Mikilvægt að tekjur skerðist ekki Ari Brynjólfsson skrifar 12. september 2019 08:15 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri. „Ég er fylgjandi því að leitað sé leiða til að bæta rekstrarumhverfi innlendra fjölmiðla, enda viljum við öll blómlega flóru einkarekinna miðla við hlið kjölfestunnar sem felst í öflugu Ríkisútvarpi,“ segir Magnús Geir Þórðarson Útvarpsstjóri. Fram kom í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í gær að meirihluti vill að dregið verði úr umsvifum eða að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stefnir að því en boðar jafnframt að tekjutapið yrði bætt til að tryggja að þjónusta RÚV skerðist ekki. Um árabil hefur þjónusta RÚV verið fjármögnuð með blandaðri leið útvarpsgjalds og auglýsinga. „RÚV hefur í sjálfu sér ekki haft skoðun á því hvaða fyrirkomulag fjármögnunar eigi helst að viðhafa enda er það pólítísk spurning,“ segir Magnús Geir. „Á hinn bóginn er það staðfest í könnunum að almenningur nýtir sér þjónustu RÚV í ríkum mæli og vill ekki að þjónustan verði skert.“ Magnús Geir bendir á að viðhorfskannanir staðfesti að landsmenn séu ánægðir með þjónustu RÚV og viðhorf landsmanna sé jákvæðara nú en um langt árabil. Hann vill að horft verði á fjölmiðlamarkaðinn í heild nú þegar miklar breytingar eru að verða á ytra umhverfi innlendra fjölmiðla með tilkomu erlendra efnisveitna. „Til að geta sinnt þessari víðtæku þjónustu við landsmenn, ekki síst nú þegar miðlunarleiðirnar eru að verða fleiri og flóknari, er mikilvægt að heildartekjur skerðist ekki og að sjálfstæði almannaþjónustumiðilsins sé tryggt.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur boðað að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði en jafnframt boðað að væntanlegt tekjutap yrði bætt og þjónusta RÚV skerðist ekki. Magnús Geir og ráðherra hafa rætt þessi mál reglulega. „Við höfum verið sammála um meginatriðin sem eru grundvöllur öflugrar innlendrar fjölmiðlunar. Sömuleiðis erum við sammála um þær áherslubreytingar sem hafa orðið á RÚV á undanförnum árum með aukinni áherslu á innlent efni, menningarefni og þjónustu við börn í gegnum KrakkaRÚV,“ segir hann. „Það er gaman að segja frá því að innlent efni hefur aukist um 23% í dagskrá RÚV á sama tíma og bandarískt efni hefur minnkað um 45% á síðustu fimm árum. Umræðan um fyrirkomulag fjármögnunar RÚV mun án efa halda áfram en meginforsendan hlýtur að vera sú að RÚV geti áfram sinnt sínu mikilvæga hlutverki.“ Hann telur að fjármagn verði að koma frá öðrum leiðum ef auglýsingatekjur verða skertar ef ekki eigi að skerða þjónustu RÚV. „Að mínu mati hefur sjaldan verið mikilvægar en nú að landsmönnum standi til boða fjölbreytt úrval af vönduðu íslensku efni á íslenskri tungu enda er ofgnótt af erlendu afþreyingarefni á erlendum tungum í boði í gegnum erlendar efnisveitur og samfélagsmiðla,“ segir Magnús Geir. „Við sem þjóð þurfum á því að halda að nýjar kynslóðir alist upp við sögur á íslenskri tungu úr okkar nærumhverfi.“ Í þeim tilgangur hefur RÚV aukið verulega hlutfall innlends efnis í dagskránni, eflt innlenda menningarumfjöllun ásamt meiri þjónustu við börn en nokkru sinni fyrr. „Á sama tíma hefur hlustun á Rás 1 aukist mikið og er nú sú mesta um árabil. Framboð af íslensku leiknu efni er sömuleiðis meira en við höfum séð um áratugaskeið. Allt er þetta mikilvægt nú þegar erlenda afþreyingarefnið er svo nærtækt. Til að okkur takist að sinna áfram þessari mikilvægu þjónustu þá mega heildartekjur RÚV ekki minnka.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
„Ég er fylgjandi því að leitað sé leiða til að bæta rekstrarumhverfi innlendra fjölmiðla, enda viljum við öll blómlega flóru einkarekinna miðla við hlið kjölfestunnar sem felst í öflugu Ríkisútvarpi,“ segir Magnús Geir Þórðarson Útvarpsstjóri. Fram kom í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í gær að meirihluti vill að dregið verði úr umsvifum eða að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stefnir að því en boðar jafnframt að tekjutapið yrði bætt til að tryggja að þjónusta RÚV skerðist ekki. Um árabil hefur þjónusta RÚV verið fjármögnuð með blandaðri leið útvarpsgjalds og auglýsinga. „RÚV hefur í sjálfu sér ekki haft skoðun á því hvaða fyrirkomulag fjármögnunar eigi helst að viðhafa enda er það pólítísk spurning,“ segir Magnús Geir. „Á hinn bóginn er það staðfest í könnunum að almenningur nýtir sér þjónustu RÚV í ríkum mæli og vill ekki að þjónustan verði skert.“ Magnús Geir bendir á að viðhorfskannanir staðfesti að landsmenn séu ánægðir með þjónustu RÚV og viðhorf landsmanna sé jákvæðara nú en um langt árabil. Hann vill að horft verði á fjölmiðlamarkaðinn í heild nú þegar miklar breytingar eru að verða á ytra umhverfi innlendra fjölmiðla með tilkomu erlendra efnisveitna. „Til að geta sinnt þessari víðtæku þjónustu við landsmenn, ekki síst nú þegar miðlunarleiðirnar eru að verða fleiri og flóknari, er mikilvægt að heildartekjur skerðist ekki og að sjálfstæði almannaþjónustumiðilsins sé tryggt.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur boðað að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði en jafnframt boðað að væntanlegt tekjutap yrði bætt og þjónusta RÚV skerðist ekki. Magnús Geir og ráðherra hafa rætt þessi mál reglulega. „Við höfum verið sammála um meginatriðin sem eru grundvöllur öflugrar innlendrar fjölmiðlunar. Sömuleiðis erum við sammála um þær áherslubreytingar sem hafa orðið á RÚV á undanförnum árum með aukinni áherslu á innlent efni, menningarefni og þjónustu við börn í gegnum KrakkaRÚV,“ segir hann. „Það er gaman að segja frá því að innlent efni hefur aukist um 23% í dagskrá RÚV á sama tíma og bandarískt efni hefur minnkað um 45% á síðustu fimm árum. Umræðan um fyrirkomulag fjármögnunar RÚV mun án efa halda áfram en meginforsendan hlýtur að vera sú að RÚV geti áfram sinnt sínu mikilvæga hlutverki.“ Hann telur að fjármagn verði að koma frá öðrum leiðum ef auglýsingatekjur verða skertar ef ekki eigi að skerða þjónustu RÚV. „Að mínu mati hefur sjaldan verið mikilvægar en nú að landsmönnum standi til boða fjölbreytt úrval af vönduðu íslensku efni á íslenskri tungu enda er ofgnótt af erlendu afþreyingarefni á erlendum tungum í boði í gegnum erlendar efnisveitur og samfélagsmiðla,“ segir Magnús Geir. „Við sem þjóð þurfum á því að halda að nýjar kynslóðir alist upp við sögur á íslenskri tungu úr okkar nærumhverfi.“ Í þeim tilgangur hefur RÚV aukið verulega hlutfall innlends efnis í dagskránni, eflt innlenda menningarumfjöllun ásamt meiri þjónustu við börn en nokkru sinni fyrr. „Á sama tíma hefur hlustun á Rás 1 aukist mikið og er nú sú mesta um árabil. Framboð af íslensku leiknu efni er sömuleiðis meira en við höfum séð um áratugaskeið. Allt er þetta mikilvægt nú þegar erlenda afþreyingarefnið er svo nærtækt. Til að okkur takist að sinna áfram þessari mikilvægu þjónustu þá mega heildartekjur RÚV ekki minnka.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels