iPhone sem féll úr flugvél yfir Skaftárdal fannst í ágætu ástandi ári síðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2019 15:01 Haukur við flugvél sína TF ULF. Myndin var einmitt tekin með iPhone 6S símanum nokkrum dögum áður en hann glataðist í fyrra. Haukur Snorrason Haukur Snorrason flugmaður var á flugi í vél sinni TF ULF yfir Skaftárdal í ágúst í fyrra þegar hann missti síma sinn út úr flugvélinni. Í gær hringdi svo síminn sem hann keypti í stað þess sem glataðist. Göngufólk hafði fundið símann og það sem meira er - hann virðist í fínu ástandi. Haukur segist í samtali við Vísi hafa verið á flugi yfir Skaftárdalnum til að virða fyrir sér hlaupið sem orðið hafði í Skaftá. „Ég var búinn að vera að taka nokkur vídeó út um lítinn gluggann á vélinni, var að gera þetta í fyrsta skipti,“ segir Haukur sem rekur fyrirtækið Icelandic Photo tours. „Svo fer ég í beygju, færist nær loftstraumnum og hann fýkur úr höndinni minni um leið,“ segir Haukur um aðdraganda þess að síminn glataðist í fyrra. Haukur var að taka myndband þegar hann missti tak á símanum. Síminn hélt áfram að taka upp myndbandið í háloftunum og eftir að hann féll til jarðar eins og sjá má að neðan.Klippa: iPhone 6S fellur úr flugvélLeit skilaði engu Hann var þó ekki tilbúinn að gefa upp alla von enda kom á daginn að síminn hringdi hvar sem hann var niðurkominn. „Svo það hlaut að vera í lagi með hann.“ Haukur er kunnugur staðháttum og hringdi í fólk á svæðinu sem gerði leit að símanum, án árangurs. „Ég gleymdi þessu svo bara og keypti mér annan síma.“ Leið svo ár.Ekki daglegt brauð Haukur segir að Íslendingar hafi verið á svæðinu um miðjan september en réttardagur var einmitt 14. september. Þá fari fólk í göngu á þetta svæði og gangi hreinlega fram á símann. Þau skellu honum í hleðslu og við blasti: „Haukur's iphone“. Fólkið minntist þá þess þegar Haukur hafði ári fyrr lýst eftir síma sínum. Þeim hafði ekki dottið í hug að síminn væri hans heldur reiknuðu þau með að einhver hlyti nýlega að hafa misst símann í mosann. Haukur þakkar mosanum annars vegar fyrir gott ástand símans nú ári síðar, eftir allan snjóinn og rigninguna sem hefur dunið á símanum. „Svo er hann með ljótri plasthlíf, það er hliðin sem snýr upp.“ Haukur getur farið á netið, sent tölvupósta, tekið myndir en enn sem komið er heyrist ekki í honum þegar hann hringir í fólk. Þó næst samband og ekki útilokað að hægt sé að leysa það vandamál. Hann hlær að þessu öllu saman. „Það er ekki oft sem maður missir símann út úr flugvél og finnur hann aftur,“ segir Haukur og skellir upp úr. Fréttir af flugi Skaftárhreppur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Haukur Snorrason flugmaður var á flugi í vél sinni TF ULF yfir Skaftárdal í ágúst í fyrra þegar hann missti síma sinn út úr flugvélinni. Í gær hringdi svo síminn sem hann keypti í stað þess sem glataðist. Göngufólk hafði fundið símann og það sem meira er - hann virðist í fínu ástandi. Haukur segist í samtali við Vísi hafa verið á flugi yfir Skaftárdalnum til að virða fyrir sér hlaupið sem orðið hafði í Skaftá. „Ég var búinn að vera að taka nokkur vídeó út um lítinn gluggann á vélinni, var að gera þetta í fyrsta skipti,“ segir Haukur sem rekur fyrirtækið Icelandic Photo tours. „Svo fer ég í beygju, færist nær loftstraumnum og hann fýkur úr höndinni minni um leið,“ segir Haukur um aðdraganda þess að síminn glataðist í fyrra. Haukur var að taka myndband þegar hann missti tak á símanum. Síminn hélt áfram að taka upp myndbandið í háloftunum og eftir að hann féll til jarðar eins og sjá má að neðan.Klippa: iPhone 6S fellur úr flugvélLeit skilaði engu Hann var þó ekki tilbúinn að gefa upp alla von enda kom á daginn að síminn hringdi hvar sem hann var niðurkominn. „Svo það hlaut að vera í lagi með hann.“ Haukur er kunnugur staðháttum og hringdi í fólk á svæðinu sem gerði leit að símanum, án árangurs. „Ég gleymdi þessu svo bara og keypti mér annan síma.“ Leið svo ár.Ekki daglegt brauð Haukur segir að Íslendingar hafi verið á svæðinu um miðjan september en réttardagur var einmitt 14. september. Þá fari fólk í göngu á þetta svæði og gangi hreinlega fram á símann. Þau skellu honum í hleðslu og við blasti: „Haukur's iphone“. Fólkið minntist þá þess þegar Haukur hafði ári fyrr lýst eftir síma sínum. Þeim hafði ekki dottið í hug að síminn væri hans heldur reiknuðu þau með að einhver hlyti nýlega að hafa misst símann í mosann. Haukur þakkar mosanum annars vegar fyrir gott ástand símans nú ári síðar, eftir allan snjóinn og rigninguna sem hefur dunið á símanum. „Svo er hann með ljótri plasthlíf, það er hliðin sem snýr upp.“ Haukur getur farið á netið, sent tölvupósta, tekið myndir en enn sem komið er heyrist ekki í honum þegar hann hringir í fólk. Þó næst samband og ekki útilokað að hægt sé að leysa það vandamál. Hann hlær að þessu öllu saman. „Það er ekki oft sem maður missir símann út úr flugvél og finnur hann aftur,“ segir Haukur og skellir upp úr.
Fréttir af flugi Skaftárhreppur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira