Handboltalandsliðið á hrakhólum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 12. september 2019 11:00 Gólfflöturinn er of lítill fyrir alþjóðlega keppni og er HSÍ og KKÍ á undanþágum frá alþjóðasamböndum. Tug milljóna króna tap var af rekstri hallarinnar árin 2016 og 2017. Fréttablaðið/Anton Laugardalshöllin stenst ekki alþjóðlegar kröfur, gólfflöturinn er ekki nógu stór, og hefur HSÍ þurft að reiða sig á velvilja Alþjóðahandboltasambandsins um að landsleikir megi fara hér fram. Höllin var vígð 1965 og erfitt er að finna eldri hallir í Evrópu – ef þær eru þá til. Færeyingar misstu sína undanþágu í fyrra og léku þeir landsleiki sína í Danmörku. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að það muni þó ekki gerast í haust en trúlega sé að styttast í að íslenskur landsleikur verði leikinn erlendis ef ekkert fer að gerast. Þá sé hvimleitt að landsliðsæfingar eru haldnar út um hvippinn og hvappinn og forsvarsmenn HSÍ segja mjög nauðsynlegt fá nýja höll. „Við erum ekki akkúrat á sama stað og Færeyingar voru en það gæti auðvitað gerst. Okkur hefur verið bent á að það þurfi eitthvað að fara að gerast í okkar málum og þetta geti ekki gengið svona til lengdar. Það er þó ekki verið að fara loka á okkur í haust eða næsta vetur en við uppfyllum ekki þessar kröfur sem gerðar eru í dag. Ég hef ekki aðeins verið að horfa á handboltann í þessu samhengi heldur aðrar íþróttir líka. Hvernig hús þarf hér að rísa svo körfuboltinn, fimleikar og fleiri séu sáttir – því þetta kostar mikla peninga. Það sem hefur gerst er að ríki og borg hafa rætt um þetta og það er vinna í gangi innan borgarinnar. En þetta er samt ekki komið mjög langt,“ bendir Guðmundur á. Evrópumótið í handbolta fer fram í janúar og fer það fram í þremur löndum. Austurríki, Noregi og Svíþjóð. Guðmundur segir að nú, þegar lönd eru farin að skipta mótum sín á milli, gæti hann alveg hugsað sér að HSÍ fái að vera með og komi með einn riðil til landsins einhvern tímann í framtíðinni. „Við viljum fá stórmót hingað. Það er verið að skipta þessu upp en við getum ekki verið með í því einfaldlega út af því að við uppfyllum ekki skilyrði.“ Hann segir að það séu til teikningar af stækkun hallarinnar en það sé hans mat að þær dugi ekki. Ný höll sé því besta svarið. „Við höfum talið skynsamlegra að líta til lengri tíma en að eyða tíma og peningum að lagfæra höllina því lagfæring myndi ekki gera mikið.“Guðmundur B. Ólafsson.vísir/vilhelmHeildarskuldir tveir milljarðar Það er þétt setið um Laugardalshöll hvort sem það er vegna Eurovision, flokksþinga, árshátíða eða annars. Höllin er í mikilli notkun. Ársreikningur hallarinnar, sem er í eigu Reykjavíkurborgar og Samtaka iðnaðarins, frá 2017 sýnir að tap var af rekstri félagsins upp á 22 milljónir króna. Heildareignir námu um þremur milljörðum en heildarskuldir námu um 2,2 milljörðum. Eigið fé nam 667,8 milljónum. Enginn ársreikningur hefur borist fyrir árið 2018. Í einni fundargerð HSÍ kemur fram að vandamál hafi komið upp vegna fyrirhugaðs landsleiks við Svía á fimmtudegi. „ÍBR hefur sagt Laugardalshöll vera upptekna á fimmtudeginum.“ Svo mörg voru þau orð. Guðmundur segir að þetta geti gerst. „Þetta kemur oft upp að höllin sé pöntuð og bókanir eru að misfarast en við höfum litið svo á að landsleikir eigi að hafa ákveðinn forgang. En það geta orðið árekstrar.“ Þá bendir Guðmundur á æfingaaðstöðu landsliða Íslands, eða skort á henni. „Við erum á hrakhólum og úti um allt, upp á náð og miskunn fyrir öll okkar landslið. Við erum með fimm yngri landslið í úrslitakeppnum og það þarf að æfa fyrir það. Við höfum átt velvild í Hafnarfirði og Seltjarnarnesi en þetta er svolítið púsl. Við viljum fá aðstöðu fyrir okkar fólk og höfum gert grein fyrir hver okkar þörf er. Það má segja það sama um körfuna því þeir eru á sama stað og við.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira
Laugardalshöllin stenst ekki alþjóðlegar kröfur, gólfflöturinn er ekki nógu stór, og hefur HSÍ þurft að reiða sig á velvilja Alþjóðahandboltasambandsins um að landsleikir megi fara hér fram. Höllin var vígð 1965 og erfitt er að finna eldri hallir í Evrópu – ef þær eru þá til. Færeyingar misstu sína undanþágu í fyrra og léku þeir landsleiki sína í Danmörku. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að það muni þó ekki gerast í haust en trúlega sé að styttast í að íslenskur landsleikur verði leikinn erlendis ef ekkert fer að gerast. Þá sé hvimleitt að landsliðsæfingar eru haldnar út um hvippinn og hvappinn og forsvarsmenn HSÍ segja mjög nauðsynlegt fá nýja höll. „Við erum ekki akkúrat á sama stað og Færeyingar voru en það gæti auðvitað gerst. Okkur hefur verið bent á að það þurfi eitthvað að fara að gerast í okkar málum og þetta geti ekki gengið svona til lengdar. Það er þó ekki verið að fara loka á okkur í haust eða næsta vetur en við uppfyllum ekki þessar kröfur sem gerðar eru í dag. Ég hef ekki aðeins verið að horfa á handboltann í þessu samhengi heldur aðrar íþróttir líka. Hvernig hús þarf hér að rísa svo körfuboltinn, fimleikar og fleiri séu sáttir – því þetta kostar mikla peninga. Það sem hefur gerst er að ríki og borg hafa rætt um þetta og það er vinna í gangi innan borgarinnar. En þetta er samt ekki komið mjög langt,“ bendir Guðmundur á. Evrópumótið í handbolta fer fram í janúar og fer það fram í þremur löndum. Austurríki, Noregi og Svíþjóð. Guðmundur segir að nú, þegar lönd eru farin að skipta mótum sín á milli, gæti hann alveg hugsað sér að HSÍ fái að vera með og komi með einn riðil til landsins einhvern tímann í framtíðinni. „Við viljum fá stórmót hingað. Það er verið að skipta þessu upp en við getum ekki verið með í því einfaldlega út af því að við uppfyllum ekki skilyrði.“ Hann segir að það séu til teikningar af stækkun hallarinnar en það sé hans mat að þær dugi ekki. Ný höll sé því besta svarið. „Við höfum talið skynsamlegra að líta til lengri tíma en að eyða tíma og peningum að lagfæra höllina því lagfæring myndi ekki gera mikið.“Guðmundur B. Ólafsson.vísir/vilhelmHeildarskuldir tveir milljarðar Það er þétt setið um Laugardalshöll hvort sem það er vegna Eurovision, flokksþinga, árshátíða eða annars. Höllin er í mikilli notkun. Ársreikningur hallarinnar, sem er í eigu Reykjavíkurborgar og Samtaka iðnaðarins, frá 2017 sýnir að tap var af rekstri félagsins upp á 22 milljónir króna. Heildareignir námu um þremur milljörðum en heildarskuldir námu um 2,2 milljörðum. Eigið fé nam 667,8 milljónum. Enginn ársreikningur hefur borist fyrir árið 2018. Í einni fundargerð HSÍ kemur fram að vandamál hafi komið upp vegna fyrirhugaðs landsleiks við Svía á fimmtudegi. „ÍBR hefur sagt Laugardalshöll vera upptekna á fimmtudeginum.“ Svo mörg voru þau orð. Guðmundur segir að þetta geti gerst. „Þetta kemur oft upp að höllin sé pöntuð og bókanir eru að misfarast en við höfum litið svo á að landsleikir eigi að hafa ákveðinn forgang. En það geta orðið árekstrar.“ Þá bendir Guðmundur á æfingaaðstöðu landsliða Íslands, eða skort á henni. „Við erum á hrakhólum og úti um allt, upp á náð og miskunn fyrir öll okkar landslið. Við erum með fimm yngri landslið í úrslitakeppnum og það þarf að æfa fyrir það. Við höfum átt velvild í Hafnarfirði og Seltjarnarnesi en þetta er svolítið púsl. Við viljum fá aðstöðu fyrir okkar fólk og höfum gert grein fyrir hver okkar þörf er. Það má segja það sama um körfuna því þeir eru á sama stað og við.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira