Myndband virðist sýna ökumann Teslu í fastasvefni á 90 kílómetra hraða Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 07:56 Ökumaðurinn virðist í það minnsta ekki vera með hugann við aksturinn, ef marka má umrætt myndband. Skjáskot/Twitter Myndband, sem virðist sýna ökumann og farþega Teslu-bifreiðar í fastasvefni á 90 kílómetra hraða, hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hægt er að aka Teslu-bifreiðum með sjálfstýringu en fyrirtækið segir í yfirlýsingu að ökumenn eigi ætíð að vera vel á verði við aksturinn, einnig þegar notast er við sjálfstýringarbúnaðinn. Myndbandið var tekið upp á hraðbraut í grennd við borgina Newton í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Dakota Randall, maðurinn á bak við myndavélina, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina NBC10 Boston að hann hefði verið í bíl á næstu akrein við umrædda Teslu. Þegar honum varð litið til hliðar sýndist honum sem bæði ökumaður og farþegi bílsins væru sofandi. Randall kvaðst hafa flautað til að reyna að vekja ökumanninn en ekki haft árangur sem erfiði. Hann hafi verið samferða Teslunni í tæpa mínútu áður en hann ók fram úr honum og skildi ökumanninn eftir, sem þá virtist enn sofandi.Myndbandið má sjá í Twitter-færslu NBC hér að neðan.A man says he was driving on an interstate in Massachusetts when he noticed a @Tesla with its driver and passenger both asleep. Details: https://t.co/wwEKYiKTek pic.twitter.com/k0CYVCGyqL— NBC DFW (@NBCDFW) September 10, 2019 Randall tilkynnti atvikið ekki til lögreglu en lögregla í Massachusetts kvaðst þó hafa heyrt af málinu, að því er fram kemur í frétt NBC. Þá er haft eftir talsmanni Teslu að öryggisbúnaður í bifreiðunum minni ökumenn á að vera vakandi og á verði við aksturinn. Búnaðurinn hamli jafnframt notkun á sjálfstýringu þegar ökumaður hunsi slíkar viðvaranir. Bandaríkin Tesla Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Myndband, sem virðist sýna ökumann og farþega Teslu-bifreiðar í fastasvefni á 90 kílómetra hraða, hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hægt er að aka Teslu-bifreiðum með sjálfstýringu en fyrirtækið segir í yfirlýsingu að ökumenn eigi ætíð að vera vel á verði við aksturinn, einnig þegar notast er við sjálfstýringarbúnaðinn. Myndbandið var tekið upp á hraðbraut í grennd við borgina Newton í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Dakota Randall, maðurinn á bak við myndavélina, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina NBC10 Boston að hann hefði verið í bíl á næstu akrein við umrædda Teslu. Þegar honum varð litið til hliðar sýndist honum sem bæði ökumaður og farþegi bílsins væru sofandi. Randall kvaðst hafa flautað til að reyna að vekja ökumanninn en ekki haft árangur sem erfiði. Hann hafi verið samferða Teslunni í tæpa mínútu áður en hann ók fram úr honum og skildi ökumanninn eftir, sem þá virtist enn sofandi.Myndbandið má sjá í Twitter-færslu NBC hér að neðan.A man says he was driving on an interstate in Massachusetts when he noticed a @Tesla with its driver and passenger both asleep. Details: https://t.co/wwEKYiKTek pic.twitter.com/k0CYVCGyqL— NBC DFW (@NBCDFW) September 10, 2019 Randall tilkynnti atvikið ekki til lögreglu en lögregla í Massachusetts kvaðst þó hafa heyrt af málinu, að því er fram kemur í frétt NBC. Þá er haft eftir talsmanni Teslu að öryggisbúnaður í bifreiðunum minni ökumenn á að vera vakandi og á verði við aksturinn. Búnaðurinn hamli jafnframt notkun á sjálfstýringu þegar ökumaður hunsi slíkar viðvaranir.
Bandaríkin Tesla Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira