Ný skýrsla leiðir í ljós villandi sjónarhorn á fjölgun öryrkja Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2019 12:00 Kolbeinn H. Stefánsson, doktor í félagsfræði. Vísir/Egill Eitthvað í lífshlaupi kvenna gerir það að verkum að þær eru mun líklegri til að fara á örorku heldur en karlar. Sá munur eykst eftir því sem líður á ævina en þetta er niðurstaða nýrrar skýrslur doktors í félagsfræði sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Skýrsluna má lesa hér. Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum en breytingin yfir það tímabil gefur villandi mynd af þróun undanfarinnar ára. Þetta kemur fram í skýrslu Kolbeins H. Stefánssonar, doktors í félagsfræði, sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið. Raunar hægði á fjölguninni eftir 2005 og benda nýjustu gögn enn fremur til að það hafi hægt enn frekar á henni frá árinu 2017. Villandi sjónarhorn Kolbeinn segir að ef stjórnvöld ætli sér að bregðast við þessar fjöldaþróun yfir þetta langa tímabil þá sé verið að bregðast við þróun sem átti sér stað fyrir 15 til 25 árum. „Þeir hlutir svo aftur eru kannski þess eðlis að það var ekkert til að bregðast við. Það urðu þarna breytingar til dæmis á kerfinu sem gerði það kleift fyrir heimavinnandi konur að fá örorkulífeyri og fleira slíkt. Kerfið varð betur í stakk búið til að takast á við geðraskanir, þannig að það er svolítið villandi að taka þetta sjónarhorn,“ segir Kolbeinn. Litið á öryrkja sem bókhaldsstærð Hann segir skýrsluna sýna að horfa eigi frekar til þeirra samfélagslegu þátta sem leiða til þess að fólk missir starfsgetuna. „Það fer stundum þannig að við ræðum öryrkja eins og þeir séu fyrst og fremst bókhaldsstærð og höfum áhyggjur af fjölgun eða þróun út frá kostnaði fremur en að horfast í augu við að bak við þessar tölur eru einstaklingar, atburðir og langvarandi ástand sem leiða að þessari niðurstöðu,“ segir Kolbeinn. Konur líklegri til að fara á örorku Því hefur verið haldið fram að fjölgun örorkulífeyrisþega megi að mestu rekja til ungra karla. Hefur það hlutfall vissulega hækkað á síðastliðnum áratug en stærsti hluti fjölgunar örorkulífeyrisþega er rakinn til kvenna 50 ára og eldri, eða rúm 42 prósent. Kolbeinn segir ljóst að eitthvað í lífshlaupi kvenna geri það að verkum að þær eru líklegri til að fara á örorku en karlar. Aðeins tilgátur geti útskýrt hvað það er á þessum tímapunkti. „Konur eru líklegri til að vinna andlega og líkamlega slítandi umönnunarstörf. Þær eru líklegri til að bera þungan af heimilishaldi og umönnun barna, þær eru líklegri til að búa við fátækt, kynbundið ofbeldi og fleiri þætti sem leiða til þess að fólk endar sem öryrkjar.“ Félagsmál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Eitthvað í lífshlaupi kvenna gerir það að verkum að þær eru mun líklegri til að fara á örorku heldur en karlar. Sá munur eykst eftir því sem líður á ævina en þetta er niðurstaða nýrrar skýrslur doktors í félagsfræði sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Skýrsluna má lesa hér. Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum en breytingin yfir það tímabil gefur villandi mynd af þróun undanfarinnar ára. Þetta kemur fram í skýrslu Kolbeins H. Stefánssonar, doktors í félagsfræði, sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið. Raunar hægði á fjölguninni eftir 2005 og benda nýjustu gögn enn fremur til að það hafi hægt enn frekar á henni frá árinu 2017. Villandi sjónarhorn Kolbeinn segir að ef stjórnvöld ætli sér að bregðast við þessar fjöldaþróun yfir þetta langa tímabil þá sé verið að bregðast við þróun sem átti sér stað fyrir 15 til 25 árum. „Þeir hlutir svo aftur eru kannski þess eðlis að það var ekkert til að bregðast við. Það urðu þarna breytingar til dæmis á kerfinu sem gerði það kleift fyrir heimavinnandi konur að fá örorkulífeyri og fleira slíkt. Kerfið varð betur í stakk búið til að takast á við geðraskanir, þannig að það er svolítið villandi að taka þetta sjónarhorn,“ segir Kolbeinn. Litið á öryrkja sem bókhaldsstærð Hann segir skýrsluna sýna að horfa eigi frekar til þeirra samfélagslegu þátta sem leiða til þess að fólk missir starfsgetuna. „Það fer stundum þannig að við ræðum öryrkja eins og þeir séu fyrst og fremst bókhaldsstærð og höfum áhyggjur af fjölgun eða þróun út frá kostnaði fremur en að horfast í augu við að bak við þessar tölur eru einstaklingar, atburðir og langvarandi ástand sem leiða að þessari niðurstöðu,“ segir Kolbeinn. Konur líklegri til að fara á örorku Því hefur verið haldið fram að fjölgun örorkulífeyrisþega megi að mestu rekja til ungra karla. Hefur það hlutfall vissulega hækkað á síðastliðnum áratug en stærsti hluti fjölgunar örorkulífeyrisþega er rakinn til kvenna 50 ára og eldri, eða rúm 42 prósent. Kolbeinn segir ljóst að eitthvað í lífshlaupi kvenna geri það að verkum að þær eru líklegri til að fara á örorku en karlar. Aðeins tilgátur geti útskýrt hvað það er á þessum tímapunkti. „Konur eru líklegri til að vinna andlega og líkamlega slítandi umönnunarstörf. Þær eru líklegri til að bera þungan af heimilishaldi og umönnun barna, þær eru líklegri til að búa við fátækt, kynbundið ofbeldi og fleiri þætti sem leiða til þess að fólk endar sem öryrkjar.“
Félagsmál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira