Lykilatriði að geta ropað almennilega Björn Þorfinnsson skrifar 20. september 2019 06:45 Magnús Már og Einar Örn eru spenntir fyrir hlaupinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Búist er við að 600 keppendur muni taka þátt í alþjóðlegu bjórhlaupi RVK Brewing á laugardaginn sem byrjar og endar í Nauthólsvík. Hlaupið fór fram í fyrsta sinn síðasta vetur og tókst vel til þrátt fyrir slagviðri. „Í fyrra voru um hundrað keppendur skráðir en síðan setti slæmt veður strik í reikninginn. Við vorum frekar seint á ferðinni, í október, en miðað við áhugann á því hlaupi sáum við að grundvöllur væri fyrir enn stærri viðburði í ár,“ segir Einar Örn Steindórsson, einn eigenda RVK Brewing sem stendur fyrir viðburðinum. Að hans sögn voru það ekki fastagestir brugghússins sem mættu til leiks heldur fyrst og fremst þaulreyndir hlauparar. „Það kom okkur talsvert á óvart. Þarna mætti grjóthart keppnisfólk til leiks og við reiknum með því sama í ár. Veðurspáin lítur vel út og því reiknum við líka með að bjórelskandi keppendur mæti til leiks og skokki vegalengdina. Þeir virðast vera viðkvæmari fyrir veðri heldur en keppnisfólkið,“ segir Einar Örn kíminn. RVK Brewing leggur mikið í hlaupið því bruggaður verður sérstakur bjór af tilefninu. „Hann heitir að sjálfsögðu Keppnis og er ferskur lager sem ætti að henta vel til þess að vökva fólk á hlaupum.“ Hlaupið gengur þannig fyrir sig að hlaupnir eru 1,6 kílómetrar og eru þrjár drykkjarstöðvar á leiðinni þar sem boðið er upp á íslenskar veigar. Ljúka verður einum bjór á hverri stöð til þess að mega halda hlaupinu áfram. Meðal skráðra til leiks í hlaupið er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í bjórhlaupi, Helga Jóna Jónasdóttir. Hún hyggst verja titilinn með kjafti og klóm en ekki síður gera atlögu að sigri í opnum flokki. „Ég er enn fúl yfir því að hafa ekki unnið í fyrra. Ég var fyrst að þriðju og síðustu drykkjarstöðinni en þá rakst ég á vegg og átti erfitt með að koma síðasta drykknum niður,“ segir Helga. Hún missti því tvo keppendur fram úr sér undir lokin og segir það hafa verið sárt. „Ég er búin að læra af reynslunni. Það kom mér á óvart hvað það var erfitt að spretta af stað eftir að hafa drukkið heilan bjór. Ég held að lykillinn sé að geta ropað almennilega,“ segir Helga og hlær. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Búist er við að 600 keppendur muni taka þátt í alþjóðlegu bjórhlaupi RVK Brewing á laugardaginn sem byrjar og endar í Nauthólsvík. Hlaupið fór fram í fyrsta sinn síðasta vetur og tókst vel til þrátt fyrir slagviðri. „Í fyrra voru um hundrað keppendur skráðir en síðan setti slæmt veður strik í reikninginn. Við vorum frekar seint á ferðinni, í október, en miðað við áhugann á því hlaupi sáum við að grundvöllur væri fyrir enn stærri viðburði í ár,“ segir Einar Örn Steindórsson, einn eigenda RVK Brewing sem stendur fyrir viðburðinum. Að hans sögn voru það ekki fastagestir brugghússins sem mættu til leiks heldur fyrst og fremst þaulreyndir hlauparar. „Það kom okkur talsvert á óvart. Þarna mætti grjóthart keppnisfólk til leiks og við reiknum með því sama í ár. Veðurspáin lítur vel út og því reiknum við líka með að bjórelskandi keppendur mæti til leiks og skokki vegalengdina. Þeir virðast vera viðkvæmari fyrir veðri heldur en keppnisfólkið,“ segir Einar Örn kíminn. RVK Brewing leggur mikið í hlaupið því bruggaður verður sérstakur bjór af tilefninu. „Hann heitir að sjálfsögðu Keppnis og er ferskur lager sem ætti að henta vel til þess að vökva fólk á hlaupum.“ Hlaupið gengur þannig fyrir sig að hlaupnir eru 1,6 kílómetrar og eru þrjár drykkjarstöðvar á leiðinni þar sem boðið er upp á íslenskar veigar. Ljúka verður einum bjór á hverri stöð til þess að mega halda hlaupinu áfram. Meðal skráðra til leiks í hlaupið er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í bjórhlaupi, Helga Jóna Jónasdóttir. Hún hyggst verja titilinn með kjafti og klóm en ekki síður gera atlögu að sigri í opnum flokki. „Ég er enn fúl yfir því að hafa ekki unnið í fyrra. Ég var fyrst að þriðju og síðustu drykkjarstöðinni en þá rakst ég á vegg og átti erfitt með að koma síðasta drykknum niður,“ segir Helga. Hún missti því tvo keppendur fram úr sér undir lokin og segir það hafa verið sárt. „Ég er búin að læra af reynslunni. Það kom mér á óvart hvað það var erfitt að spretta af stað eftir að hafa drukkið heilan bjór. Ég held að lykillinn sé að geta ropað almennilega,“ segir Helga og hlær.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira