Sagði ríkisstjórnina velja kyrrstöðu Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 22:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að fylgi Viðreisnar hefði nærri því tvöfaldast á kjörtímabilinu, miðað við kannanir, og að flokkurinn hefði bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur. Það væru skýr skilaboð um óskir kjósenda um að hverfa frá þeim „kyrrstöðusáttmála“ sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi varið í sinni ræðu. „Það eru óskir um að frjálslynd öfl á miðjunni fái meiri áhrif til þess að byggja framfarasókn á grundvelli víðsýni og frjálslyndis. Og þetta eru óskir sem við hlustum á,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún vísaði til nokkurra þátta þar sem ríkisstjórnin hefði ekki verið að standa sig sem skyldi og sagði það ástæðuna fyrir auknu fylgi Viðreisnar. Vinstri grænir hefðu lofað stærstu umbótum í heilbrigðismálum sem hafi nokkru sinni verið gefin en lítið hafi ræst úr því. Þvert á móti. Ríkisstjórnin væri of veik til að gæta hagsmuna Íslands í utanríkismálum. Hún væri í besta falli umgjörð um óbreytt ástand og sækti ekkert fram. Þá sagði Þorgerður að þó forsætisráðherra kallaði eftir samstæði um auðlindaákvæði í stjórnarskrá vildi hún stjórnarskrárákvæði sem segði ekkert umfram það sem almenn lög hafi lengi mælt fyrir um. „Það felst ábyrgð í því að vera manneskja. Og það er ábyrgð að vera manneskja í stjórnmálum. Þess vegna er það ábyrgðarleysi að sitja í ríkisstjórn sem velur kyrrstöðu. Því kyrrstaðan er ekki mótvægi við öfgar og afturhald, hvað þá að hún sé hreyfiafl fyrir mennskuna til framtíðar,“ sagði Þorgerður.Haga sér eins og siðað fólk Jón Steindór Valdimarsson sagði síðasta starfsár þingsins vera á margan hátt sögulegt og erfitt fyrir ásýnd og virðingu Alþingis. Hann ítrekaði að hann væri að tala um Klaustursmálið og önnur mál sem hefi komið til kasta siðanefndar Alþingis en ekki síður umræður. „…eða ætti ég frekar að segja endalaust þvarg og rugl um þriðja orkupakkann,“ sagði Jón. Hann sagði þingmönnum hafa tekist að sýna á sér hlið sem kasti rýrð á þau mikilvægu störf sem unnin væru á Alþingi og grafið undan nauðsynlegu trausti. Hryggðarmynd, sem enginn eigi að sætta sig við, hefði blasið við landsmönnum. Þá vísaði Jón í þrjár ræður sem hann heyrði á þingsetningunni í gær. Þar er um að ræða ræður Bjargar Magnúsdóttur, Kristins Friðriks Friðfinnssonar og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta. Þær þrjár hefðu verið til áminningar um að þingmenn ættu að rifja upp hvaða erindi þeir eiga í pólitík. Þeir ættu að takast á um markmið og leiðir en í sama mund haga sér „eins og siðuðu fólki sæmir“. „Hugsum um þjóðarhag en sinnum ekki eigin hégóma.“ Alþingi Tengdar fréttir „Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03 Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að fylgi Viðreisnar hefði nærri því tvöfaldast á kjörtímabilinu, miðað við kannanir, og að flokkurinn hefði bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur. Það væru skýr skilaboð um óskir kjósenda um að hverfa frá þeim „kyrrstöðusáttmála“ sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi varið í sinni ræðu. „Það eru óskir um að frjálslynd öfl á miðjunni fái meiri áhrif til þess að byggja framfarasókn á grundvelli víðsýni og frjálslyndis. Og þetta eru óskir sem við hlustum á,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún vísaði til nokkurra þátta þar sem ríkisstjórnin hefði ekki verið að standa sig sem skyldi og sagði það ástæðuna fyrir auknu fylgi Viðreisnar. Vinstri grænir hefðu lofað stærstu umbótum í heilbrigðismálum sem hafi nokkru sinni verið gefin en lítið hafi ræst úr því. Þvert á móti. Ríkisstjórnin væri of veik til að gæta hagsmuna Íslands í utanríkismálum. Hún væri í besta falli umgjörð um óbreytt ástand og sækti ekkert fram. Þá sagði Þorgerður að þó forsætisráðherra kallaði eftir samstæði um auðlindaákvæði í stjórnarskrá vildi hún stjórnarskrárákvæði sem segði ekkert umfram það sem almenn lög hafi lengi mælt fyrir um. „Það felst ábyrgð í því að vera manneskja. Og það er ábyrgð að vera manneskja í stjórnmálum. Þess vegna er það ábyrgðarleysi að sitja í ríkisstjórn sem velur kyrrstöðu. Því kyrrstaðan er ekki mótvægi við öfgar og afturhald, hvað þá að hún sé hreyfiafl fyrir mennskuna til framtíðar,“ sagði Þorgerður.Haga sér eins og siðað fólk Jón Steindór Valdimarsson sagði síðasta starfsár þingsins vera á margan hátt sögulegt og erfitt fyrir ásýnd og virðingu Alþingis. Hann ítrekaði að hann væri að tala um Klaustursmálið og önnur mál sem hefi komið til kasta siðanefndar Alþingis en ekki síður umræður. „…eða ætti ég frekar að segja endalaust þvarg og rugl um þriðja orkupakkann,“ sagði Jón. Hann sagði þingmönnum hafa tekist að sýna á sér hlið sem kasti rýrð á þau mikilvægu störf sem unnin væru á Alþingi og grafið undan nauðsynlegu trausti. Hryggðarmynd, sem enginn eigi að sætta sig við, hefði blasið við landsmönnum. Þá vísaði Jón í þrjár ræður sem hann heyrði á þingsetningunni í gær. Þar er um að ræða ræður Bjargar Magnúsdóttur, Kristins Friðriks Friðfinnssonar og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta. Þær þrjár hefðu verið til áminningar um að þingmenn ættu að rifja upp hvaða erindi þeir eiga í pólitík. Þeir ættu að takast á um markmið og leiðir en í sama mund haga sér „eins og siðuðu fólki sæmir“. „Hugsum um þjóðarhag en sinnum ekki eigin hégóma.“
Alþingi Tengdar fréttir „Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03 Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03
Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55