Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2019 19:30 Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað um eitt þúsund manns á síðustu tólf mánuðum, langmest á Selfossi. Bæjarstjórinn segir fjölgunina fordæmalausa og reiknar með enn frekari fjölgun íbúa næstu árin. Rótgrónir Selfyssingar þekkja sig varla í bænum í öllu nýju hverfunum, hvað þá brottfluttir Selfyssingar sem koma í heimsókn, þá rekur í rogastans að sjá hvernig nýju hverfin hafa byggst upp nánast á ljóshraða. „Að meðaltali er okkur að fjölga núna um 6 prósent á ári en vegna skorts á framboði á skipulögðum lóðum þá kanna það að falla niður í 4 til 5 prósent á næsta ári en eftir það er ég ansi hræddur um að fjölgunin verði gott betur og miklu nær 10 prósentum“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli segir að þessi mikla fjölgun íbúa hafi komið aftan að bæjaryfirvöldum, fjölgun um 20% íbúa á síðustu þremur árum hafi verið fjölgun, sem engin átti von á. Nú eru íbúar í Árborg orðnir um 10 þúsund. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er þetta ekki fordæmalaus fjölgun? „Jú, hún er í sjálfum sér fordæmalaus en engu að síður er það þannig að frá stríðslokum þá hefur íbúum fjölgað hér á Selfossi um sirka 3 til 3,5% á ári, allan þennan tíma, þannig að vöxturinn hefur allan þennan tím, eða frá 1940 verið gífurlegur.“ Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun á svæðinu.Þrátt fyrir þessar miklu fjölgun íbúa þá er hafið sérstakt kynningarátak sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti og öflugum bæ. Sveitarfélagið og fyrirtæki á staðnum standa að átakinu, sem kostar 35 milljónir króna. „Það er margt um að vera, það eru nýjar lóðir, nýjar fasteignir og nýr miðbær. Það var talin þörf á því að fara í svona markaðsátak þar sem við erum að reyna að sýna Selfoss í nýju ljósi og gefa bænum nýja ásýnd þar sem við leggjum áherslu á það sem skapar honum sérstöðu“, segir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun, sen var búin til vegna markaðsátaksins. Kynningarefni markaðsátaksins Árborg Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað um eitt þúsund manns á síðustu tólf mánuðum, langmest á Selfossi. Bæjarstjórinn segir fjölgunina fordæmalausa og reiknar með enn frekari fjölgun íbúa næstu árin. Rótgrónir Selfyssingar þekkja sig varla í bænum í öllu nýju hverfunum, hvað þá brottfluttir Selfyssingar sem koma í heimsókn, þá rekur í rogastans að sjá hvernig nýju hverfin hafa byggst upp nánast á ljóshraða. „Að meðaltali er okkur að fjölga núna um 6 prósent á ári en vegna skorts á framboði á skipulögðum lóðum þá kanna það að falla niður í 4 til 5 prósent á næsta ári en eftir það er ég ansi hræddur um að fjölgunin verði gott betur og miklu nær 10 prósentum“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli segir að þessi mikla fjölgun íbúa hafi komið aftan að bæjaryfirvöldum, fjölgun um 20% íbúa á síðustu þremur árum hafi verið fjölgun, sem engin átti von á. Nú eru íbúar í Árborg orðnir um 10 þúsund. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er þetta ekki fordæmalaus fjölgun? „Jú, hún er í sjálfum sér fordæmalaus en engu að síður er það þannig að frá stríðslokum þá hefur íbúum fjölgað hér á Selfossi um sirka 3 til 3,5% á ári, allan þennan tíma, þannig að vöxturinn hefur allan þennan tím, eða frá 1940 verið gífurlegur.“ Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun á svæðinu.Þrátt fyrir þessar miklu fjölgun íbúa þá er hafið sérstakt kynningarátak sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti og öflugum bæ. Sveitarfélagið og fyrirtæki á staðnum standa að átakinu, sem kostar 35 milljónir króna. „Það er margt um að vera, það eru nýjar lóðir, nýjar fasteignir og nýr miðbær. Það var talin þörf á því að fara í svona markaðsátak þar sem við erum að reyna að sýna Selfoss í nýju ljósi og gefa bænum nýja ásýnd þar sem við leggjum áherslu á það sem skapar honum sérstöðu“, segir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun, sen var búin til vegna markaðsátaksins. Kynningarefni markaðsátaksins
Árborg Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira