Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2019 20:00 Norðurlöndin ætla að bjóða fram aðstoð sína til að vinna gegn eyðingu regnskóganna á Amazonsvæðinu. Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. Ráðherrarnir funduðu í Borgarnesi í dag. Tveggja daga fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem hófst í Reykjavík í gær lauk með fréttamannafundi á hótel Hamri í Borgarfirði um hádegi í dag Öryggis- og varnarmál skipa æ stærri sess í viðræðum ráðherra Norðurlandanna þegar þeir hittast og nú undanfarin ár einnig loftlagsmálin. Hvernig Norðurlöndin geta sameinað stefnu sína og aðgerðir í þeim málaflokki. Meðal þátttakenda á fundinum var Ann Linde sem tók formlega við utanríkisráðherraembættinu í Svíþjóð í gær. Hún segi ríkin átta hafa valið mismunandi leiðir í öryggis- og varnarmálum en ræði þessi mál og séu um margt samstíga, meðal annars í stefnumótun fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í mánuðinum. „Það er auðvitað þannig að þegar Rússland innlimaði Krímskagann og átti í deilum við Úkraínu ákvað ESB að setja á harðar refsiaðgerðir og Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin standa saman á bak við þær og munu halda því áfram,“ segir Lynde. En það er í umhverfismálum sem ríkin átta eru algerlega samstíga og gáfu ráðherrarnir frá sér sameiginlega yfirlýsingu að loknum fundi þeirra í Borgarnesi þar sem segir meðal annars að áhrifa loftslagsbreytinganna gæti nú þegar með síaukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin muni þrýsta á metnaðarfullar aðgerðir þar sem öllum mögulegum ráðum verði beitt til að snúa þróuninni við. Til að ná árangri verði einnig að vernda náttúruna og ríkin bjóði fram aðstoð sína til að snúa við eyðingu regnskóganna í Amazon í samráði við ríkin á svæðinu. „Svo við getum komist hjá loftslagshamförunum og það er eitthvað sem danska ríkisstjórnin vinnur mjög ákveðið að. Við gleðjumst yfir þeim stuðningi sem málið fær á þessum fundi hér á Íslandi,“ segir Jeppe Kofod, nýskipaður utanríkisráðherra Danmerkur í minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins. Marika Linntam aðstoðar utanríkisráðherra Eistlands sem fer með málefni Evrópu segir samstarfið við Norðurlöndin mjög mikilvægt fyrir öll Eystrasaltsríkin. „Fyrir okkur er samstarfið við Norðurlönd mjög mikilvægt. Þetta eru lönd sem hafa sömu hagsmuni og sömu heimssýn,“ segir Linntam Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikilvægi öryggis- og varnarmála hafa aukist á þessum vettvangi á þeim tíma sem hann hafi gengt embættinu. Þá sé auðvelt fyrir ríkin að sameinast í loftlagsmálunum. „Í þessu felst styrkur. Það er líka oft litið til okkar annars staðar frá og það skiptir máli hvað við leggjum áherslu á og hvað við segjum. Það að við gefum yfirlýsingu um að við viljum áfram vera í fremstu röð í loftlagsmálum og leggjum áherslu á það á alþjóðavettvangi skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór. Brasilía Umhverfismál Utanríkismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Norðurlöndin ætla að bjóða fram aðstoð sína til að vinna gegn eyðingu regnskóganna á Amazonsvæðinu. Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. Ráðherrarnir funduðu í Borgarnesi í dag. Tveggja daga fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem hófst í Reykjavík í gær lauk með fréttamannafundi á hótel Hamri í Borgarfirði um hádegi í dag Öryggis- og varnarmál skipa æ stærri sess í viðræðum ráðherra Norðurlandanna þegar þeir hittast og nú undanfarin ár einnig loftlagsmálin. Hvernig Norðurlöndin geta sameinað stefnu sína og aðgerðir í þeim málaflokki. Meðal þátttakenda á fundinum var Ann Linde sem tók formlega við utanríkisráðherraembættinu í Svíþjóð í gær. Hún segi ríkin átta hafa valið mismunandi leiðir í öryggis- og varnarmálum en ræði þessi mál og séu um margt samstíga, meðal annars í stefnumótun fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í mánuðinum. „Það er auðvitað þannig að þegar Rússland innlimaði Krímskagann og átti í deilum við Úkraínu ákvað ESB að setja á harðar refsiaðgerðir og Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin standa saman á bak við þær og munu halda því áfram,“ segir Lynde. En það er í umhverfismálum sem ríkin átta eru algerlega samstíga og gáfu ráðherrarnir frá sér sameiginlega yfirlýsingu að loknum fundi þeirra í Borgarnesi þar sem segir meðal annars að áhrifa loftslagsbreytinganna gæti nú þegar með síaukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin muni þrýsta á metnaðarfullar aðgerðir þar sem öllum mögulegum ráðum verði beitt til að snúa þróuninni við. Til að ná árangri verði einnig að vernda náttúruna og ríkin bjóði fram aðstoð sína til að snúa við eyðingu regnskóganna í Amazon í samráði við ríkin á svæðinu. „Svo við getum komist hjá loftslagshamförunum og það er eitthvað sem danska ríkisstjórnin vinnur mjög ákveðið að. Við gleðjumst yfir þeim stuðningi sem málið fær á þessum fundi hér á Íslandi,“ segir Jeppe Kofod, nýskipaður utanríkisráðherra Danmerkur í minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins. Marika Linntam aðstoðar utanríkisráðherra Eistlands sem fer með málefni Evrópu segir samstarfið við Norðurlöndin mjög mikilvægt fyrir öll Eystrasaltsríkin. „Fyrir okkur er samstarfið við Norðurlönd mjög mikilvægt. Þetta eru lönd sem hafa sömu hagsmuni og sömu heimssýn,“ segir Linntam Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikilvægi öryggis- og varnarmála hafa aukist á þessum vettvangi á þeim tíma sem hann hafi gengt embættinu. Þá sé auðvelt fyrir ríkin að sameinast í loftlagsmálunum. „Í þessu felst styrkur. Það er líka oft litið til okkar annars staðar frá og það skiptir máli hvað við leggjum áherslu á og hvað við segjum. Það að við gefum yfirlýsingu um að við viljum áfram vera í fremstu röð í loftlagsmálum og leggjum áherslu á það á alþjóðavettvangi skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór.
Brasilía Umhverfismál Utanríkismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira