Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2019 14:45 Guðni forseti ávarpaði þingmenn við þingsetningu í dag. Vísir/Vilhelm Það er ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hafa hæst og láta formælingar fjúka. Þetta sagði Guðni Th. Jóhanesson, forseti, þegar hann setti Alþingi í dag. Varaði hann við því hvernig hófstilltur málflutningur getur umhverfst í öfgar. Eftir að forsetinn hafði boðið þingmenn velkomna gerði hann ágreining að umræðuefni í ræðu sinni. Sagði hann ágreining einkenni á öflugu þingi og samfélagi og bann við honum væri haldreipi þeirra þröngsýnu og kúgunartól harðstjóra. Bjartsýni ríki einnig í öflugum samfélögum, ekki biturð, beiskja, ólund eða ótti. Virtist hann síðan vísa óbeint til harðra deilna sem geisuðu á síðasta þingi, fyrst og fremst um þriðja orkupakkann sem Guðni nefndi þó aldrei á nafn. „Við megum varast þá andvaralausu og kærulausu, það sanna dæmin. En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að við höfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði Guðni.Forsetinn í þinghúsinu með Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis.Vísir/VilhelmVitnaði í Carly Simon Talaði hann um vægi vonar í heimi sem væri sífellt við það að farast og lagði áherslu á bjartsýni og hugrekki. Spurði forsetinn hvað hugrekki þýddi á Alþingi og á vettvangi þjóðmálanna. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst, þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað, hvernig hófstilltur og röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. Vildi forsetinn þó koma í veg fyrir að ákveðnir þingmenn eða landsmenn tækju orð hans sérstaklega til sín og bað þá um að minnast speki sem fælist í þekktu lagi bandarísku söngkonunnar Carly Simon. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ sagði forsetinn sem uppskar hlátur þingmanna. Vísaði hann þar til lagsins „You‘re so vain“ með Simon.„Lýðræðishefð er best varin með rökræðu og hlustun og endurmati. Ekki með yfirgangi, þótta og skoðanahroka,“ sagði forsetinn. Varaði hann þingmenn ennfremur við því að gera fólk og flokka að svörnum óvinum. Málamiðlun væri aðalsmerki öflugs þings og samfélags. Stundum þurfi flokkar og stjórnmálamenn að gera fleira en gott þykir og annað en vonir stóðu til. Alþingi Forseti Íslands Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Það er ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hafa hæst og láta formælingar fjúka. Þetta sagði Guðni Th. Jóhanesson, forseti, þegar hann setti Alþingi í dag. Varaði hann við því hvernig hófstilltur málflutningur getur umhverfst í öfgar. Eftir að forsetinn hafði boðið þingmenn velkomna gerði hann ágreining að umræðuefni í ræðu sinni. Sagði hann ágreining einkenni á öflugu þingi og samfélagi og bann við honum væri haldreipi þeirra þröngsýnu og kúgunartól harðstjóra. Bjartsýni ríki einnig í öflugum samfélögum, ekki biturð, beiskja, ólund eða ótti. Virtist hann síðan vísa óbeint til harðra deilna sem geisuðu á síðasta þingi, fyrst og fremst um þriðja orkupakkann sem Guðni nefndi þó aldrei á nafn. „Við megum varast þá andvaralausu og kærulausu, það sanna dæmin. En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að við höfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði Guðni.Forsetinn í þinghúsinu með Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis.Vísir/VilhelmVitnaði í Carly Simon Talaði hann um vægi vonar í heimi sem væri sífellt við það að farast og lagði áherslu á bjartsýni og hugrekki. Spurði forsetinn hvað hugrekki þýddi á Alþingi og á vettvangi þjóðmálanna. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst, þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað, hvernig hófstilltur og röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. Vildi forsetinn þó koma í veg fyrir að ákveðnir þingmenn eða landsmenn tækju orð hans sérstaklega til sín og bað þá um að minnast speki sem fælist í þekktu lagi bandarísku söngkonunnar Carly Simon. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ sagði forsetinn sem uppskar hlátur þingmanna. Vísaði hann þar til lagsins „You‘re so vain“ með Simon.„Lýðræðishefð er best varin með rökræðu og hlustun og endurmati. Ekki með yfirgangi, þótta og skoðanahroka,“ sagði forsetinn. Varaði hann þingmenn ennfremur við því að gera fólk og flokka að svörnum óvinum. Málamiðlun væri aðalsmerki öflugs þings og samfélags. Stundum þurfi flokkar og stjórnmálamenn að gera fleira en gott þykir og annað en vonir stóðu til.
Alþingi Forseti Íslands Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira