Handbolti

Helena Rut hvílir gegn Króatíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rut Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu eiga erfitt verkefni fyrir höndum gegn Króatíu í dag.
Rut Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu eiga erfitt verkefni fyrir höndum gegn Króatíu í dag. vísir/ernir
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik í undankeppni EM 2020 þegar það mætir Króatíu í Osijek klukkan 16:00.

Þetta er fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Arnars Péturssonar. Hann tók við liðinu af Axel Stefánssyni í sumar.

Arnar hefur valið þá 16 leikmenn sem taka þátt í leiknum í Osijek. Helena Rut Örvarsdóttir er utan hóps í dag.

Á sunnudaginn fær Ísland heims- og Evrópumeistara Frakklands í heimsókn. Auk Íslands, Króatíu og Frakklands er Tyrkland í riðlinum.

Hægt verður að fylgjast með leik Króatíu og Íslands í beinni textalýsingu á Vísi.

Leikmannahópur Íslands í dag:

Markverðir:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir

Íris Björk Símonardóttir

Aðrir leikmenn:

Perla Ruth Albertsdóttir

Steinunn Björnsdóttir

Eva Björk Davíðsdótir

Hildigunnur Einarsdóttir

Birna Berg Haraldsdóttir

Sigríður Hauksdóttir

Andrea Jacobsen

Rut Jónsdóttir

Karen Knútsdóttir

Díana Dögg Magnúsdóttir

Ester Óskarsdóttir

Þórey Rósa Stefánsdóttir

Thea Imani Sturludóttir

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×