Lykilatriði að geta ropað almennilega Björn Þorfinnsson skrifar 20. september 2019 06:45 Magnús Már og Einar Örn eru spenntir fyrir hlaupinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Búist er við að 600 keppendur muni taka þátt í alþjóðlegu bjórhlaupi RVK Brewing á laugardaginn sem byrjar og endar í Nauthólsvík. Hlaupið fór fram í fyrsta sinn síðasta vetur og tókst vel til þrátt fyrir slagviðri. „Í fyrra voru um hundrað keppendur skráðir en síðan setti slæmt veður strik í reikninginn. Við vorum frekar seint á ferðinni, í október, en miðað við áhugann á því hlaupi sáum við að grundvöllur væri fyrir enn stærri viðburði í ár,“ segir Einar Örn Steindórsson, einn eigenda RVK Brewing sem stendur fyrir viðburðinum. Að hans sögn voru það ekki fastagestir brugghússins sem mættu til leiks heldur fyrst og fremst þaulreyndir hlauparar. „Það kom okkur talsvert á óvart. Þarna mætti grjóthart keppnisfólk til leiks og við reiknum með því sama í ár. Veðurspáin lítur vel út og því reiknum við líka með að bjórelskandi keppendur mæti til leiks og skokki vegalengdina. Þeir virðast vera viðkvæmari fyrir veðri heldur en keppnisfólkið,“ segir Einar Örn kíminn. RVK Brewing leggur mikið í hlaupið því bruggaður verður sérstakur bjór af tilefninu. „Hann heitir að sjálfsögðu Keppnis og er ferskur lager sem ætti að henta vel til þess að vökva fólk á hlaupum.“ Hlaupið gengur þannig fyrir sig að hlaupnir eru 1,6 kílómetrar og eru þrjár drykkjarstöðvar á leiðinni þar sem boðið er upp á íslenskar veigar. Ljúka verður einum bjór á hverri stöð til þess að mega halda hlaupinu áfram. Meðal skráðra til leiks í hlaupið er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í bjórhlaupi, Helga Jóna Jónasdóttir. Hún hyggst verja titilinn með kjafti og klóm en ekki síður gera atlögu að sigri í opnum flokki. „Ég er enn fúl yfir því að hafa ekki unnið í fyrra. Ég var fyrst að þriðju og síðustu drykkjarstöðinni en þá rakst ég á vegg og átti erfitt með að koma síðasta drykknum niður,“ segir Helga. Hún missti því tvo keppendur fram úr sér undir lokin og segir það hafa verið sárt. „Ég er búin að læra af reynslunni. Það kom mér á óvart hvað það var erfitt að spretta af stað eftir að hafa drukkið heilan bjór. Ég held að lykillinn sé að geta ropað almennilega,“ segir Helga og hlær. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Búist er við að 600 keppendur muni taka þátt í alþjóðlegu bjórhlaupi RVK Brewing á laugardaginn sem byrjar og endar í Nauthólsvík. Hlaupið fór fram í fyrsta sinn síðasta vetur og tókst vel til þrátt fyrir slagviðri. „Í fyrra voru um hundrað keppendur skráðir en síðan setti slæmt veður strik í reikninginn. Við vorum frekar seint á ferðinni, í október, en miðað við áhugann á því hlaupi sáum við að grundvöllur væri fyrir enn stærri viðburði í ár,“ segir Einar Örn Steindórsson, einn eigenda RVK Brewing sem stendur fyrir viðburðinum. Að hans sögn voru það ekki fastagestir brugghússins sem mættu til leiks heldur fyrst og fremst þaulreyndir hlauparar. „Það kom okkur talsvert á óvart. Þarna mætti grjóthart keppnisfólk til leiks og við reiknum með því sama í ár. Veðurspáin lítur vel út og því reiknum við líka með að bjórelskandi keppendur mæti til leiks og skokki vegalengdina. Þeir virðast vera viðkvæmari fyrir veðri heldur en keppnisfólkið,“ segir Einar Örn kíminn. RVK Brewing leggur mikið í hlaupið því bruggaður verður sérstakur bjór af tilefninu. „Hann heitir að sjálfsögðu Keppnis og er ferskur lager sem ætti að henta vel til þess að vökva fólk á hlaupum.“ Hlaupið gengur þannig fyrir sig að hlaupnir eru 1,6 kílómetrar og eru þrjár drykkjarstöðvar á leiðinni þar sem boðið er upp á íslenskar veigar. Ljúka verður einum bjór á hverri stöð til þess að mega halda hlaupinu áfram. Meðal skráðra til leiks í hlaupið er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í bjórhlaupi, Helga Jóna Jónasdóttir. Hún hyggst verja titilinn með kjafti og klóm en ekki síður gera atlögu að sigri í opnum flokki. „Ég er enn fúl yfir því að hafa ekki unnið í fyrra. Ég var fyrst að þriðju og síðustu drykkjarstöðinni en þá rakst ég á vegg og átti erfitt með að koma síðasta drykknum niður,“ segir Helga. Hún missti því tvo keppendur fram úr sér undir lokin og segir það hafa verið sárt. „Ég er búin að læra af reynslunni. Það kom mér á óvart hvað það var erfitt að spretta af stað eftir að hafa drukkið heilan bjór. Ég held að lykillinn sé að geta ropað almennilega,“ segir Helga og hlær.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira