Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2019 12:30 Miðflokksmenn voru duglegir að fara í andsvör við hvorn annan um orkupakka þrjú á síðasta þingi en voru oftast sammála um atriði málsins. vísir/vilhelm Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. Byggingaframkvæmdir hefjast á alþingisreitnum í nóvember en forseti Alþingis, sem kemur saman í dag, segir að ný skrifstofubygging þingsins muni gerbreyta aðstöðu þingflokka og þingmanna. Alþingi verður sett við hátíðlega og hefðbundna athöfn í dag. Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö setur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þingið með ávarpi en hefðbundin þingstörf hefjast síðar í vikunni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis vonar að ekki komi til málþófs eins og á vorþingi þegar þingmenn Miðflokksins töluðu vikum saman um orkupakkann. Forsætisnefnd hafi samþykkti að gera breytingar á reglum um framkvæmd andsvara þannig að samflokksmenn veiti ekki andsvör við ræðum hvers annars og andsvör verði ekki leyfð við ítrekaðar fimm mínútna ræður. „Það má vissulega viðurkenna að þetta eru ákveðin viðbrögð við stöðunni hér síðast liðið vor. Þetta afgreiddi forsætisnefnd á sumarfundi sínum og kemur nú til framkvæmda við upphaf nýs þings,” segir Steingrímur.Þannig að flokkssystkini geta ekki farið í andsvör við hvert annað? „Nema fyrir liggi að þau séu alveg á öndverðu meiði efnislega í málinu, eða þetta sé mál sem alls ekki lúti neinum flokkslínum,” segir forseti Alþingis. Almennt séu annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar helstu uppskeru þingin. Þá sé bestu tækifærin til að koma viðamiklum málum fram. „Því á fyrsta þingi eru menn að setja sig í stellingar og auðvitað fullt af málum að fara í vinnslu og undirbúning. Og síðustu þingi fyrir kosningar vilja oft vera ódrjúg,” segir Steingrímur. Síðasta þing hafi verið afkastamikið og búast megi við viðamiklum málum frá ríkisstjórn á komandi vetri. Þá verði nóg að gera hjá forsætisnefnd meðal annars vegna ýmissa breytinga sem verið sé að innleiða. „Svo sem að stjórnsýsla Alþingis heyrir nú undir upplýsingalög. Við erum að sjálfsögðu í byggingaframkvæmdunum sem eru fram undan og enn með endurskoðun siðareglna, þingskapa og fleira undir. Þannig að það verður nóg að gera,” segir Steingrímur. Jarðvinna fyrir nýja skrifstofubyggingu verði væntanlega auglýst á næstu dögum sem geti þá hafist í nóvember. Útboð fyrir uppsteypu sjálfrar byggingarinnar fari vonandi fram um mitt næsta ár og byggingin vonandi tilbúin um mitt ár 2023. „En aðalatriðið er að þetta verður náttúrlega alger bylting á starfsaðstöðu þingmanna, þingnefnda og allri stoðþjónustunni í kringum þingstörfin. Það er ákaflega tímabært að Alþingi komi allri þessari starfsemi undir eitt þak og í sitt eigið húsnæði. Þannig að það óhagræði sem er af því að leigja byggingar á ýmsum stöðum í miðborginni, sem ekki er nú beinlínis ókeypis heldur; að við komumst út úr því,” segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. Byggingaframkvæmdir hefjast á alþingisreitnum í nóvember en forseti Alþingis, sem kemur saman í dag, segir að ný skrifstofubygging þingsins muni gerbreyta aðstöðu þingflokka og þingmanna. Alþingi verður sett við hátíðlega og hefðbundna athöfn í dag. Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö setur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þingið með ávarpi en hefðbundin þingstörf hefjast síðar í vikunni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis vonar að ekki komi til málþófs eins og á vorþingi þegar þingmenn Miðflokksins töluðu vikum saman um orkupakkann. Forsætisnefnd hafi samþykkti að gera breytingar á reglum um framkvæmd andsvara þannig að samflokksmenn veiti ekki andsvör við ræðum hvers annars og andsvör verði ekki leyfð við ítrekaðar fimm mínútna ræður. „Það má vissulega viðurkenna að þetta eru ákveðin viðbrögð við stöðunni hér síðast liðið vor. Þetta afgreiddi forsætisnefnd á sumarfundi sínum og kemur nú til framkvæmda við upphaf nýs þings,” segir Steingrímur.Þannig að flokkssystkini geta ekki farið í andsvör við hvert annað? „Nema fyrir liggi að þau séu alveg á öndverðu meiði efnislega í málinu, eða þetta sé mál sem alls ekki lúti neinum flokkslínum,” segir forseti Alþingis. Almennt séu annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar helstu uppskeru þingin. Þá sé bestu tækifærin til að koma viðamiklum málum fram. „Því á fyrsta þingi eru menn að setja sig í stellingar og auðvitað fullt af málum að fara í vinnslu og undirbúning. Og síðustu þingi fyrir kosningar vilja oft vera ódrjúg,” segir Steingrímur. Síðasta þing hafi verið afkastamikið og búast megi við viðamiklum málum frá ríkisstjórn á komandi vetri. Þá verði nóg að gera hjá forsætisnefnd meðal annars vegna ýmissa breytinga sem verið sé að innleiða. „Svo sem að stjórnsýsla Alþingis heyrir nú undir upplýsingalög. Við erum að sjálfsögðu í byggingaframkvæmdunum sem eru fram undan og enn með endurskoðun siðareglna, þingskapa og fleira undir. Þannig að það verður nóg að gera,” segir Steingrímur. Jarðvinna fyrir nýja skrifstofubyggingu verði væntanlega auglýst á næstu dögum sem geti þá hafist í nóvember. Útboð fyrir uppsteypu sjálfrar byggingarinnar fari vonandi fram um mitt næsta ár og byggingin vonandi tilbúin um mitt ár 2023. „En aðalatriðið er að þetta verður náttúrlega alger bylting á starfsaðstöðu þingmanna, þingnefnda og allri stoðþjónustunni í kringum þingstörfin. Það er ákaflega tímabært að Alþingi komi allri þessari starfsemi undir eitt þak og í sitt eigið húsnæði. Þannig að það óhagræði sem er af því að leigja byggingar á ýmsum stöðum í miðborginni, sem ekki er nú beinlínis ókeypis heldur; að við komumst út úr því,” segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira