Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2019 11:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðar frumvarp vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála. vísir/vilhelm Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Eins og fjallað hefur verið um skilaði ríkislögmaður inn greinargerð í síðustu viku í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af fimm sakborningum sem Hæstiréttur sýknaði í fyrra, og er bótakröfum hans upp á rúman milljarð króna hafnað og krafist sýknu. Þá hefur ekki tekist samkomulag við aðra sakborninga eða afkomendur þeirra. Í óundirbúnum fyrirspurnum sagði Katrín frá því að á morgun hyggst hún leggja fyrir ríkisstjórnina frumvarp sem hún mun svo mæla fyrir á Alþingi um heimild til bótagreiðslna til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar. Sagði Katrín að hún hefði kosið að samkomulag lægi fyrir en í ljósi umræðunnar þætti henni þessi leið hreinlegust og heiðarlegust. „Ég taldi hins vegar rétt í ljósi umræðunnar nú að það væri hreinlegast og heiðarlegast, í ljósi þess líka að margt virðist vera á huldu í opinberri umræðu, að Alþingi fengi bara frumvarp þar sem málið væri rakið frá upphafi til enda og Alþingi gæti þá tekið afstöðu til þess sem þar er lagt til samhliða því að haldið verði áfram sáttaumleitan. Það fannst mér hreinlegasta leiðin í þessu máli og þá leggjum við öll spil á borðið um þann grundvöll sem sáttanefndin vann samkvæmt. Það er ástæðan fyrir því að ég kem með þetta núna,“ sagði Katrín.Vill láta endurskoða vinnulagið í kringum greinargerðir ríkislögmanns Þá kom fram í svari hennar við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, að hún hefði ekki séð greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns en greinargerðin er vægast sagt umdeild. Hefur henni meðal annars verið lýst sem „ómanneskjulegri“ og „lögfræðilega ótækri“ af Páli Rúnar M. Kristjánssyni, lögmanni. Var greinargerðin send til kynningar í þremur ráðuneytum, forsætisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu og sagði Katrín að greinargerðin hefði ekki verið kynnt ráðherrunum sérstaklega. „Hún var ekki kynnt mér sérstaklega og ég las hana ekki,“ sagði Katrín. Þá svaraði hún því ekki beint, þrátt fyrir að vera ítrekað spurð að út í það, hvort hún væri sammála greinargerðinni heldur vísaði í það vinnulag sem hefur tíðkast varðandi greinargerðir ríkislögmanns. „Hér hefur vinnulagið verið með þeim hætti að ríkislögmaður hefur skilað inn greinargerðum og þær hafa yfirleitt ekki farið inn á borð ráðherra. Þannig er það bara. Það hefur verið vinnulagið og það er það sem ég vil láta endurskoða, þvert í Stjórnarráðinu með almennum hætti, ekki til þess að ráðherrar hafi pólitísk afskipti af dómsmálum, um það snýst ekki málið, heldur til þess að við uppfyllum það sem hefur verið gagnrýnt af hálfu umboðsmanns Alþingis að sé ekki, að framkvæmdarvaldið sé meðvitað um það hverju sinni til hvaða varna ríkislögmaður grípur. Það hefur ekki verið gert með fullnægjandi hætti og það þykir mér leitt en ég sé enga ástæðu til að fela neitt í þeim málum,“ sagði Katrín. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Eins og fjallað hefur verið um skilaði ríkislögmaður inn greinargerð í síðustu viku í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af fimm sakborningum sem Hæstiréttur sýknaði í fyrra, og er bótakröfum hans upp á rúman milljarð króna hafnað og krafist sýknu. Þá hefur ekki tekist samkomulag við aðra sakborninga eða afkomendur þeirra. Í óundirbúnum fyrirspurnum sagði Katrín frá því að á morgun hyggst hún leggja fyrir ríkisstjórnina frumvarp sem hún mun svo mæla fyrir á Alþingi um heimild til bótagreiðslna til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar. Sagði Katrín að hún hefði kosið að samkomulag lægi fyrir en í ljósi umræðunnar þætti henni þessi leið hreinlegust og heiðarlegust. „Ég taldi hins vegar rétt í ljósi umræðunnar nú að það væri hreinlegast og heiðarlegast, í ljósi þess líka að margt virðist vera á huldu í opinberri umræðu, að Alþingi fengi bara frumvarp þar sem málið væri rakið frá upphafi til enda og Alþingi gæti þá tekið afstöðu til þess sem þar er lagt til samhliða því að haldið verði áfram sáttaumleitan. Það fannst mér hreinlegasta leiðin í þessu máli og þá leggjum við öll spil á borðið um þann grundvöll sem sáttanefndin vann samkvæmt. Það er ástæðan fyrir því að ég kem með þetta núna,“ sagði Katrín.Vill láta endurskoða vinnulagið í kringum greinargerðir ríkislögmanns Þá kom fram í svari hennar við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, að hún hefði ekki séð greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns en greinargerðin er vægast sagt umdeild. Hefur henni meðal annars verið lýst sem „ómanneskjulegri“ og „lögfræðilega ótækri“ af Páli Rúnar M. Kristjánssyni, lögmanni. Var greinargerðin send til kynningar í þremur ráðuneytum, forsætisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu og sagði Katrín að greinargerðin hefði ekki verið kynnt ráðherrunum sérstaklega. „Hún var ekki kynnt mér sérstaklega og ég las hana ekki,“ sagði Katrín. Þá svaraði hún því ekki beint, þrátt fyrir að vera ítrekað spurð að út í það, hvort hún væri sammála greinargerðinni heldur vísaði í það vinnulag sem hefur tíðkast varðandi greinargerðir ríkislögmanns. „Hér hefur vinnulagið verið með þeim hætti að ríkislögmaður hefur skilað inn greinargerðum og þær hafa yfirleitt ekki farið inn á borð ráðherra. Þannig er það bara. Það hefur verið vinnulagið og það er það sem ég vil láta endurskoða, þvert í Stjórnarráðinu með almennum hætti, ekki til þess að ráðherrar hafi pólitísk afskipti af dómsmálum, um það snýst ekki málið, heldur til þess að við uppfyllum það sem hefur verið gagnrýnt af hálfu umboðsmanns Alþingis að sé ekki, að framkvæmdarvaldið sé meðvitað um það hverju sinni til hvaða varna ríkislögmaður grípur. Það hefur ekki verið gert með fullnægjandi hætti og það þykir mér leitt en ég sé enga ástæðu til að fela neitt í þeim málum,“ sagði Katrín.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03