Dómsmálaráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2019 15:44 Áslaug Arna ræðir við fjölmiðla við stjórnarráðið í morgun. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan níu í fyrramálið til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Þetta staðfestir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu en tilefnið er vantraustyfirlýsing lögreglustjóra og Landssambands lögreglumanna á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Átta af níu lögreglustjórum á landinu lýstu yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra í gær og sagði embættið óstarfhæft. Landsamband lögreglumanna tók í sama streng og vilja að Haraldur stígi til hliðar. Hann hefur gegnt embættinu frá árinu í 1998. „Ég held að þetta sé fordæmalaus staða og ég held að það segi sitt að jafn háttsettir og grandvarðir embættismenn og raun ber vitni eru að leggja fram vantrauststillögu, ég held að þetta hljóti að vera örþrifaráð og segja sína sögu um að mikið hljóti að hafa gengið á fram að þessu til þess að þetta sé niðurstaðan,“ segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarÞórhildur Sunna segir stöðuna grafalvarlega og lýsir undran sinni yfir því hve vægt dómsmálaráðherra hafi tekið til orða í samtali við fjölmiðla í morgun varðandi vantraustsyfirlýsinguna. Fullt tilefni sé til þess að ráðherra komi fyrir nefndina og svari spurningum nefndarmanna um þá stöðu sem upp er komin. „Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna við fjölmiðla í morgun. Haraldur hefði ekki ljáð máls á því að stíga til hliðar og hann yrði áfram ríkislögreglustjóri. Niðurstöðu vinnu í ráðuneytinu væri að vænta innan nokkurra vikna. Þá vildi Áslaug ekki upplýsa hvað fór fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. „Það kom mér á óvart að hún tæki ekki sterkar til orða þegar kom að þessum vantraustsyfirlýsingum. Hún talar um að lögreglan verði að starfa þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar og boðar skipulagsbreytingar og fundar með ríkislögreglustjóra en gefur ekki til kynna hvert hennar álit er á þessum vantraustsyfirlýsingum eða hvað eigi að gera í kjölfarið á þeim,“ segir Þórhildur Sunna.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir „Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan níu í fyrramálið til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Þetta staðfestir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu en tilefnið er vantraustyfirlýsing lögreglustjóra og Landssambands lögreglumanna á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Átta af níu lögreglustjórum á landinu lýstu yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra í gær og sagði embættið óstarfhæft. Landsamband lögreglumanna tók í sama streng og vilja að Haraldur stígi til hliðar. Hann hefur gegnt embættinu frá árinu í 1998. „Ég held að þetta sé fordæmalaus staða og ég held að það segi sitt að jafn háttsettir og grandvarðir embættismenn og raun ber vitni eru að leggja fram vantrauststillögu, ég held að þetta hljóti að vera örþrifaráð og segja sína sögu um að mikið hljóti að hafa gengið á fram að þessu til þess að þetta sé niðurstaðan,“ segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarÞórhildur Sunna segir stöðuna grafalvarlega og lýsir undran sinni yfir því hve vægt dómsmálaráðherra hafi tekið til orða í samtali við fjölmiðla í morgun varðandi vantraustsyfirlýsinguna. Fullt tilefni sé til þess að ráðherra komi fyrir nefndina og svari spurningum nefndarmanna um þá stöðu sem upp er komin. „Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna við fjölmiðla í morgun. Haraldur hefði ekki ljáð máls á því að stíga til hliðar og hann yrði áfram ríkislögreglustjóri. Niðurstöðu vinnu í ráðuneytinu væri að vænta innan nokkurra vikna. Þá vildi Áslaug ekki upplýsa hvað fór fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. „Það kom mér á óvart að hún tæki ekki sterkar til orða þegar kom að þessum vantraustsyfirlýsingum. Hún talar um að lögreglan verði að starfa þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar og boðar skipulagsbreytingar og fundar með ríkislögreglustjóra en gefur ekki til kynna hvert hennar álit er á þessum vantraustsyfirlýsingum eða hvað eigi að gera í kjölfarið á þeim,“ segir Þórhildur Sunna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir „Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00
Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent