Demi Moore nauðgað þegar hún var 15 ára Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 08:18 Demi Moore skaust upp á stjörnuhimininn í Hollywood á níunda áratugnum. vísir/getty Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var 15 ára gömul. Nauðgunin átti sér stað á heimili hennar og segir Moore að eftir að maðurinn hafi lokið sér af hafi hann sagt henni að hann hafi borgað móður hennar 500 dollara fyrir aðgang að dótturinni. Moore, sem var skaust upp á stjörnuhimininn á níunda áratug síðustu aldar og var ein skærasta stjarna þess tíunda, greindi frá þessu í viðtali við Diane Sawyer í morgunþættinum Good Morning America. Moore var í þættinum til þess að kynna æviminningar sínar sem hún kallar Inside Out. „Þetta var nauðgun. Þetta voru líka hræðileg svik sem komu í ljós við þessa hræðilegu spurningu mannsins: hvernig líður þér með það að mamma þín hafi selt þig fyrir 500 dollara?“ skrifar Moore í bók sinni. Móðir Moore var alkóhólisti sem að sögn dótturinnar tók hana með sér á bari þegar Moore var orðin unglingur til þess að menn gætu glápt á hana. Móðirin lést árið 1998.Moore ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Bruce Willis, og dóttur þeirra, Rumer.vísir/gettyBjargaði móður sinni eftir að hún reyndi að svipta sig lífi Sawyer spurði Moore hvort hún hafi trúað manninum. „Ég held, djúpt í hjarta mínu, að nei, ég hafi ekki trúað honum. Ég held ekki að þetta hafi verið svona bein viðskipti. En hún gaf honum vissulega aðgang að mér og kom mér í skaðlegar aðstæður,“ svaraði Moore. Þá sagði leikkonan frá því að móðir hennar hefði fyrst reynt að svipta sig lífi þegar hún var 12 ára. Moore kom henni til hjálpar og það bjargaði lífi hennar. „Ég man að ég var að nota fingurna mína, þessa litlu krakkaputta, til þess að ná pillunum sem móðir mín hafði reynt að taka inn úr munninum á henni.“ Að sögn Moore reyndi móðir hennar oft að svipta sig lífi eftir þetta. „Æska mín var búin. Þetta var augnablik sem breytti lífi mínu.“Moore og Ashton Kutcher voru gift í átta ár.vísir/gettyTýndi sjálfri sér Í bókinni segir Moore frá sinni eigin baráttu við fíknina. Hún fór í meðferð á miðjum níunda áratugnum þar sem hún var háð fíkniefnum og áfengi og í viðtalinu við Sawyer ræddi hún hvernig líf hennar raknaði upp, ef svo má að orði komast, þegar hún skildi við Ashton Kutcher árið 2012. Um svipað leyti hættu dætur hennar þrjár, sem hún á með Bruce Willis, að tala við hana. Auk þess var líkamlegt ásigkomulag Moore ekki gott, hún var til dæmis ekki nema 46 kíló. Þá leið yfir hana í partýi eftir hún hafði tekið inn fíkniefni. „Ég held að aðalspurningin fyrir mig á þessum tíma hafi verið hvernig ég komst á þennan stað. Ég varð blind á aðstæðurnar og ég týndi sjálfri mér,“ sagði Moore við Sawyer. Á endanum fór Moore í meðferð og sættist við fjölskyldu sína. Hún hóf svo vinnuna við æviminningarnar fyrir tveimur árum en hún hafði upphaflega samþykkt að skrifa bókina árið 2012. Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Sjá meira
Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var 15 ára gömul. Nauðgunin átti sér stað á heimili hennar og segir Moore að eftir að maðurinn hafi lokið sér af hafi hann sagt henni að hann hafi borgað móður hennar 500 dollara fyrir aðgang að dótturinni. Moore, sem var skaust upp á stjörnuhimininn á níunda áratug síðustu aldar og var ein skærasta stjarna þess tíunda, greindi frá þessu í viðtali við Diane Sawyer í morgunþættinum Good Morning America. Moore var í þættinum til þess að kynna æviminningar sínar sem hún kallar Inside Out. „Þetta var nauðgun. Þetta voru líka hræðileg svik sem komu í ljós við þessa hræðilegu spurningu mannsins: hvernig líður þér með það að mamma þín hafi selt þig fyrir 500 dollara?“ skrifar Moore í bók sinni. Móðir Moore var alkóhólisti sem að sögn dótturinnar tók hana með sér á bari þegar Moore var orðin unglingur til þess að menn gætu glápt á hana. Móðirin lést árið 1998.Moore ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Bruce Willis, og dóttur þeirra, Rumer.vísir/gettyBjargaði móður sinni eftir að hún reyndi að svipta sig lífi Sawyer spurði Moore hvort hún hafi trúað manninum. „Ég held, djúpt í hjarta mínu, að nei, ég hafi ekki trúað honum. Ég held ekki að þetta hafi verið svona bein viðskipti. En hún gaf honum vissulega aðgang að mér og kom mér í skaðlegar aðstæður,“ svaraði Moore. Þá sagði leikkonan frá því að móðir hennar hefði fyrst reynt að svipta sig lífi þegar hún var 12 ára. Moore kom henni til hjálpar og það bjargaði lífi hennar. „Ég man að ég var að nota fingurna mína, þessa litlu krakkaputta, til þess að ná pillunum sem móðir mín hafði reynt að taka inn úr munninum á henni.“ Að sögn Moore reyndi móðir hennar oft að svipta sig lífi eftir þetta. „Æska mín var búin. Þetta var augnablik sem breytti lífi mínu.“Moore og Ashton Kutcher voru gift í átta ár.vísir/gettyTýndi sjálfri sér Í bókinni segir Moore frá sinni eigin baráttu við fíknina. Hún fór í meðferð á miðjum níunda áratugnum þar sem hún var háð fíkniefnum og áfengi og í viðtalinu við Sawyer ræddi hún hvernig líf hennar raknaði upp, ef svo má að orði komast, þegar hún skildi við Ashton Kutcher árið 2012. Um svipað leyti hættu dætur hennar þrjár, sem hún á með Bruce Willis, að tala við hana. Auk þess var líkamlegt ásigkomulag Moore ekki gott, hún var til dæmis ekki nema 46 kíló. Þá leið yfir hana í partýi eftir hún hafði tekið inn fíkniefni. „Ég held að aðalspurningin fyrir mig á þessum tíma hafi verið hvernig ég komst á þennan stað. Ég varð blind á aðstæðurnar og ég týndi sjálfri mér,“ sagði Moore við Sawyer. Á endanum fór Moore í meðferð og sættist við fjölskyldu sína. Hún hóf svo vinnuna við æviminningarnar fyrir tveimur árum en hún hafði upphaflega samþykkt að skrifa bókina árið 2012.
Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Sjá meira