Mynd af endurteknum brotum birtist í ákæru Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2019 07:15 Málið, sem snýst um yfir 50 milljón króna fjársvik, skók samfélagið á Siglufirði á sínum tíma. Fréttablaðið/Vilhelm Magnús Stefán Jónasson, fyrrum forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar er í ákæru sakaður um fjárdrátt, peningaþvætti og umboðssvik þegar hann sat í stóli skrifstofustjóra Sparisjóðsins á Siglufirði. Upphæðirnar nema rúmlega fimmtíu milljónum króna þar sem hann á að hafa millifært fjármuni á eigin reikninga og vandamanna, svo sem son sinn, og veitt innistæðulaus lán til einstaklinga. Málið gegn honum verður tekið fyrir næstkomandi þriðjudag í héraðsdómi norðurlands eystra. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þar sem fjöldi manna frá sérstökum saksóknara kom til Siglufjarðar og hóf húsleitir í bænum við rannsókn málsins. Málið komst upp fyrir slysni því eftir fyrirspurn frá sérstökum saksóknara í alls óskyldu máli kom upp rökstuddur grunur um fjárdrátt skrifstofustjórans. Í ákæru á hendur Magnúsi og fyrirtækinu Bási er varpað ljósi á hvernig hann vann að fjárdrættinum sem hófst árið 2010. Ákæran er yfirgripsmikil í tíu liðum. Fyrstu sjö kaflar ákærunnar fara ítarlega yfir meint brot Magnúsar í starfi þar sem hann er ákærður fyrir fjárdrátt og/eða umboðssvik.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari, rannsakaði brot MagnúsarÍ fyrstu köflum ákærunnar er ljósi beint að því hvernig Magnús á að hafa dregið verktakafyrirtækinu Bás ehf., samtals 48 milljónir króna með ýmsum gjörningum. Samkvæmt ákærunni millifærði hann fjármuni úr þrotabúi fyrirtækis og myndaði þar með skuld í því þrotabúi auk þess að millifæra beint af bókhaldslyklum sparisjóðsins. Í þriðja tölulið er Magnús ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér og öðrum velunnurum samtals tæpar fjórar milljónir króna með ólöglegum hætti. Til að mynda á Magnús að hafa stolið söluandvirði tveggja lyftara og fiskvinnsluvéla og búnaðar sem seld voru í gegnum sama einkahlutafélagið. Setti hann féð bæði inn á eigin reikninga sem og reikning sonar síns. Einnig millifærði hann gjöf til hestamannafélagsins á Siglufirði. Í fjórða til og með sjöunda kafla ákærunnar er Magnús svo ákærður fyrir að hafa stolið fé af öðrum fyrirtækjum og millifært fjármagn frá þeim yfir á reikninga í eigin eigu. Einnig á Magnús að hafa framið umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fjármunum sjóðsins í hættu. Á hann að hafa farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga. Hækkaði hann yfirdrátt fjögurra einstaklinga um 20 milljónir króna samanlagt og millifærði þá fjárhæð jafnharðan inn á reikning einkahlutafélags í bænum. Lánveitingin var afgreidd af Magnúsi án samþykkis lánanefndar sjóðsins. Lánveitingin hefur ekki fengist nema að hluta til endurgreidd. Þá hefur skiptum á þrotabúi einkahlutafélagsins verið lokið án þess að nokkuð hafi komið upp í lýstar kröfur í búið. Að endingu er svo Magnús ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við reiðufé og breytt í bankainnistæðu á eigin reikningum. Samtals eru það rúmar 10 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Magnús Stefán Jónasson, fyrrum forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar er í ákæru sakaður um fjárdrátt, peningaþvætti og umboðssvik þegar hann sat í stóli skrifstofustjóra Sparisjóðsins á Siglufirði. Upphæðirnar nema rúmlega fimmtíu milljónum króna þar sem hann á að hafa millifært fjármuni á eigin reikninga og vandamanna, svo sem son sinn, og veitt innistæðulaus lán til einstaklinga. Málið gegn honum verður tekið fyrir næstkomandi þriðjudag í héraðsdómi norðurlands eystra. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þar sem fjöldi manna frá sérstökum saksóknara kom til Siglufjarðar og hóf húsleitir í bænum við rannsókn málsins. Málið komst upp fyrir slysni því eftir fyrirspurn frá sérstökum saksóknara í alls óskyldu máli kom upp rökstuddur grunur um fjárdrátt skrifstofustjórans. Í ákæru á hendur Magnúsi og fyrirtækinu Bási er varpað ljósi á hvernig hann vann að fjárdrættinum sem hófst árið 2010. Ákæran er yfirgripsmikil í tíu liðum. Fyrstu sjö kaflar ákærunnar fara ítarlega yfir meint brot Magnúsar í starfi þar sem hann er ákærður fyrir fjárdrátt og/eða umboðssvik.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari, rannsakaði brot MagnúsarÍ fyrstu köflum ákærunnar er ljósi beint að því hvernig Magnús á að hafa dregið verktakafyrirtækinu Bás ehf., samtals 48 milljónir króna með ýmsum gjörningum. Samkvæmt ákærunni millifærði hann fjármuni úr þrotabúi fyrirtækis og myndaði þar með skuld í því þrotabúi auk þess að millifæra beint af bókhaldslyklum sparisjóðsins. Í þriðja tölulið er Magnús ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér og öðrum velunnurum samtals tæpar fjórar milljónir króna með ólöglegum hætti. Til að mynda á Magnús að hafa stolið söluandvirði tveggja lyftara og fiskvinnsluvéla og búnaðar sem seld voru í gegnum sama einkahlutafélagið. Setti hann féð bæði inn á eigin reikninga sem og reikning sonar síns. Einnig millifærði hann gjöf til hestamannafélagsins á Siglufirði. Í fjórða til og með sjöunda kafla ákærunnar er Magnús svo ákærður fyrir að hafa stolið fé af öðrum fyrirtækjum og millifært fjármagn frá þeim yfir á reikninga í eigin eigu. Einnig á Magnús að hafa framið umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fjármunum sjóðsins í hættu. Á hann að hafa farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga. Hækkaði hann yfirdrátt fjögurra einstaklinga um 20 milljónir króna samanlagt og millifærði þá fjárhæð jafnharðan inn á reikning einkahlutafélags í bænum. Lánveitingin var afgreidd af Magnúsi án samþykkis lánanefndar sjóðsins. Lánveitingin hefur ekki fengist nema að hluta til endurgreidd. Þá hefur skiptum á þrotabúi einkahlutafélagsins verið lokið án þess að nokkuð hafi komið upp í lýstar kröfur í búið. Að endingu er svo Magnús ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við reiðufé og breytt í bankainnistæðu á eigin reikningum. Samtals eru það rúmar 10 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira