„Hann vegur að æru minni“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2019 21:00 Móðir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa vegið að æru sinni og trúverðugleika í fjölmiðlum vegna máls sem varðaði dóttur hennar og kæru gegn lögreglumanni. Kvörtun móðurinnar er til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis. Halldóra Baldursdóttir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa ráðist að sér í fjölmiðlum vegna umfjöllunar um rannsókn á lögreglumanni sem hafði verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hennar. Málið leiddi ekki til ákæru. Mæðgurnar sögðu í viðtali í fyrra að ríkislögreglustjóri hefði brugðist þeim með því að leysa lögreglumanninn ekki undan störfum á meðan rannsókn málsins stóð yfir.Haraldur sendi yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki hafa geta leyst lögreglumanninn undan störfum því hann hafi ekki fengið rannsóknargögn. Því hafi hann ekki geta lagt mat á málið. Nefnd um eftirlit með lögreglu gat ekki tekið undir þessa afstöðu ríkislögreglustjórans. „Ég sendi erindi á innanríkisráðherra 2011. Ég hafði líka samband við umboðsmann Alþingis. Nú síðast á nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Það kemur fram í þessum gögnum að Haraldur var á þessum tíma með skipunarvaldið og honum var í lófa lagið að vísa honum frá. Og hann þurfti ekki að sjá nein rannsóknargögn til þess,“ segir Halldóra Baldursdóttir. Haraldur sendi aðra yfirlýsingu um málið á Mannlíf í sumar en Halldóra segir framgöngu hans óásættanlega. „Hann er ekkert bara hvaða maður sem er. Hann er æðsti yfirmaður lögreglumála í landinu. Hann vegur að æru minni og ég upplifi þessa framgöngu hans sem hótun, sem þöggun, ég eigi bara ekkert að vera að tjá mig um þetta.“ Halldóra bíður eftir svörum frá Umboðsmanni Alþingis sem hefur annað mál um framferði ríkislögreglustjóra til skoðunar. Hún varðar afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á kvörtun blaðamannanna sem ríkislögreglustjóri sendi bréf á bréfsefni embættisins sem varðaði hann sjálfan. Ráðuneytið taldi framferði ríkislögreglustjóra ámælisverða en áminnti hann ekki. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Móðir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa vegið að æru sinni og trúverðugleika í fjölmiðlum vegna máls sem varðaði dóttur hennar og kæru gegn lögreglumanni. Kvörtun móðurinnar er til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis. Halldóra Baldursdóttir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa ráðist að sér í fjölmiðlum vegna umfjöllunar um rannsókn á lögreglumanni sem hafði verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hennar. Málið leiddi ekki til ákæru. Mæðgurnar sögðu í viðtali í fyrra að ríkislögreglustjóri hefði brugðist þeim með því að leysa lögreglumanninn ekki undan störfum á meðan rannsókn málsins stóð yfir.Haraldur sendi yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki hafa geta leyst lögreglumanninn undan störfum því hann hafi ekki fengið rannsóknargögn. Því hafi hann ekki geta lagt mat á málið. Nefnd um eftirlit með lögreglu gat ekki tekið undir þessa afstöðu ríkislögreglustjórans. „Ég sendi erindi á innanríkisráðherra 2011. Ég hafði líka samband við umboðsmann Alþingis. Nú síðast á nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Það kemur fram í þessum gögnum að Haraldur var á þessum tíma með skipunarvaldið og honum var í lófa lagið að vísa honum frá. Og hann þurfti ekki að sjá nein rannsóknargögn til þess,“ segir Halldóra Baldursdóttir. Haraldur sendi aðra yfirlýsingu um málið á Mannlíf í sumar en Halldóra segir framgöngu hans óásættanlega. „Hann er ekkert bara hvaða maður sem er. Hann er æðsti yfirmaður lögreglumála í landinu. Hann vegur að æru minni og ég upplifi þessa framgöngu hans sem hótun, sem þöggun, ég eigi bara ekkert að vera að tjá mig um þetta.“ Halldóra bíður eftir svörum frá Umboðsmanni Alþingis sem hefur annað mál um framferði ríkislögreglustjóra til skoðunar. Hún varðar afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á kvörtun blaðamannanna sem ríkislögreglustjóri sendi bréf á bréfsefni embættisins sem varðaði hann sjálfan. Ráðuneytið taldi framferði ríkislögreglustjóra ámælisverða en áminnti hann ekki.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira