Demi Moore nauðgað þegar hún var 15 ára Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 08:18 Demi Moore skaust upp á stjörnuhimininn í Hollywood á níunda áratugnum. vísir/getty Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var 15 ára gömul. Nauðgunin átti sér stað á heimili hennar og segir Moore að eftir að maðurinn hafi lokið sér af hafi hann sagt henni að hann hafi borgað móður hennar 500 dollara fyrir aðgang að dótturinni. Moore, sem var skaust upp á stjörnuhimininn á níunda áratug síðustu aldar og var ein skærasta stjarna þess tíunda, greindi frá þessu í viðtali við Diane Sawyer í morgunþættinum Good Morning America. Moore var í þættinum til þess að kynna æviminningar sínar sem hún kallar Inside Out. „Þetta var nauðgun. Þetta voru líka hræðileg svik sem komu í ljós við þessa hræðilegu spurningu mannsins: hvernig líður þér með það að mamma þín hafi selt þig fyrir 500 dollara?“ skrifar Moore í bók sinni. Móðir Moore var alkóhólisti sem að sögn dótturinnar tók hana með sér á bari þegar Moore var orðin unglingur til þess að menn gætu glápt á hana. Móðirin lést árið 1998.Moore ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Bruce Willis, og dóttur þeirra, Rumer.vísir/gettyBjargaði móður sinni eftir að hún reyndi að svipta sig lífi Sawyer spurði Moore hvort hún hafi trúað manninum. „Ég held, djúpt í hjarta mínu, að nei, ég hafi ekki trúað honum. Ég held ekki að þetta hafi verið svona bein viðskipti. En hún gaf honum vissulega aðgang að mér og kom mér í skaðlegar aðstæður,“ svaraði Moore. Þá sagði leikkonan frá því að móðir hennar hefði fyrst reynt að svipta sig lífi þegar hún var 12 ára. Moore kom henni til hjálpar og það bjargaði lífi hennar. „Ég man að ég var að nota fingurna mína, þessa litlu krakkaputta, til þess að ná pillunum sem móðir mín hafði reynt að taka inn úr munninum á henni.“ Að sögn Moore reyndi móðir hennar oft að svipta sig lífi eftir þetta. „Æska mín var búin. Þetta var augnablik sem breytti lífi mínu.“Moore og Ashton Kutcher voru gift í átta ár.vísir/gettyTýndi sjálfri sér Í bókinni segir Moore frá sinni eigin baráttu við fíknina. Hún fór í meðferð á miðjum níunda áratugnum þar sem hún var háð fíkniefnum og áfengi og í viðtalinu við Sawyer ræddi hún hvernig líf hennar raknaði upp, ef svo má að orði komast, þegar hún skildi við Ashton Kutcher árið 2012. Um svipað leyti hættu dætur hennar þrjár, sem hún á með Bruce Willis, að tala við hana. Auk þess var líkamlegt ásigkomulag Moore ekki gott, hún var til dæmis ekki nema 46 kíló. Þá leið yfir hana í partýi eftir hún hafði tekið inn fíkniefni. „Ég held að aðalspurningin fyrir mig á þessum tíma hafi verið hvernig ég komst á þennan stað. Ég varð blind á aðstæðurnar og ég týndi sjálfri mér,“ sagði Moore við Sawyer. Á endanum fór Moore í meðferð og sættist við fjölskyldu sína. Hún hóf svo vinnuna við æviminningarnar fyrir tveimur árum en hún hafði upphaflega samþykkt að skrifa bókina árið 2012. Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var 15 ára gömul. Nauðgunin átti sér stað á heimili hennar og segir Moore að eftir að maðurinn hafi lokið sér af hafi hann sagt henni að hann hafi borgað móður hennar 500 dollara fyrir aðgang að dótturinni. Moore, sem var skaust upp á stjörnuhimininn á níunda áratug síðustu aldar og var ein skærasta stjarna þess tíunda, greindi frá þessu í viðtali við Diane Sawyer í morgunþættinum Good Morning America. Moore var í þættinum til þess að kynna æviminningar sínar sem hún kallar Inside Out. „Þetta var nauðgun. Þetta voru líka hræðileg svik sem komu í ljós við þessa hræðilegu spurningu mannsins: hvernig líður þér með það að mamma þín hafi selt þig fyrir 500 dollara?“ skrifar Moore í bók sinni. Móðir Moore var alkóhólisti sem að sögn dótturinnar tók hana með sér á bari þegar Moore var orðin unglingur til þess að menn gætu glápt á hana. Móðirin lést árið 1998.Moore ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Bruce Willis, og dóttur þeirra, Rumer.vísir/gettyBjargaði móður sinni eftir að hún reyndi að svipta sig lífi Sawyer spurði Moore hvort hún hafi trúað manninum. „Ég held, djúpt í hjarta mínu, að nei, ég hafi ekki trúað honum. Ég held ekki að þetta hafi verið svona bein viðskipti. En hún gaf honum vissulega aðgang að mér og kom mér í skaðlegar aðstæður,“ svaraði Moore. Þá sagði leikkonan frá því að móðir hennar hefði fyrst reynt að svipta sig lífi þegar hún var 12 ára. Moore kom henni til hjálpar og það bjargaði lífi hennar. „Ég man að ég var að nota fingurna mína, þessa litlu krakkaputta, til þess að ná pillunum sem móðir mín hafði reynt að taka inn úr munninum á henni.“ Að sögn Moore reyndi móðir hennar oft að svipta sig lífi eftir þetta. „Æska mín var búin. Þetta var augnablik sem breytti lífi mínu.“Moore og Ashton Kutcher voru gift í átta ár.vísir/gettyTýndi sjálfri sér Í bókinni segir Moore frá sinni eigin baráttu við fíknina. Hún fór í meðferð á miðjum níunda áratugnum þar sem hún var háð fíkniefnum og áfengi og í viðtalinu við Sawyer ræddi hún hvernig líf hennar raknaði upp, ef svo má að orði komast, þegar hún skildi við Ashton Kutcher árið 2012. Um svipað leyti hættu dætur hennar þrjár, sem hún á með Bruce Willis, að tala við hana. Auk þess var líkamlegt ásigkomulag Moore ekki gott, hún var til dæmis ekki nema 46 kíló. Þá leið yfir hana í partýi eftir hún hafði tekið inn fíkniefni. „Ég held að aðalspurningin fyrir mig á þessum tíma hafi verið hvernig ég komst á þennan stað. Ég varð blind á aðstæðurnar og ég týndi sjálfri mér,“ sagði Moore við Sawyer. Á endanum fór Moore í meðferð og sættist við fjölskyldu sína. Hún hóf svo vinnuna við æviminningarnar fyrir tveimur árum en hún hafði upphaflega samþykkt að skrifa bókina árið 2012.
Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent