„Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2019 13:38 Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ekki sannfærð um ágæti ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Dagurinn í dag er táknrænn fyrir framvindu Guðmundar og Geirfinnsmálsins sem því miður sér ekki enn fyrir endann á. Forsætisráðherra hefur boðað að færa Guðmundar- og Geirfinnsmálin aftur inn í þingsal. Ég er alls ekki sannfærð um þá leið,“ skrifar Þorgerður Katrín á Facebook síðu sína. Forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ríkisstjórnin samþykkti að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að svo virtist sem forsætisráðherra hefði gleymt málunum og sé nú að reyna að varpa ábyrgðinni yfir á þingið. Sjá nánar: Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ekki sýnt þeim áhuga „Ríkisstjórnin getur enn hysjað upp um sig buxurnar. Hún getur á skýran og ótvíræðan hátt afturkallað greinargerðina, ítrekað afsökunarbeiðni sína og viðurkennt sakir ríkisins og þess hryllings sem íslensks réttarkerfi hefur boðið þolendum málsins og afkomendum þeirra upp á,“ segir Þorgerður Katrín. Ríkisstjórnin verði að gera sér grein fyrir því að í þessu máli þurfi að greiða háar fjárhæðir. „Upp á framtíðina að gera. Þetta má ekki koma upp aftur. Aldrei. Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi þannig að grundvallarreglur réttarríkis verði ávallt hafðar í huga. Ekki stjórnmála eða kerfisins sjálfs. Ef ekki næst samkomulag um bætur getur sá þáttur komið til kasta dómstóla en það blasir við að þetta verða háar bótafjárhæðir.“ Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. „Það er hinsvegar enn tækifæri til að breyta þeirri staðreynd og dagurinn í dag væri tilvalinn til þess. Aðstæður núna snúast ekki um að bjarga andliti ríkisstjórnarinnar eða kerfisins heldur að gera það sem er rétt. Fyrir framtíðina, mennskuna og mannréttindi.“ Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00 Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 27. september 2019 12:51 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ekki sannfærð um ágæti ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Dagurinn í dag er táknrænn fyrir framvindu Guðmundar og Geirfinnsmálsins sem því miður sér ekki enn fyrir endann á. Forsætisráðherra hefur boðað að færa Guðmundar- og Geirfinnsmálin aftur inn í þingsal. Ég er alls ekki sannfærð um þá leið,“ skrifar Þorgerður Katrín á Facebook síðu sína. Forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ríkisstjórnin samþykkti að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að svo virtist sem forsætisráðherra hefði gleymt málunum og sé nú að reyna að varpa ábyrgðinni yfir á þingið. Sjá nánar: Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ekki sýnt þeim áhuga „Ríkisstjórnin getur enn hysjað upp um sig buxurnar. Hún getur á skýran og ótvíræðan hátt afturkallað greinargerðina, ítrekað afsökunarbeiðni sína og viðurkennt sakir ríkisins og þess hryllings sem íslensks réttarkerfi hefur boðið þolendum málsins og afkomendum þeirra upp á,“ segir Þorgerður Katrín. Ríkisstjórnin verði að gera sér grein fyrir því að í þessu máli þurfi að greiða háar fjárhæðir. „Upp á framtíðina að gera. Þetta má ekki koma upp aftur. Aldrei. Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi þannig að grundvallarreglur réttarríkis verði ávallt hafðar í huga. Ekki stjórnmála eða kerfisins sjálfs. Ef ekki næst samkomulag um bætur getur sá þáttur komið til kasta dómstóla en það blasir við að þetta verða háar bótafjárhæðir.“ Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. „Það er hinsvegar enn tækifæri til að breyta þeirri staðreynd og dagurinn í dag væri tilvalinn til þess. Aðstæður núna snúast ekki um að bjarga andliti ríkisstjórnarinnar eða kerfisins heldur að gera það sem er rétt. Fyrir framtíðina, mennskuna og mannréttindi.“
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00 Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 27. september 2019 12:51 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00
Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 27. september 2019 12:51
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00
Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent