Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2019 17:23 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Sakar hún forsætisráðherra um að reyna að „þvo alfarið hendur sínar,“ með því að fela sig á bak við það að það sé ríkislögmaður sem reki málið fyrir hönd ríkisins. Tilefnið er greinagerð ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins í greinagerðinni að Guðjón eigi sjálfur að hluta til sök á því að hann var ranglega dæmdur. „Skjólstæðingur ríkislögmanns er íslenska ríkið og fer forsætisráðherra með málefni embættisins. Í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er settur ríkislögmaður þess vegna að koma fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og er því ómögulegt fyrir hæstvirtan forsætisráðherra að þvo alfarið hendur sínar af því sem þar er gert,“ sagði Helga Vala við upphaf þingfundar á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum um störf þingsins.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Vék hún orðum sínum sérstaklega að fréttatilkynningu sem forsætisráðuneytið birti í kjölfar umfjöllunar um greinagerð ríkislögmanns þar sem áréttað er að ríkislögmaður annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu. Hann hafi almennt forræði á kröfugerð og framsetningu málsvarnar og þá er ítrekað í fréttatilkynningunni að ríkisstjórnin hafi stefnt að sáttum í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Fréttatilkynning sem send var frá forsætisráðuneyti í kjölfar birtingar á greinargerð íslenska ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar er því í meira lagi óheppileg svo vægt sé til orða tekið því á henni má skilja að sá aðili sem er í dómsmálinu telji sig enga ábyrgð bera á framsetningu málsins,“ sagði Helga Vala. Það sé vissulega ríkislögmaður sem annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu en rétt er eins og í öðrum málum sé það þannig að það sé aðilinn sjálfur, í þessu tilfelli ríkið, sem er í dómsmálinu en ekki lögmaðurinn. „Sá hvítþvottur sem að hæstvirtur forsætisráðherra setti fram á eigin embætti á föstudaginn var sýndi okkur því miður annað tveggja; áhugaleysi hennar á málinu, hafi hún ekki fylgt því eftir og/eða ábyrgðarleysi sem hún samkvæmt lögum um stjórnarráð má ekki sýna,“ sagði Helga Vala. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að gera sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvald í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Helga Vala er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins "Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ 23. september 2019 17:24 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Sakar hún forsætisráðherra um að reyna að „þvo alfarið hendur sínar,“ með því að fela sig á bak við það að það sé ríkislögmaður sem reki málið fyrir hönd ríkisins. Tilefnið er greinagerð ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins í greinagerðinni að Guðjón eigi sjálfur að hluta til sök á því að hann var ranglega dæmdur. „Skjólstæðingur ríkislögmanns er íslenska ríkið og fer forsætisráðherra með málefni embættisins. Í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er settur ríkislögmaður þess vegna að koma fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og er því ómögulegt fyrir hæstvirtan forsætisráðherra að þvo alfarið hendur sínar af því sem þar er gert,“ sagði Helga Vala við upphaf þingfundar á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum um störf þingsins.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Vék hún orðum sínum sérstaklega að fréttatilkynningu sem forsætisráðuneytið birti í kjölfar umfjöllunar um greinagerð ríkislögmanns þar sem áréttað er að ríkislögmaður annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu. Hann hafi almennt forræði á kröfugerð og framsetningu málsvarnar og þá er ítrekað í fréttatilkynningunni að ríkisstjórnin hafi stefnt að sáttum í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Fréttatilkynning sem send var frá forsætisráðuneyti í kjölfar birtingar á greinargerð íslenska ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar er því í meira lagi óheppileg svo vægt sé til orða tekið því á henni má skilja að sá aðili sem er í dómsmálinu telji sig enga ábyrgð bera á framsetningu málsins,“ sagði Helga Vala. Það sé vissulega ríkislögmaður sem annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu en rétt er eins og í öðrum málum sé það þannig að það sé aðilinn sjálfur, í þessu tilfelli ríkið, sem er í dómsmálinu en ekki lögmaðurinn. „Sá hvítþvottur sem að hæstvirtur forsætisráðherra setti fram á eigin embætti á föstudaginn var sýndi okkur því miður annað tveggja; áhugaleysi hennar á málinu, hafi hún ekki fylgt því eftir og/eða ábyrgðarleysi sem hún samkvæmt lögum um stjórnarráð má ekki sýna,“ sagði Helga Vala. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að gera sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvald í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Helga Vala er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins "Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ 23. september 2019 17:24 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins "Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ 23. september 2019 17:24
„Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32
Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00