Allt sem við heyrðum hreyfði við okkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2019 14:00 Systkinin Elís og Ida með fána og skilti sem þau gerðu í listasmiðju í vikunni. Sækja meðal annars innblástur í bókartitil Gretu Thunberg, Húsið okkar brennur. Fréttablaðið/Valli Tvíburasystkinin Ida Karólína Harris og Elís Frank Stephen Elís eru nýorðin 14 ára og hafa tekið þátt í loftslagsverkföllunum í miðborg Reykjavíkur síðan í mars. „Við reynum að fara eins oft og við getum því málefnið er svo mikilvægt,“ segir Ida. Farið þið alltaf saman? Elís: „Alltaf nema þegar ég var veikur, þá leið mér illa því mér fannst ég vera að svíkja málstaðinn.“ Hverju finnst ykkur þið breyta með því að mæta? Ida: „Fyrst og fremst umræðunni. Nú er farið að tala um vandann og umhverfið skiptir meira og meira máli. Við pældum ekkert í plastpokum áður en hugsum öðruvísi núna. Síminn minn eyðilagðist og ég get ekki keypt mér nýjan, mér liði svo illa með það, svo ég nota bara takkasímann sem ég var með þegar ég var átta ára.“ Þegar verkföllin byrjuðu voruð þið þá strax ákveðin í að vera með? Elís: „Já, en við héldum fyrst að þetta yrði bara í eitt skipti og fengum fullt af krökkum með okkur úr skólanum okkar, Laugalækjarskóla. “ Ida: „Ég fór í alla bekkina sagði krökkunum hvað væri að gerast og 150 krakkar komu með okkur þann dag, 30. mars. Mér fannst það æðislegt. Svo byrjaði fólkið að tala uppi á sviði og allt sem við heyrðum hreyfði við okkur systkinunum og opnaði augu okkar. Eftir það gátum við ekki bakkað út úr þessum verkföllum.“ Elís: „Fyrstu mótmælin voru alheimsmótmæli og þá voru um 2000 manns. Síðan komu oft um 150 en nú eru bara örfáir. Það koma sjaldan aðrir krakkar með okkur úr skólanum en það kemur samt fyrir.“ Ida: „Við fáum leyfi frá foreldrum okkar en skróp í skólanum þótt flestir kennarar séu bara ánægðir með okkur, enda skilum við öllu. Það sem við náum ekki að gera í skólanum gerum við heima.“ Hafið þið líka tekið þátt í listasmiðjunum í Ráðhúsinu í vikunni? Elís: „Já, við fórum þangað og prentuðum á boli og bjuggum til nælur og skilti.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Sjá meira
Tvíburasystkinin Ida Karólína Harris og Elís Frank Stephen Elís eru nýorðin 14 ára og hafa tekið þátt í loftslagsverkföllunum í miðborg Reykjavíkur síðan í mars. „Við reynum að fara eins oft og við getum því málefnið er svo mikilvægt,“ segir Ida. Farið þið alltaf saman? Elís: „Alltaf nema þegar ég var veikur, þá leið mér illa því mér fannst ég vera að svíkja málstaðinn.“ Hverju finnst ykkur þið breyta með því að mæta? Ida: „Fyrst og fremst umræðunni. Nú er farið að tala um vandann og umhverfið skiptir meira og meira máli. Við pældum ekkert í plastpokum áður en hugsum öðruvísi núna. Síminn minn eyðilagðist og ég get ekki keypt mér nýjan, mér liði svo illa með það, svo ég nota bara takkasímann sem ég var með þegar ég var átta ára.“ Þegar verkföllin byrjuðu voruð þið þá strax ákveðin í að vera með? Elís: „Já, en við héldum fyrst að þetta yrði bara í eitt skipti og fengum fullt af krökkum með okkur úr skólanum okkar, Laugalækjarskóla. “ Ida: „Ég fór í alla bekkina sagði krökkunum hvað væri að gerast og 150 krakkar komu með okkur þann dag, 30. mars. Mér fannst það æðislegt. Svo byrjaði fólkið að tala uppi á sviði og allt sem við heyrðum hreyfði við okkur systkinunum og opnaði augu okkar. Eftir það gátum við ekki bakkað út úr þessum verkföllum.“ Elís: „Fyrstu mótmælin voru alheimsmótmæli og þá voru um 2000 manns. Síðan komu oft um 150 en nú eru bara örfáir. Það koma sjaldan aðrir krakkar með okkur úr skólanum en það kemur samt fyrir.“ Ida: „Við fáum leyfi frá foreldrum okkar en skróp í skólanum þótt flestir kennarar séu bara ánægðir með okkur, enda skilum við öllu. Það sem við náum ekki að gera í skólanum gerum við heima.“ Hafið þið líka tekið þátt í listasmiðjunum í Ráðhúsinu í vikunni? Elís: „Já, við fórum þangað og prentuðum á boli og bjuggum til nælur og skilti.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Sjá meira