Íslendingar bláeygðir þegar kemur að vændi Björn Þorfinnsson skrifar 10. september 2019 07:15 Þórgunnur Jóhannsdóttir, Bryndís Ósk Björnsdóttir, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Ísól Fanney Ómarsdóttir, Ingunn Þorvarðardóttir, Stella Sif Jónsdóttir. Framboð vændis hefur aukist mikið á Íslandi undanfarin ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að hverju sinni séu um sextíu einstaklingar að selja sig en mikill meirihluti þeirra eru erlendir einstaklingar sem stoppa stutt við hér á landi. Til þess að sporna við þessu nöturlega samfélagsvandamáli hafa lögregluyfirvöld, Reykjavíkurborg og Samtök ferðaþjónustunnar ýtt úr vör verkefninu „Vopn gegn vændi“ með það fyrir augum að aðstoða hótel og gististaði við að berjast gegn þessum vágesti. Meðal þeirra sem unnið hafa að verkefninu eru sex nemendur í meistaranámi í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík (MPM), þær Stella Sif Jónsdóttir, Ísól Fanney Ómarsdóttir, Þórgunnur Jóhannsdóttir, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Ingunn Þorvarðardóttir og Bryndís Ósk Björnsdóttir. Aðkoma hópsins að verkefninu hófst þegar sexmenningarnir sátu námskeiðið „Raunhæft verkefni“ sem er hluti af þeirra námi í HR en í því námskeiði vinna nemendur í hópum verkefni að eigin vali, eina krafan er að í því felist samfélagsleg skírskotun á einhvern hátt. Ein úr hópnum las umfjöllun í fjölmiðlum varðandi vinnustofu sem Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar stóð fyrir í október 2018 en þar kynnti sænska baráttukonan Malin Roux leiðir sem sænsku samtökin, Real Stars, hafa farið í baráttunni gegn vændi og mansali og samstarfi samtakanna við hótel og aðra gististaði. Umfjöllunin vakti áhuga og ákveðið var að kanna möguleikann á því að koma að þessari vinnu. „Við settum okkur í samband við starfsmann Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og þar með fór boltinn að rúlla," segir Bryndís Ósk. Hópurinn vann verkefnið í nánu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem opnaði augu þeirra fyrir umfangi vandamálsins. Bryndís Ósk segir að vinnan við verkefnið hafi tekið á. „Manni leið ekki vel í sálinni að vinna þetta verkefni. Aðstæður þeirra sem neyðast og/eða eru neyddir til þess að selja líkama sinn eru þyngri en tárum taki.“ Framlag hópsins til þessa mikilvæga verkefnisins er fræðsluefni sem ber heitið „Vopn gegn vændi“ fyrir stjórnendur og starfsfólk gististaða þar sem þeim í framlínunni er kennt að bera kennsl á ýmis einkenni vændissölu. Bryndís Ósk telur að mikil þörf sé á slíkri fræðslu. „Markmiðið er að auka líkur á því að starfsfólk innan hótela og gististaða þekki einkenni vændis og mansals og komi því frekar auga á slíkt, ásamt því að þekkja þá ferla sem æskilegt er að fara eftir samkvæmt lögreglu. Þrátt fyrir fréttir um aukna vændissölu á Íslandi þá tel ég að við Íslendingar séum afar bláeygðir gagnvart slíkri starfsemi og kveikjum ekki endilega á perunni þó svo að slíkt sé í gangi í okkar nærumhverfi,“ segir Bryndís Ósk. Hægt er að nálgast efnið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Framboð vændis hefur aukist mikið á Íslandi undanfarin ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að hverju sinni séu um sextíu einstaklingar að selja sig en mikill meirihluti þeirra eru erlendir einstaklingar sem stoppa stutt við hér á landi. Til þess að sporna við þessu nöturlega samfélagsvandamáli hafa lögregluyfirvöld, Reykjavíkurborg og Samtök ferðaþjónustunnar ýtt úr vör verkefninu „Vopn gegn vændi“ með það fyrir augum að aðstoða hótel og gististaði við að berjast gegn þessum vágesti. Meðal þeirra sem unnið hafa að verkefninu eru sex nemendur í meistaranámi í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík (MPM), þær Stella Sif Jónsdóttir, Ísól Fanney Ómarsdóttir, Þórgunnur Jóhannsdóttir, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Ingunn Þorvarðardóttir og Bryndís Ósk Björnsdóttir. Aðkoma hópsins að verkefninu hófst þegar sexmenningarnir sátu námskeiðið „Raunhæft verkefni“ sem er hluti af þeirra námi í HR en í því námskeiði vinna nemendur í hópum verkefni að eigin vali, eina krafan er að í því felist samfélagsleg skírskotun á einhvern hátt. Ein úr hópnum las umfjöllun í fjölmiðlum varðandi vinnustofu sem Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar stóð fyrir í október 2018 en þar kynnti sænska baráttukonan Malin Roux leiðir sem sænsku samtökin, Real Stars, hafa farið í baráttunni gegn vændi og mansali og samstarfi samtakanna við hótel og aðra gististaði. Umfjöllunin vakti áhuga og ákveðið var að kanna möguleikann á því að koma að þessari vinnu. „Við settum okkur í samband við starfsmann Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og þar með fór boltinn að rúlla," segir Bryndís Ósk. Hópurinn vann verkefnið í nánu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem opnaði augu þeirra fyrir umfangi vandamálsins. Bryndís Ósk segir að vinnan við verkefnið hafi tekið á. „Manni leið ekki vel í sálinni að vinna þetta verkefni. Aðstæður þeirra sem neyðast og/eða eru neyddir til þess að selja líkama sinn eru þyngri en tárum taki.“ Framlag hópsins til þessa mikilvæga verkefnisins er fræðsluefni sem ber heitið „Vopn gegn vændi“ fyrir stjórnendur og starfsfólk gististaða þar sem þeim í framlínunni er kennt að bera kennsl á ýmis einkenni vændissölu. Bryndís Ósk telur að mikil þörf sé á slíkri fræðslu. „Markmiðið er að auka líkur á því að starfsfólk innan hótela og gististaða þekki einkenni vændis og mansals og komi því frekar auga á slíkt, ásamt því að þekkja þá ferla sem æskilegt er að fara eftir samkvæmt lögreglu. Þrátt fyrir fréttir um aukna vændissölu á Íslandi þá tel ég að við Íslendingar séum afar bláeygðir gagnvart slíkri starfsemi og kveikjum ekki endilega á perunni þó svo að slíkt sé í gangi í okkar nærumhverfi,“ segir Bryndís Ósk. Hægt er að nálgast efnið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira