Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2019 17:54 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. Vísir/Stefán Stjórn og samninganefnd blaðamannafélags Íslands hittist á tveimur fundum í dag en þar var samþykkt að slíta viðræðunum við Samtök atvinnulífsins í framhaldi af tilboði sem SA lagði fram á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót en í byrjun júní var ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. „Því er okkar nauðugur einn kostur að slíta viðræðum og hefja undirbúning aðgerða. Það er nú nauðvörn sem launafólk í þessu landi hefur til þess að tryggja það að það njóti sambærilegra kjara og bóta og aðrir í þessu samfélagi.“Hverjar eru helstu kröfurnar?„Það eru kröfur sem lúta að séraðstæðum blaðamanna, það eru launaflokkatilfærslur. Við erum ekki að fara út fyrir þann ramma sem settur hefur verið í þessu. Við erum að aðlaga þann ramma að aðstæðum blaðamanna, það hefur ekki verið neinn grundvöllur fyrir því, því miður.“Í þessu tilboði sem Samtök atvinnulífsins buðu ykkur í gær, var það langt frá því að vera ásættanlegt?„Þetta er svo langt frá að það hefði verið hægt að leggja þetta fram deginum eftir að samningur við iðnaðarmenn voru undirritaðir vegna þess að þetta er bara „copy paste“ af því. Við erum búin að ræða saman í fimm mánuði síðan án þess að nokkuð af okkar áhersluatriðum skiluðu sér í þetta tilboð. Þetta er gjörsamlega óviðunandi og fullkomlega óskiljanlegt að samninganefnd atvinnulífsins skuli koma fram með þessum hætti og að hún beri ekki meiri virðingu fyrir blaðamönnum annars vegar og hagsmunum þeirra fyrirtækja sem þeir eru umbjóðendur fyrir, það er með ólíkindum og ég hef nú verið þrjátíu ár í þessum bransa,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Stjórn og samninganefnd blaðamannafélags Íslands hittist á tveimur fundum í dag en þar var samþykkt að slíta viðræðunum við Samtök atvinnulífsins í framhaldi af tilboði sem SA lagði fram á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót en í byrjun júní var ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. „Því er okkar nauðugur einn kostur að slíta viðræðum og hefja undirbúning aðgerða. Það er nú nauðvörn sem launafólk í þessu landi hefur til þess að tryggja það að það njóti sambærilegra kjara og bóta og aðrir í þessu samfélagi.“Hverjar eru helstu kröfurnar?„Það eru kröfur sem lúta að séraðstæðum blaðamanna, það eru launaflokkatilfærslur. Við erum ekki að fara út fyrir þann ramma sem settur hefur verið í þessu. Við erum að aðlaga þann ramma að aðstæðum blaðamanna, það hefur ekki verið neinn grundvöllur fyrir því, því miður.“Í þessu tilboði sem Samtök atvinnulífsins buðu ykkur í gær, var það langt frá því að vera ásættanlegt?„Þetta er svo langt frá að það hefði verið hægt að leggja þetta fram deginum eftir að samningur við iðnaðarmenn voru undirritaðir vegna þess að þetta er bara „copy paste“ af því. Við erum búin að ræða saman í fimm mánuði síðan án þess að nokkuð af okkar áhersluatriðum skiluðu sér í þetta tilboð. Þetta er gjörsamlega óviðunandi og fullkomlega óskiljanlegt að samninganefnd atvinnulífsins skuli koma fram með þessum hætti og að hún beri ekki meiri virðingu fyrir blaðamönnum annars vegar og hagsmunum þeirra fyrirtækja sem þeir eru umbjóðendur fyrir, það er með ólíkindum og ég hef nú verið þrjátíu ár í þessum bransa,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira