„Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2019 13:38 Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ekki sannfærð um ágæti ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Dagurinn í dag er táknrænn fyrir framvindu Guðmundar og Geirfinnsmálsins sem því miður sér ekki enn fyrir endann á. Forsætisráðherra hefur boðað að færa Guðmundar- og Geirfinnsmálin aftur inn í þingsal. Ég er alls ekki sannfærð um þá leið,“ skrifar Þorgerður Katrín á Facebook síðu sína. Forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ríkisstjórnin samþykkti að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að svo virtist sem forsætisráðherra hefði gleymt málunum og sé nú að reyna að varpa ábyrgðinni yfir á þingið. Sjá nánar: Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ekki sýnt þeim áhuga „Ríkisstjórnin getur enn hysjað upp um sig buxurnar. Hún getur á skýran og ótvíræðan hátt afturkallað greinargerðina, ítrekað afsökunarbeiðni sína og viðurkennt sakir ríkisins og þess hryllings sem íslensks réttarkerfi hefur boðið þolendum málsins og afkomendum þeirra upp á,“ segir Þorgerður Katrín. Ríkisstjórnin verði að gera sér grein fyrir því að í þessu máli þurfi að greiða háar fjárhæðir. „Upp á framtíðina að gera. Þetta má ekki koma upp aftur. Aldrei. Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi þannig að grundvallarreglur réttarríkis verði ávallt hafðar í huga. Ekki stjórnmála eða kerfisins sjálfs. Ef ekki næst samkomulag um bætur getur sá þáttur komið til kasta dómstóla en það blasir við að þetta verða háar bótafjárhæðir.“ Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. „Það er hinsvegar enn tækifæri til að breyta þeirri staðreynd og dagurinn í dag væri tilvalinn til þess. Aðstæður núna snúast ekki um að bjarga andliti ríkisstjórnarinnar eða kerfisins heldur að gera það sem er rétt. Fyrir framtíðina, mennskuna og mannréttindi.“ Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00 Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 27. september 2019 12:51 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ekki sannfærð um ágæti ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Dagurinn í dag er táknrænn fyrir framvindu Guðmundar og Geirfinnsmálsins sem því miður sér ekki enn fyrir endann á. Forsætisráðherra hefur boðað að færa Guðmundar- og Geirfinnsmálin aftur inn í þingsal. Ég er alls ekki sannfærð um þá leið,“ skrifar Þorgerður Katrín á Facebook síðu sína. Forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ríkisstjórnin samþykkti að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að svo virtist sem forsætisráðherra hefði gleymt málunum og sé nú að reyna að varpa ábyrgðinni yfir á þingið. Sjá nánar: Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ekki sýnt þeim áhuga „Ríkisstjórnin getur enn hysjað upp um sig buxurnar. Hún getur á skýran og ótvíræðan hátt afturkallað greinargerðina, ítrekað afsökunarbeiðni sína og viðurkennt sakir ríkisins og þess hryllings sem íslensks réttarkerfi hefur boðið þolendum málsins og afkomendum þeirra upp á,“ segir Þorgerður Katrín. Ríkisstjórnin verði að gera sér grein fyrir því að í þessu máli þurfi að greiða háar fjárhæðir. „Upp á framtíðina að gera. Þetta má ekki koma upp aftur. Aldrei. Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi þannig að grundvallarreglur réttarríkis verði ávallt hafðar í huga. Ekki stjórnmála eða kerfisins sjálfs. Ef ekki næst samkomulag um bætur getur sá þáttur komið til kasta dómstóla en það blasir við að þetta verða háar bótafjárhæðir.“ Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. „Það er hinsvegar enn tækifæri til að breyta þeirri staðreynd og dagurinn í dag væri tilvalinn til þess. Aðstæður núna snúast ekki um að bjarga andliti ríkisstjórnarinnar eða kerfisins heldur að gera það sem er rétt. Fyrir framtíðina, mennskuna og mannréttindi.“
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00 Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 27. september 2019 12:51 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00
Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 27. september 2019 12:51
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00
Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39