Bandarískir þingmenn þrýsta á um fríverslun við Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2019 11:30 Repúblikaninn John Neely Kennedy er öldungadeildarþingmaður Louisana-ríkis. Hann vill að stjórnvöld í Washington geri fríverslunarsamning við Íslendinga. Getty/Bloomberg Öldungadeildarþingmaðurinn John Kennedy er sagður hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að gera fríverslunarsamning við Ísland á fundi með varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, í síðustu viku. Fleiri þingmenn eiga auk þess að hafa tekið undir hvatningu Kennedy.Axios hefur eftir fjölda öldungadeildarþingmanna repúblikana, sem sátu fundinn á þriðjudag, að Pence hafi sagst „móttækilegur“ fyrir slíkum samningi. Framhaldið sé í höndum starfshóps á vegum stjórnvalda. Pence og föruneyti hans funduðu einmitt um viðskiptasamband Bandaríkjanna og Íslands í Höfða í septemberbyrjun. Fréttamaður Axios bendir á að mesti ábatinn af slíkum samingi væri ekki fjárhagslegs eðlis, enda sé Ísland lítið markaðssvæði. Viðskiptasamningur gæti hins vegar styrkt samband ríkjanna tveggja, nú þegar Kínverjar og Rússar gera sig gildandi á Norðurslóðum. Það sé ekki síst mikilvægt í ljósi yfirlýsinga Kínverja um ágæti innviðauppbyggingarverkefnisins Belti og braut fyrir Íslendinga, sem utanríkisráðherra hefur sagt að sé enn til skoðunar innan stjórnkerfisins. Þar að auki hafi Íslendingar verið með fríverslunarsamning við Kínverja frá árinu 2014.Sjá einnig: Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Gott samband við Íslendinga sé því mikilvægt út frá varnarlegu sjónarmiði - „að geta gert viðskiptasamning og styrkt sambandið við okkur en ekki Kína eða Rússland,“ eins og einn bandarískur embættismaður orðar það við Axios. Fréttamaður miðilsins segist hafa sett sig í samband við fundarmenn, sem eiga sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir repúblikanaflokkinn. Þeir staðfesti að fyrrnefndur Kennedy frá Louisiana-ríki hafi vakið máls á fríverslunarsamningi við Íslendinga og „hvatt stjórnvöld eindregið“ til að láta af honum verða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lisa Murkowski frá Alaska á að hafa tekið í sama streng og sagt að hún myndi styðja slíkar fyrirætlanir. Aðspurðir um afstöðu þeirra segja aðrir fundarmenn að umræður um fríverslunarsamninginn hafi komið flatt upp á sig en að þeir séu, eins og varaforsetinn, móttækilegir fyrir slíkum umleitunum. Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn John Kennedy er sagður hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að gera fríverslunarsamning við Ísland á fundi með varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, í síðustu viku. Fleiri þingmenn eiga auk þess að hafa tekið undir hvatningu Kennedy.Axios hefur eftir fjölda öldungadeildarþingmanna repúblikana, sem sátu fundinn á þriðjudag, að Pence hafi sagst „móttækilegur“ fyrir slíkum samningi. Framhaldið sé í höndum starfshóps á vegum stjórnvalda. Pence og föruneyti hans funduðu einmitt um viðskiptasamband Bandaríkjanna og Íslands í Höfða í septemberbyrjun. Fréttamaður Axios bendir á að mesti ábatinn af slíkum samingi væri ekki fjárhagslegs eðlis, enda sé Ísland lítið markaðssvæði. Viðskiptasamningur gæti hins vegar styrkt samband ríkjanna tveggja, nú þegar Kínverjar og Rússar gera sig gildandi á Norðurslóðum. Það sé ekki síst mikilvægt í ljósi yfirlýsinga Kínverja um ágæti innviðauppbyggingarverkefnisins Belti og braut fyrir Íslendinga, sem utanríkisráðherra hefur sagt að sé enn til skoðunar innan stjórnkerfisins. Þar að auki hafi Íslendingar verið með fríverslunarsamning við Kínverja frá árinu 2014.Sjá einnig: Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Gott samband við Íslendinga sé því mikilvægt út frá varnarlegu sjónarmiði - „að geta gert viðskiptasamning og styrkt sambandið við okkur en ekki Kína eða Rússland,“ eins og einn bandarískur embættismaður orðar það við Axios. Fréttamaður miðilsins segist hafa sett sig í samband við fundarmenn, sem eiga sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir repúblikanaflokkinn. Þeir staðfesti að fyrrnefndur Kennedy frá Louisiana-ríki hafi vakið máls á fríverslunarsamningi við Íslendinga og „hvatt stjórnvöld eindregið“ til að láta af honum verða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lisa Murkowski frá Alaska á að hafa tekið í sama streng og sagt að hún myndi styðja slíkar fyrirætlanir. Aðspurðir um afstöðu þeirra segja aðrir fundarmenn að umræður um fríverslunarsamninginn hafi komið flatt upp á sig en að þeir séu, eins og varaforsetinn, móttækilegir fyrir slíkum umleitunum.
Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00