Ótrúlegur lokakafli í New Orleans | Stigamennirnir unnu án Brown 10. september 2019 09:21 Leikmenn Saints fagna sigursparki Lutz. vísir/getty Það var boðið til veislu í mánudagsleikjum NFL-deildarinnar í nótt og þá sérstaklega í leik New Orleans Saints og Houston Texans. Bæði lið léku stórkostlegan bolta en lokakaflinn var ekki fyrir hjartveika. DeShaun Watson, leikstjórnandi Texans, keyrði ótrúlega lokasókn hjá sínu liði sem endaði með því að liðið skoraði snertimark er um 40 sekúndu voru eftir.Deshaun Watson Ice in his veins!@HoustonTexans@deshaunwatson#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/wIoRgPzoHB — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þar með átti dagskránni að vera lokið en þá bað leikstjórnandi Saints, Drew Brees, menn vinsamlegast um að halda á öllaranum sínum. Hann keyrði liðið nægilega langt upp til þess að eiga kost á vallarmarki. Það var svo Wil Lutz sem negldi 58 jarda spark til þess að tryggja Saints sigur. Algjörlega magnað.Wil called game! @wil_lutz5@Saints#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/ndc6xSbJ67 — NFL (@NFL) September 10, 2019 Brees endaði með 370 jarda og tvö snertimörk. Watson var með 268 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hann hljóp líka glæsilega fyrir einu snertimarki. Hlaupari Saints, Alvin Kamara, var með samtals 170 jarda í leiknum og útherjinn einstaki, Michael Thomas, greip tíu bolta fyrir 123 jördum. Það hefur heldur betur gustað um Oakland Raiders síðustu daga og þá aðallega vegna útherjans Antonio Brown. Stigamennirnir náðu að leggja það allt til hliðar fyrir leikinn gegn Denver í gær og vinna sannfærandi sigur, 24-16, eftir að hafa verið 14-0 yfir í hálfleik. Derek Carr, leikstjórandi Oakland, með 259 jarda og eina snertimarkssendingu. Nýliðahlauparinn Josh Jacobs byrjaði ferilinn frábærlega með 85 hlaupajördum og tveimur snertimörkum.Final: The @Raiders win 24 - 16. pic.twitter.com/aeEwemeuKz — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þetta var sigur númer 100 á ferli Jon Gruden, þjálfara Raiders, og hann var eðlilega kátur.Technically, it can still be #VictoryMonday. Win No. for Coach Gruden was a special one. pic.twitter.com/jsr5240uOM — Oakland Raiders (@Raiders) September 10, 2019 NFL Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Það var boðið til veislu í mánudagsleikjum NFL-deildarinnar í nótt og þá sérstaklega í leik New Orleans Saints og Houston Texans. Bæði lið léku stórkostlegan bolta en lokakaflinn var ekki fyrir hjartveika. DeShaun Watson, leikstjórnandi Texans, keyrði ótrúlega lokasókn hjá sínu liði sem endaði með því að liðið skoraði snertimark er um 40 sekúndu voru eftir.Deshaun Watson Ice in his veins!@HoustonTexans@deshaunwatson#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/wIoRgPzoHB — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þar með átti dagskránni að vera lokið en þá bað leikstjórnandi Saints, Drew Brees, menn vinsamlegast um að halda á öllaranum sínum. Hann keyrði liðið nægilega langt upp til þess að eiga kost á vallarmarki. Það var svo Wil Lutz sem negldi 58 jarda spark til þess að tryggja Saints sigur. Algjörlega magnað.Wil called game! @wil_lutz5@Saints#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/ndc6xSbJ67 — NFL (@NFL) September 10, 2019 Brees endaði með 370 jarda og tvö snertimörk. Watson var með 268 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hann hljóp líka glæsilega fyrir einu snertimarki. Hlaupari Saints, Alvin Kamara, var með samtals 170 jarda í leiknum og útherjinn einstaki, Michael Thomas, greip tíu bolta fyrir 123 jördum. Það hefur heldur betur gustað um Oakland Raiders síðustu daga og þá aðallega vegna útherjans Antonio Brown. Stigamennirnir náðu að leggja það allt til hliðar fyrir leikinn gegn Denver í gær og vinna sannfærandi sigur, 24-16, eftir að hafa verið 14-0 yfir í hálfleik. Derek Carr, leikstjórandi Oakland, með 259 jarda og eina snertimarkssendingu. Nýliðahlauparinn Josh Jacobs byrjaði ferilinn frábærlega með 85 hlaupajördum og tveimur snertimörkum.Final: The @Raiders win 24 - 16. pic.twitter.com/aeEwemeuKz — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þetta var sigur númer 100 á ferli Jon Gruden, þjálfara Raiders, og hann var eðlilega kátur.Technically, it can still be #VictoryMonday. Win No. for Coach Gruden was a special one. pic.twitter.com/jsr5240uOM — Oakland Raiders (@Raiders) September 10, 2019
NFL Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira