumótun fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í mánuðinum. „Það er auðvitað þannig að þegar Rússland innlimaði Krímskagann og átti í deilum við Úkraínu ákvað ESB að setja á harðar refsiaðgerðir og Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin standa saman á bak við þær og munu halda því áfram,“ segir Lynde. En það er í umhverfismálum sem ríkin átta eru algerlega samstíga og gáfu ráðherrarnir frá sér sameiginlega yfirlýsingu að loknum fundi þeirra í Borgarnesi þar sem segir meðal annars að áhrifa loftslagsbreytinganna gæti nú þegar með síaukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin muni þrýsta á metnaðarfullar aðgerðir þar sem öllum mögulegum ráðum verði beitt til að snúa þróuninni við. Til að ná árangri verði einnig að vernda náttúruna og ríkin bjóði fram aðstoð sína til að snúa við eyðingu regnskóganna í Amazon í samráði við ríkin á svæðinu. „Svo við getum komist hjá loftslagshamförunum og það er eitthvað sem danska ríkisstjórnin vinnur mjög ákveðið að. Við gleðjumst yfir þeim stuðningi sem málið fær á þessum fundi hér á Íslandi,“ segir Jeppe Kofod, nýskipaður utanríkisráðherra Danmerkur í minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins. Marika Linntam aðstoðar utanríkisráðherra Eistlands sem fer með málefni Evrópu segir samstarfið við Norðurlöndin mjög mikilvægt fyrir öll Eystrasaltsríkin. „Fyrir okkur er samstarfið við Norðurlönd mjög mikilvægt. Þetta eru lönd sem hafa sömu hagsmuni og sömu heimssýn,“ segir Linntam Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikilvægi öryggis- og varnarmála hafa aukist á þessum vettvangi á þeim tíma sem hann hafi gengt embættinu. Þá sé auðvelt fyrir ríkin að sameinast í loftlagsmálunum. „Í þessu felst styrkur. Það er líka oft litið til okkar annars staðar frá og það skiptir máli hvað við leggjum áherslu á og hvað við segjum. Það að við gefum yfirlýsingu um að við viljum áfram vera í fremstu röð í loftlagsmálum og leggjum áherslu á það á alþjóðavettvangi skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór.
Brasilía Umhverfismál Utanríkismál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira