Stefnir í átök borgar og landsbyggðar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. september 2019 08:00 Þingmenn landsbyggðarkjördæmanna þriggja munu hafa í nógu að snúast á yfirstandandi þingi miðað við viðfangsefnin. Fréttablaðið/Anton Brink Ráðherrar mæta nú til þingnefnda til að kynna þau mál sem þeir hyggjast leggja fram á næstunni. Af þeim málum sem formenn fastanefnda nefna við Fréttablaðið má búast við að átök um ólíka hagsmuni höfuðborgarsvæðisins annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar verði fyrirferðamikil á nýhöfnu haustþingi. Meðal stærstu mála sem koma til þingsins eru samgönguáætlun, auk frumvarpa um veggjöld og einkaframkvæmdir í vegakerfinu, frumvarp um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum auk margra stórra landbúnaðarmála. Formenn fastanefnda nefna þó fleiri mál eins og þjóðarsjóð, lækkun bankaskatts og neyslurými fyrir notendur fíkniefna. Þótt Allsherjar- og menntamálanefnd eigi eftir að fá kynningu frá ráðherrum er óhætt að fullyrða að styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði ofarlega á baugi í nefndinni en menntamálaráðherra hefur lagt áherslu á að hið nýja styrkjakerfi komist til framkvæmda nú um áramót. Styrr hefur staðið um málið, ekki síst í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.Atvinnuveganefnd er ein þeirra nefnda sem fæst við stór kjördæmamál. Fréttablaðið/Anton BrinkMismikill málaþungi er í nefndum enda eðli þeirra og hlutverk ólíkt. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er ekki með eins mikið af hefðbundnum þingmálum til meðferðar en fjallar um skýrslur frá bæði Ríkisendurskoðun og Umboðsmanni Alþingis. Nefndin fjallar líka um ýmis mál sem upp kunna að koma til að rækja eftirlitshlutverk þingsins. Ekki er ólíklegt að nefndin muni funda um þau ágreiningsmál sem komin eru upp innan lögreglunnar en Ríkisendurskoðun hefur samþykkt að gera stjórnsýsluendurskoðun á embætti ríkislögreglustjóra. Utanríkismálanefnd hefur einnig nokkra sérstöðu og fjallar gjarnan um alþjóðamál þegar þau koma upp. „Reynslan kennir okkur að ólíklegustu mál geta undið upp á sig og aukaatriði jafnvel orðið að aðalatriðum,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýr formaður utanríkismálanefndar. Nefndin tekur við öllum EES-málum óháð því á hvaða málefnasviði þau eru en Sigríður hyggst setja kraft í endurskoðun á verklagi við innleiðingu þeirra bæði formlega og efnislega í nefndinni og í viðeigandi málefnanefndum. Mikið annríki verður í efnahags- og viðskiptanefnd þetta haustið og á formaður nefndarinnar, Óli Björn Kárason, von á um það bil 50 málum frá ríkisstjórninni, auk þingmannamála. „Nefndarmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af verkefnaskorti í vetur,“ segir Óli Björn. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, býst við miklum skoðanaskiptum um annars vegar samgöngumál og hins vegar um fyrirhugaðan lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi en í atvinnuveganefnd má einkum búast við skiptum skoðunum um landbúnaðarmálin. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Gefa ráðherra kost á að leggja til breytingar á áfengislöggjöf Svo kann að fara að ekkert þingmannamál um smásölu áfengis verði lagt fram á komandi þingvetri en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til netkaupa á áfengi kann að hafa áhrif. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Ekki liggur fyrir hvort slíkt frumvarp fæst samþykkt í ríkisstjórn. 19. september 2019 06:15 Fjórar nýjar ríkisstofnanir áformaðar Ríkisstjórnin áformar að sameina og breyta ríkisstofnunum ásamt því að setja á laggirnar nýjan dómstól sem og Þjóðarsjóð. Alls verða til fjórar nýjar ríkisstofnanir. 