Af kolefnisfótspori sauðfjárræktar á Íslandi Þórólfur Matthíasson skrifar 26. september 2019 07:00 Sumarið 2019 brá svo við að stórar verslanakeðjur gátu ekki boðið viðskiptavinum sínum lambakjöt á grillið svo vikum skipti. Kjötheildsalar sá þann leik einan í stöðunni að flytja inn nokkuð magn ný-sjálensks lambakjöts. Að því tilefni skrifaði fyrrverandi landbúnaðarráðherra harðorða grein í Fréttablaðið þann 29. ágúst 2019 þar sem umhverfisráðherra er beðinn að reikna út kolefnisfótspor þess að flytja 100 tonn af lambakjöti frá Nýja-Sjálandi til Íslands. Umhverfisráðuneytið hefur ekki birt slíka reikninga enn sem komið er. Ég vil því reyna að aðstoða ráðherrann fyrrverandi við að finna lausn á reikningsdæminu. Árið 2017 fengu Landssamtök sauðfjárbænda ráðgjafarfyrirtækið Environice til að meta kolefnisfótspor ræktunar sauðfjárbúa á Íslandi. Niðurstaða þeirrar úttektar eru að ræktun „frá vöggu að brúsapalli“ losi 28,6 kg CO2-ígilda á hvert kíló lambakjöts. Flutningur innanlands og frekari vinnsla hækkar síðan þessa tölu. Samanburðarhæfar tölur um losun á ný-sjálenskum búum benda til að losun þar sé um 19 kg CO2-ígilda á hvert kg. Aðrar heimildir benda til CO2-ígildalosun flutnings frá Nýja-Sjálandi til Evrópu svari til 4 kg á hvert lambakjötskíló. Heildarkolefnislosun ný-sjálensku tonnanna 100 sem ráðherrann fyrrverandi spyr um er því sem nemur 2.300 tonnum af CO2-ígildum. Framleiðsla 100 tonna af íslensku lambakjöti losar til samanburðar 2.860 tonn af CO2-ígildum. Með því að minnka íslenska framleiðslu á lambakjöti um 100 tonn og flytja kjötið þess í stað beint frá Nýja-Sjálandi má draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem svarar 560 tonnum af CO2-ígildum! Sé þessi reiknilopi teygður áfram má geta þess að Ísland framleiðir 9.000 tonn af lambakjöti árlega. Innanlandsneyslan er hins vegar um 6.000 tonn. Það er því einfalt reikningsdæmi að væri alfarið hætt að framleiða íslenskt lambakjöt og kjötið þess í stað flutt inn frá Nýja-Sjálandi myndi myndast jákvæð inneign í CO2-búskap heimsins sem svarar tæpum 120 þúsund tonnum af CO2-ígildum! Það jafngildir um fimmtungi allrar losunar frá landbúnaði árið 2017! Það hefur lengi verið kappsmál forsvarsmanna í íslenskum landbúnaði að finna fleiri markaði fyrir íslenkst lambakjöt. Þannig fagna Landssamtök sauðfjárbænda sérstaklega undirritun viðskiptasamnings við Kína 7. september 2018 með þeirri fullyrðingu að með samningnum sé mikilvægri hindrun fyrir flutningi lambakjöts til Kína verið rutt úr vegi. Grillkjötsskort sumarsins má reyndar skýra með miklum útflutningi lambahryggja til Japan og Víetnam (sjá grein Andrésar Magnússonar í Fréttablaðinu 29. ágúst 2019). Spurning landbúnaðarráðherrans um kolefnisfótspor innflutts (og þar með útflutts) lambakjöts setur þessar útflutningsáherslur forsvarsmanna landbúnaðarins í nýtt og fremur óhagstætt ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Loftslagsmál Þórólfur Matthíasson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Sumarið 2019 brá svo við að stórar verslanakeðjur gátu ekki boðið viðskiptavinum sínum lambakjöt á grillið svo vikum skipti. Kjötheildsalar sá þann leik einan í stöðunni að flytja inn nokkuð magn ný-sjálensks lambakjöts. Að því tilefni skrifaði fyrrverandi landbúnaðarráðherra harðorða grein í Fréttablaðið þann 29. ágúst 2019 þar sem umhverfisráðherra er beðinn að reikna út kolefnisfótspor þess að flytja 100 tonn af lambakjöti frá Nýja-Sjálandi til Íslands. Umhverfisráðuneytið hefur ekki birt slíka reikninga enn sem komið er. Ég vil því reyna að aðstoða ráðherrann fyrrverandi við að finna lausn á reikningsdæminu. Árið 2017 fengu Landssamtök sauðfjárbænda ráðgjafarfyrirtækið Environice til að meta kolefnisfótspor ræktunar sauðfjárbúa á Íslandi. Niðurstaða þeirrar úttektar eru að ræktun „frá vöggu að brúsapalli“ losi 28,6 kg CO2-ígilda á hvert kíló lambakjöts. Flutningur innanlands og frekari vinnsla hækkar síðan þessa tölu. Samanburðarhæfar tölur um losun á ný-sjálenskum búum benda til að losun þar sé um 19 kg CO2-ígilda á hvert kg. Aðrar heimildir benda til CO2-ígildalosun flutnings frá Nýja-Sjálandi til Evrópu svari til 4 kg á hvert lambakjötskíló. Heildarkolefnislosun ný-sjálensku tonnanna 100 sem ráðherrann fyrrverandi spyr um er því sem nemur 2.300 tonnum af CO2-ígildum. Framleiðsla 100 tonna af íslensku lambakjöti losar til samanburðar 2.860 tonn af CO2-ígildum. Með því að minnka íslenska framleiðslu á lambakjöti um 100 tonn og flytja kjötið þess í stað beint frá Nýja-Sjálandi má draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem svarar 560 tonnum af CO2-ígildum! Sé þessi reiknilopi teygður áfram má geta þess að Ísland framleiðir 9.000 tonn af lambakjöti árlega. Innanlandsneyslan er hins vegar um 6.000 tonn. Það er því einfalt reikningsdæmi að væri alfarið hætt að framleiða íslenskt lambakjöt og kjötið þess í stað flutt inn frá Nýja-Sjálandi myndi myndast jákvæð inneign í CO2-búskap heimsins sem svarar tæpum 120 þúsund tonnum af CO2-ígildum! Það jafngildir um fimmtungi allrar losunar frá landbúnaði árið 2017! Það hefur lengi verið kappsmál forsvarsmanna í íslenskum landbúnaði að finna fleiri markaði fyrir íslenkst lambakjöt. Þannig fagna Landssamtök sauðfjárbænda sérstaklega undirritun viðskiptasamnings við Kína 7. september 2018 með þeirri fullyrðingu að með samningnum sé mikilvægri hindrun fyrir flutningi lambakjöts til Kína verið rutt úr vegi. Grillkjötsskort sumarsins má reyndar skýra með miklum útflutningi lambahryggja til Japan og Víetnam (sjá grein Andrésar Magnússonar í Fréttablaðinu 29. ágúst 2019). Spurning landbúnaðarráðherrans um kolefnisfótspor innflutts (og þar með útflutts) lambakjöts setur þessar útflutningsáherslur forsvarsmanna landbúnaðarins í nýtt og fremur óhagstætt ljós.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun