Mikilvægt að tekjur skerðist ekki Ari Brynjólfsson skrifar 12. september 2019 08:15 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri. „Ég er fylgjandi því að leitað sé leiða til að bæta rekstrarumhverfi innlendra fjölmiðla, enda viljum við öll blómlega flóru einkarekinna miðla við hlið kjölfestunnar sem felst í öflugu Ríkisútvarpi,“ segir Magnús Geir Þórðarson Útvarpsstjóri. Fram kom í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í gær að meirihluti vill að dregið verði úr umsvifum eða að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stefnir að því en boðar jafnframt að tekjutapið yrði bætt til að tryggja að þjónusta RÚV skerðist ekki. Um árabil hefur þjónusta RÚV verið fjármögnuð með blandaðri leið útvarpsgjalds og auglýsinga. „RÚV hefur í sjálfu sér ekki haft skoðun á því hvaða fyrirkomulag fjármögnunar eigi helst að viðhafa enda er það pólítísk spurning,“ segir Magnús Geir. „Á hinn bóginn er það staðfest í könnunum að almenningur nýtir sér þjónustu RÚV í ríkum mæli og vill ekki að þjónustan verði skert.“ Magnús Geir bendir á að viðhorfskannanir staðfesti að landsmenn séu ánægðir með þjónustu RÚV og viðhorf landsmanna sé jákvæðara nú en um langt árabil. Hann vill að horft verði á fjölmiðlamarkaðinn í heild nú þegar miklar breytingar eru að verða á ytra umhverfi innlendra fjölmiðla með tilkomu erlendra efnisveitna. „Til að geta sinnt þessari víðtæku þjónustu við landsmenn, ekki síst nú þegar miðlunarleiðirnar eru að verða fleiri og flóknari, er mikilvægt að heildartekjur skerðist ekki og að sjálfstæði almannaþjónustumiðilsins sé tryggt.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur boðað að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði en jafnframt boðað að væntanlegt tekjutap yrði bætt og þjónusta RÚV skerðist ekki. Magnús Geir og ráðherra hafa rætt þessi mál reglulega. „Við höfum verið sammála um meginatriðin sem eru grundvöllur öflugrar innlendrar fjölmiðlunar. Sömuleiðis erum við sammála um þær áherslubreytingar sem hafa orðið á RÚV á undanförnum árum með aukinni áherslu á innlent efni, menningarefni og þjónustu við börn í gegnum KrakkaRÚV,“ segir hann. „Það er gaman að segja frá því að innlent efni hefur aukist um 23% í dagskrá RÚV á sama tíma og bandarískt efni hefur minnkað um 45% á síðustu fimm árum. Umræðan um fyrirkomulag fjármögnunar RÚV mun án efa halda áfram en meginforsendan hlýtur að vera sú að RÚV geti áfram sinnt sínu mikilvæga hlutverki.“ Hann telur að fjármagn verði að koma frá öðrum leiðum ef auglýsingatekjur verða skertar ef ekki eigi að skerða þjónustu RÚV. „Að mínu mati hefur sjaldan verið mikilvægar en nú að landsmönnum standi til boða fjölbreytt úrval af vönduðu íslensku efni á íslenskri tungu enda er ofgnótt af erlendu afþreyingarefni á erlendum tungum í boði í gegnum erlendar efnisveitur og samfélagsmiðla,“ segir Magnús Geir. „Við sem þjóð þurfum á því að halda að nýjar kynslóðir alist upp við sögur á íslenskri tungu úr okkar nærumhverfi.“ Í þeim tilgangur hefur RÚV aukið verulega hlutfall innlends efnis í dagskránni, eflt innlenda menningarumfjöllun ásamt meiri þjónustu við börn en nokkru sinni fyrr. „Á sama tíma hefur hlustun á Rás 1 aukist mikið og er nú sú mesta um árabil. Framboð af íslensku leiknu efni er sömuleiðis meira en við höfum séð um áratugaskeið. Allt er þetta mikilvægt nú þegar erlenda afþreyingarefnið er svo nærtækt. Til að okkur takist að sinna áfram þessari mikilvægu þjónustu þá mega heildartekjur RÚV ekki minnka.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
„Ég er fylgjandi því að leitað sé leiða til að bæta rekstrarumhverfi innlendra fjölmiðla, enda viljum við öll blómlega flóru einkarekinna miðla við hlið kjölfestunnar sem felst í öflugu Ríkisútvarpi,“ segir Magnús Geir Þórðarson Útvarpsstjóri. Fram kom í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í gær að meirihluti vill að dregið verði úr umsvifum eða að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stefnir að því en boðar jafnframt að tekjutapið yrði bætt til að tryggja að þjónusta RÚV skerðist ekki. Um árabil hefur þjónusta RÚV verið fjármögnuð með blandaðri leið útvarpsgjalds og auglýsinga. „RÚV hefur í sjálfu sér ekki haft skoðun á því hvaða fyrirkomulag fjármögnunar eigi helst að viðhafa enda er það pólítísk spurning,“ segir Magnús Geir. „Á hinn bóginn er það staðfest í könnunum að almenningur nýtir sér þjónustu RÚV í ríkum mæli og vill ekki að þjónustan verði skert.“ Magnús Geir bendir á að viðhorfskannanir staðfesti að landsmenn séu ánægðir með þjónustu RÚV og viðhorf landsmanna sé jákvæðara nú en um langt árabil. Hann vill að horft verði á fjölmiðlamarkaðinn í heild nú þegar miklar breytingar eru að verða á ytra umhverfi innlendra fjölmiðla með tilkomu erlendra efnisveitna. „Til að geta sinnt þessari víðtæku þjónustu við landsmenn, ekki síst nú þegar miðlunarleiðirnar eru að verða fleiri og flóknari, er mikilvægt að heildartekjur skerðist ekki og að sjálfstæði almannaþjónustumiðilsins sé tryggt.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur boðað að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði en jafnframt boðað að væntanlegt tekjutap yrði bætt og þjónusta RÚV skerðist ekki. Magnús Geir og ráðherra hafa rætt þessi mál reglulega. „Við höfum verið sammála um meginatriðin sem eru grundvöllur öflugrar innlendrar fjölmiðlunar. Sömuleiðis erum við sammála um þær áherslubreytingar sem hafa orðið á RÚV á undanförnum árum með aukinni áherslu á innlent efni, menningarefni og þjónustu við börn í gegnum KrakkaRÚV,“ segir hann. „Það er gaman að segja frá því að innlent efni hefur aukist um 23% í dagskrá RÚV á sama tíma og bandarískt efni hefur minnkað um 45% á síðustu fimm árum. Umræðan um fyrirkomulag fjármögnunar RÚV mun án efa halda áfram en meginforsendan hlýtur að vera sú að RÚV geti áfram sinnt sínu mikilvæga hlutverki.“ Hann telur að fjármagn verði að koma frá öðrum leiðum ef auglýsingatekjur verða skertar ef ekki eigi að skerða þjónustu RÚV. „Að mínu mati hefur sjaldan verið mikilvægar en nú að landsmönnum standi til boða fjölbreytt úrval af vönduðu íslensku efni á íslenskri tungu enda er ofgnótt af erlendu afþreyingarefni á erlendum tungum í boði í gegnum erlendar efnisveitur og samfélagsmiðla,“ segir Magnús Geir. „Við sem þjóð þurfum á því að halda að nýjar kynslóðir alist upp við sögur á íslenskri tungu úr okkar nærumhverfi.“ Í þeim tilgangur hefur RÚV aukið verulega hlutfall innlends efnis í dagskránni, eflt innlenda menningarumfjöllun ásamt meiri þjónustu við börn en nokkru sinni fyrr. „Á sama tíma hefur hlustun á Rás 1 aukist mikið og er nú sú mesta um árabil. Framboð af íslensku leiknu efni er sömuleiðis meira en við höfum séð um áratugaskeið. Allt er þetta mikilvægt nú þegar erlenda afþreyingarefnið er svo nærtækt. Til að okkur takist að sinna áfram þessari mikilvægu þjónustu þá mega heildartekjur RÚV ekki minnka.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira