Rúnar um Skúla Jón: Mikill missir fyrir okkur í klefanum og félagið sjálft Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2019 19:30 Skúli Jón fagnar eftir sigurinn á Hlíðarenda fyrr í sumar. Vísir/Bára Skúli Jón Friðgeirsson, varnar- og miðjumaður KR, hefur eins og áður hefur komið fram ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir frábært tímabil með KR í sumar. Skúli ákvað þetta í samráði við Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, fyrir tímabilið og var Rúnar spurður út í Skúla eftir 2-1 sigur KR á Breiðablik í dag. „Skúli Jón er uppalinn KR-ingur sem hefur þjónað félaginu vel og lengi. Frábær leikmaður og synd að hann sé að yfirgefa okkur á þessum tímapunkti en við virðum hans ákvörðun,“ sagði Rúnar um Skúla Jón og hans ákvörðun. „Hann er að fara mennta sig og það er líka mjög gott. Fótboltinn er ekki allt í lífinu en það verður mikill missir fyrir okkur í klefanum, og félagið sjálft, að missa svona góðan karakter og ekki síst leikmann svo við þurfum að fylla hans skarð og munum leita að leikmanni sem getur gert það sem hann hefur gert fyrir okkur,“ sagði Rúnar ennfremur eftir leik. Alls spilaði Skúli Jón 248 deildar- og bikarleiki fyrir KR ásamt því að skora átta mörk. Alls hefur hann orðið Íslandsmeistari í þrígang, bikarmeistari í tvígang sem og leikið sem atvinnumaður erlendis en hann lék með Elfsborg og Gefla IF í Svíþjóð. Þá lék hann fjórum sinnum fyrir A-landslið Íslands og 28 sinnum fyrir yngri landsliðin ásamt því að gera fimm mörk. Það er ljóst að Skúla verður sárt saknað í Vesturbænum og forvitnilegt hvaða leikmann KR-ingar reyna að sækja til að fylla skarð Skúla. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, fór um víðan völl eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fyrr í dag. 28. september 2019 17:31 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Skúli Jón Friðgeirsson, varnar- og miðjumaður KR, hefur eins og áður hefur komið fram ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir frábært tímabil með KR í sumar. Skúli ákvað þetta í samráði við Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, fyrir tímabilið og var Rúnar spurður út í Skúla eftir 2-1 sigur KR á Breiðablik í dag. „Skúli Jón er uppalinn KR-ingur sem hefur þjónað félaginu vel og lengi. Frábær leikmaður og synd að hann sé að yfirgefa okkur á þessum tímapunkti en við virðum hans ákvörðun,“ sagði Rúnar um Skúla Jón og hans ákvörðun. „Hann er að fara mennta sig og það er líka mjög gott. Fótboltinn er ekki allt í lífinu en það verður mikill missir fyrir okkur í klefanum, og félagið sjálft, að missa svona góðan karakter og ekki síst leikmann svo við þurfum að fylla hans skarð og munum leita að leikmanni sem getur gert það sem hann hefur gert fyrir okkur,“ sagði Rúnar ennfremur eftir leik. Alls spilaði Skúli Jón 248 deildar- og bikarleiki fyrir KR ásamt því að skora átta mörk. Alls hefur hann orðið Íslandsmeistari í þrígang, bikarmeistari í tvígang sem og leikið sem atvinnumaður erlendis en hann lék með Elfsborg og Gefla IF í Svíþjóð. Þá lék hann fjórum sinnum fyrir A-landslið Íslands og 28 sinnum fyrir yngri landsliðin ásamt því að gera fimm mörk. Það er ljóst að Skúla verður sárt saknað í Vesturbænum og forvitnilegt hvaða leikmann KR-ingar reyna að sækja til að fylla skarð Skúla.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, fór um víðan völl eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fyrr í dag. 28. september 2019 17:31 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30
Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, fór um víðan völl eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fyrr í dag. 28. september 2019 17:31