23. september 2019 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Ráðherrar mæta nú til þingnefnda til að kynna þau mál sem þeir hyggjast leggja fram á næstunni. Af þeim málum sem formenn fastanefnda nefna við Fréttablaðið má búast við að átök um ólíka hagsmuni höfuðborgarsvæðisins annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar verði fyrirferðamikil á nýhöfnu haustþingi. Meðal stærstu mála sem koma til þingsins eru samgönguáætlun, auk frumvarpa um veggjöld og einkaframkvæmdir í vegakerfinu, frumvarp um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum auk margra stórra landbúnaðarmála. Formenn fastanefnda nefna þó fleiri mál eins og þjóðarsjóð, lækkun bankaskatts og neyslurými fyrir notendur fíkniefna. Þótt Allsherjar- og menntamálanefnd eigi eftir að fá kynningu frá ráðherrum er óhætt að fullyrða að styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði ofarlega á baugi í nefndinni en menntamálaráðherra hefur lagt áherslu á að hið nýja styrkjakerfi komist til framkvæmda nú um áramót. Styrr hefur staðið um málið, ekki síst í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.Atvinnuveganefnd er ein þeirra nefnda sem fæst við stór kjördæmamál. Fréttablaðið/Anton BrinkMismikill málaþungi er í nefndum enda eðli þeirra og hlutverk ólíkt. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er ekki með eins mikið af hefðbundnum þingmálum til meðferðar en fjallar um skýrslur frá bæði Ríkisendurskoðun og Umboðsmanni Alþingis. Nefndin fjallar líka um ýmis mál sem upp kunna að koma til að rækja eftirlitshlutverk þingsins. Ekki er ólíklegt að nefndin muni funda um þau ágreiningsmál sem komin eru upp innan lögreglunnar en Ríkisendurskoðun hefur samþykkt að gera stjórnsýsluendurskoðun á embætti ríkislögreglustjóra. Utanríkismálanefnd hefur einnig nokkra sérstöðu og fjallar gjarnan um alþjóðamál þegar þau koma upp. „Reynslan kennir okkur að ólíklegustu mál geta undið upp á sig og aukaatriði jafnvel orðið að aðalatriðum,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýr formaður utanríkismálanefndar. Nefndin tekur við öllum EES-málum óháð því á hvaða málefnasviði þau eru en Sigríður hyggst setja kraft í endurskoðun á verklagi við innleiðingu þeirra bæði formlega og efnislega í nefndinni og í viðeigandi málefnanefndum. Mikið annríki verður í efnahags- og viðskiptanefnd þetta haustið og á formaður nefndarinnar, Óli Björn Kárason, von á um það bil 50 málum frá ríkisstjórninni, auk þingmannamála. „Nefndarmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af verkefnaskorti í vetur,“ segir Óli Björn. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, býst við miklum skoðanaskiptum um annars vegar samgöngumál og hins vegar um fyrirhugaðan lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi en í atvinnuveganefnd má einkum búast við skiptum skoðunum um landbúnaðarmálin.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Gefa ráðherra kost á að leggja til breytingar á áfengislöggjöf Svo kann að fara að ekkert þingmannamál um smásölu áfengis verði lagt fram á komandi þingvetri en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til netkaupa á áfengi kann að hafa áhrif. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Ekki liggur fyrir hvort slíkt frumvarp fæst samþykkt í ríkisstjórn. 19. september 2019 06:15 Fjórar nýjar ríkisstofnanir áformaðar Ríkisstjórnin áformar að sameina og breyta ríkisstofnunum ásamt því að setja á laggirnar nýjan dómstól sem og Þjóðarsjóð. Alls verða til fjórar nýjar ríkisstofnanir. 23. september 2019 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15
Gefa ráðherra kost á að leggja til breytingar á áfengislöggjöf Svo kann að fara að ekkert þingmannamál um smásölu áfengis verði lagt fram á komandi þingvetri en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til netkaupa á áfengi kann að hafa áhrif. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Ekki liggur fyrir hvort slíkt frumvarp fæst samþykkt í ríkisstjórn. 19. september 2019 06:15
Fjórar nýjar ríkisstofnanir áformaðar Ríkisstjórnin áformar að sameina og breyta ríkisstofnunum ásamt því að setja á laggirnar nýjan dómstól sem og Þjóðarsjóð. Alls verða til fjórar nýjar ríkisstofnanir. 23. september 2019 06:00