Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2019 17:31 Rúnar fagnar vel og innilega marki KR á Íslandsmótinu. Vísir/Daníel „Gríðarlega stoltur af mínu liði, við jöfnum stigametið og vinnum deildina með mesta mun sem unnist hefur. Eftir að hafa unnið þetta á Valsvellinum þá settum við okkur lítil markmið og vildum vinna síðustu tvo leiki tímabilsins, ná stigametinu og þessum stigamun,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að loknum 2-1 sigri liðsins á Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn var hluti af síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar og með honum jafnar KR stigametið sem þeir og Valur eiga ásamt því að vinna deildina með heilum 14 stigum. KR með 52 stig en Breiðablik í 2. sæti með 38 stig. „Leikurinn í dag sýnir kannski hversu öflugir við erum. Skorum tvö frábær mörk, erum þéttir til baka og vel spilandi Blika lið átti erfitt með að opna okkur,“ sagði Rúnar ennfremur um leik dagsins. „Við erum ofboðslega glaðir að þegar við þjálfararnir setjum eitthvað upp að það heppnist. Svo er seinna markið bara frábær sending hjá Óskari Erni og flott hlaup hjá Kristjáni Flóka sem Gunnleifur réð ekkert við,“ sagði Rúnar um fyrra mark KR en það kom eftir einkar vel útfærða hornspyrnu. Annað skiptið í sumar sem KR skorar slíkt mark gegn Breiðablik. „Við þurfum kannski að styrkja okkur aðeins og bæta jafnvel í, æfa jafnvel í fyrra og verða betri sem fótbolta lið. Eigum eflaust eitthvað inni og getum bætt okkur sem lið,“ sagði Rúnar um hvað KR þyrfti að gera til að verja titilinn á næsta ári. Hann hélt svo áfram. „Nú hefur mér mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann svo það verður í þriðja skiptið núna sem ég reyni að verja titilinn og það er ofboðslega erfitt. Við munum gera allt og reyna læra af fyrri árum sem þetta hefur ekki tekist.“ „Leiðinlegt fyrir þjálfarateymi Breiðabliks að vita það svona skömmu fyrir leik að þeir verði ekki hér áfram. Ágúst er búinn að vinna hér frábært starf og Guðmundur með honum. Við vissum að þeir myndu vilja skila sigri til sinna stuðningsmanna og við vissum að þetta yrðu hörkuleikur,“ sagði Rúnar að lokum eftir að hafa verið spurður út í hvort brottrekstur Ágúst Gylfasonar og Guðmundar Steinarssonar í vikunni hefði haft einhver áhrif á KR liðið og undirbúning þess. Alveg í blálokin óskaði Rúnar góðvini sínum Ágústi Gylfasyni alls þess besta og sagðist handviss um að hann væri ekki af baki dottinn þrátt fyrir ákvörðun Breiðabliks að láta hann fara. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Lokaþáttur Pepsi Max-markanna í beinni útsendingu á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Pepsi Max-mörkin fara yfir lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og fótboltasumarið í veglegum lokaþætti í kvöld. 28. september 2019 09:00 Ágúst Gylfason: Komnar þreifingar en framhaldið óljóst Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu í síðasta skipti í dag er Breiðablik tapaði 2-1 gegn KR á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. 28. september 2019 17:13 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
„Gríðarlega stoltur af mínu liði, við jöfnum stigametið og vinnum deildina með mesta mun sem unnist hefur. Eftir að hafa unnið þetta á Valsvellinum þá settum við okkur lítil markmið og vildum vinna síðustu tvo leiki tímabilsins, ná stigametinu og þessum stigamun,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að loknum 2-1 sigri liðsins á Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn var hluti af síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar og með honum jafnar KR stigametið sem þeir og Valur eiga ásamt því að vinna deildina með heilum 14 stigum. KR með 52 stig en Breiðablik í 2. sæti með 38 stig. „Leikurinn í dag sýnir kannski hversu öflugir við erum. Skorum tvö frábær mörk, erum þéttir til baka og vel spilandi Blika lið átti erfitt með að opna okkur,“ sagði Rúnar ennfremur um leik dagsins. „Við erum ofboðslega glaðir að þegar við þjálfararnir setjum eitthvað upp að það heppnist. Svo er seinna markið bara frábær sending hjá Óskari Erni og flott hlaup hjá Kristjáni Flóka sem Gunnleifur réð ekkert við,“ sagði Rúnar um fyrra mark KR en það kom eftir einkar vel útfærða hornspyrnu. Annað skiptið í sumar sem KR skorar slíkt mark gegn Breiðablik. „Við þurfum kannski að styrkja okkur aðeins og bæta jafnvel í, æfa jafnvel í fyrra og verða betri sem fótbolta lið. Eigum eflaust eitthvað inni og getum bætt okkur sem lið,“ sagði Rúnar um hvað KR þyrfti að gera til að verja titilinn á næsta ári. Hann hélt svo áfram. „Nú hefur mér mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann svo það verður í þriðja skiptið núna sem ég reyni að verja titilinn og það er ofboðslega erfitt. Við munum gera allt og reyna læra af fyrri árum sem þetta hefur ekki tekist.“ „Leiðinlegt fyrir þjálfarateymi Breiðabliks að vita það svona skömmu fyrir leik að þeir verði ekki hér áfram. Ágúst er búinn að vinna hér frábært starf og Guðmundur með honum. Við vissum að þeir myndu vilja skila sigri til sinna stuðningsmanna og við vissum að þetta yrðu hörkuleikur,“ sagði Rúnar að lokum eftir að hafa verið spurður út í hvort brottrekstur Ágúst Gylfasonar og Guðmundar Steinarssonar í vikunni hefði haft einhver áhrif á KR liðið og undirbúning þess. Alveg í blálokin óskaði Rúnar góðvini sínum Ágústi Gylfasyni alls þess besta og sagðist handviss um að hann væri ekki af baki dottinn þrátt fyrir ákvörðun Breiðabliks að láta hann fara.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Lokaþáttur Pepsi Max-markanna í beinni útsendingu á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Pepsi Max-mörkin fara yfir lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og fótboltasumarið í veglegum lokaþætti í kvöld. 28. september 2019 09:00 Ágúst Gylfason: Komnar þreifingar en framhaldið óljóst Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu í síðasta skipti í dag er Breiðablik tapaði 2-1 gegn KR á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. 28. september 2019 17:13 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30
Lokaþáttur Pepsi Max-markanna í beinni útsendingu á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Pepsi Max-mörkin fara yfir lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og fótboltasumarið í veglegum lokaþætti í kvöld. 28. september 2019 09:00
Ágúst Gylfason: Komnar þreifingar en framhaldið óljóst Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu í síðasta skipti í dag er Breiðablik tapaði 2-1 gegn KR á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. 28. september 2019 17:13