Sjálfstæðisflokkurinn stærstur en samt aldrei mælst minni Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2019 14:12 Ráðherrarnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Bjarni Benediktsson eru varaformaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Með þeim á mynd er Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 18,3%. Það er þó minnsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. Könnunin var framkvæmd dagana 9.-16. september og var heildarfjöldi svarenda 1045 einstaklingar.Sjá einnig: Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samfylkingin mældist með næstmest fylgi, eða 14,8%, tæpum tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældist stuðningur við ríkisstjórnina 43,7% samanborið við 38,8% í síðustu könnun. Eins og áður segir mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 18,3% miðað við 19,1% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,8% en mældist 11,5% í síðustu könnun. Fylgi Pírata jókst einnig á milli kannana, fór úr 11,3% í 12,4% og þá bætti Framsóknarflokkurinn við sig og mælist nú með 11,8% fylgi miðað við 10,4% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins dalar og mældist nú 12,0% en 13,0% í síðustu könnun. Þá mældist Viðreisn með 10,2% fylgi miðað við 9,3% síðast. Flokkur fólksins stóð í stað milli kannana, mældist nú með 4,0% fylgi en áður 4,1%. Töluverðar sviptingar hafa verið innan Sjálfstæðisflokksins undanfarin misseri. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, skipaði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í embætti dómsmálaráðherra fyrr í mánuðinum, sem sérfræðingar hafa sagt mögulegt tilefni til deilna meðal flokksmanna. Þá hefur Vísir fjallað um ólgu innan flokksins, einkum í ljósi þriðja orkupakkans sem samþykktur var á þingi í byrjun mánaðar. Niðurstöður könnunar MMR má nálgast hér. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. 21. ágúst 2019 20:30 Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 21,6 prósenta fylgis. Í nóvember 2008, eða í efnahagshruninu, var fylgi flokksins 20,6 prósent. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum á meðan fylgi annarra flokka helst svo til óbreytt. 31. júlí 2019 19:45 Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 18,3%. Það er þó minnsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. Könnunin var framkvæmd dagana 9.-16. september og var heildarfjöldi svarenda 1045 einstaklingar.Sjá einnig: Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samfylkingin mældist með næstmest fylgi, eða 14,8%, tæpum tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældist stuðningur við ríkisstjórnina 43,7% samanborið við 38,8% í síðustu könnun. Eins og áður segir mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 18,3% miðað við 19,1% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,8% en mældist 11,5% í síðustu könnun. Fylgi Pírata jókst einnig á milli kannana, fór úr 11,3% í 12,4% og þá bætti Framsóknarflokkurinn við sig og mælist nú með 11,8% fylgi miðað við 10,4% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins dalar og mældist nú 12,0% en 13,0% í síðustu könnun. Þá mældist Viðreisn með 10,2% fylgi miðað við 9,3% síðast. Flokkur fólksins stóð í stað milli kannana, mældist nú með 4,0% fylgi en áður 4,1%. Töluverðar sviptingar hafa verið innan Sjálfstæðisflokksins undanfarin misseri. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, skipaði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í embætti dómsmálaráðherra fyrr í mánuðinum, sem sérfræðingar hafa sagt mögulegt tilefni til deilna meðal flokksmanna. Þá hefur Vísir fjallað um ólgu innan flokksins, einkum í ljósi þriðja orkupakkans sem samþykktur var á þingi í byrjun mánaðar. Niðurstöður könnunar MMR má nálgast hér.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. 21. ágúst 2019 20:30 Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 21,6 prósenta fylgis. Í nóvember 2008, eða í efnahagshruninu, var fylgi flokksins 20,6 prósent. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum á meðan fylgi annarra flokka helst svo til óbreytt. 31. júlí 2019 19:45 Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. 21. ágúst 2019 20:30
Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 21,6 prósenta fylgis. Í nóvember 2008, eða í efnahagshruninu, var fylgi flokksins 20,6 prósent. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum á meðan fylgi annarra flokka helst svo til óbreytt. 31. júlí 2019 19:45
Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05