Talið að Thomas Cook verði gjaldþrota Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2019 23:48 Thomas Cook ferðaþjónustan er á barmi gjaldþrots. getty/Alexander Hassenstein Talið er að ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook sé á leið í gjaldþrotaferli og að 150 þúsund ferðamenn verði strandaglópar. Samkvæmt frétt The Guardian var hætt að selja flug á þeirra vegum um klukkan tíu í kvöld eftir að ljóst var að samningaviðræður um neyðarfjármagn hefðu ekki borið árangur. Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook funduðu í dag með stærstu hluthöfum fyrirtækisins á neyðarfundi í London. Í allan dag hafa farið fram samningaviðræður við fjárfestana um neyðarfjármagn. Reynt var að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á næstu dögum, jafnvirði 30 milljarða króna, til þess að forða félaginu frá gjaldþroti. Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims og selur meðal annars ferðir til Íslands. Félagið hefur verið í rekstri í 178 ár. Talið er að um 150 þúsund breskir ferðalangar gætu orðið strandaglópar lýsi félagið yfir gjaldþroti. Samkvæmt frétt The Guardian er talið líklegt að allar 94 flugvélar fyrirtækisins verði kyrrsettar á morgun. Verkalýðsfélag samgöngustarfsmanna í Bretlandi hefur hvatt ríkið til að grípa inn í og koma í veg fyrir að fyrirtækið fari á hausinn, en ef fyrirtækið verður gjaldþrota gætu allt að 20.000 manns misst vinnuna, þar af 9.000 manns í Bretlandi. Í dag var tilkynnt að yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. Ljóst er að það verður flókið og erfitt verkefni. Samkvæmt heimildum ITV News verður áætlunin virkjuð í fyrramálið. Bretland Tengdar fréttir Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. 22. september 2019 13:21 Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Talið er að ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook sé á leið í gjaldþrotaferli og að 150 þúsund ferðamenn verði strandaglópar. Samkvæmt frétt The Guardian var hætt að selja flug á þeirra vegum um klukkan tíu í kvöld eftir að ljóst var að samningaviðræður um neyðarfjármagn hefðu ekki borið árangur. Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook funduðu í dag með stærstu hluthöfum fyrirtækisins á neyðarfundi í London. Í allan dag hafa farið fram samningaviðræður við fjárfestana um neyðarfjármagn. Reynt var að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á næstu dögum, jafnvirði 30 milljarða króna, til þess að forða félaginu frá gjaldþroti. Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims og selur meðal annars ferðir til Íslands. Félagið hefur verið í rekstri í 178 ár. Talið er að um 150 þúsund breskir ferðalangar gætu orðið strandaglópar lýsi félagið yfir gjaldþroti. Samkvæmt frétt The Guardian er talið líklegt að allar 94 flugvélar fyrirtækisins verði kyrrsettar á morgun. Verkalýðsfélag samgöngustarfsmanna í Bretlandi hefur hvatt ríkið til að grípa inn í og koma í veg fyrir að fyrirtækið fari á hausinn, en ef fyrirtækið verður gjaldþrota gætu allt að 20.000 manns misst vinnuna, þar af 9.000 manns í Bretlandi. Í dag var tilkynnt að yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. Ljóst er að það verður flókið og erfitt verkefni. Samkvæmt heimildum ITV News verður áætlunin virkjuð í fyrramálið.
Bretland Tengdar fréttir Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. 22. september 2019 13:21 Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. 22. september 2019 13:21
Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54