Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. september 2019 06:15 Kveðinn var upp nýr dómur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í september í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór Ríkið krefst sýknu af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í fyrra af aðild að Geirfinnsmálinu, og telur kröfu hans fyrnda. Í þeim lögum sem giltu á áttunda áratugnum, þegar Geirfinnsmálið var til rannsóknar, var kveðið á um sex mánaða fyrningarfrest bótakrafna í kjölfar sýknudóms. Lögin sem ríkið vísar til eru löngu brottfallin en ríkið telur þau eiga að gilda um kröfur Guðjóns. Ekki er tekið mið af þeim sáttaviðræðum sem forsætisráðherra boðaði til strax í kjölfar uppkvaðningar dómsins í umfjöllun ríkisins um fyrningarfrestinn. Viðræðurnar stóðu fram á vor og lagði sáttanefnd forsætisráðherra fram tilboð um greiðslu fjárhæðar til Guðjóns 28. mars síðastliðinn en þá voru sex mánuðir liðnir frá uppkvaðningu dómsins 27. september 2018. Fjallað er nánar um starf sáttanefndarinnar á frettabladid.is í dag. Réttur til bóta var umtalsvert þrengri í þeim brottföllnu lögum sem ríkið telur að byggja eigi á og annars kveðið á um að bætur fyrir gæsluvarðhald mætti aðeins greiða ef sökunautur hefði ekki með vísvitandi og stórvægilega gáleysislegu ólögmætu framferði valdið þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á. Er í greinargerðinni vísað til fjölmargra ummæla Guðjóns meðan á rannsókn málsins stóð sem renna eiga stoðum undir ábyrgð Guðjóns sjálfs á aðgerðum rannsakenda.Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Fréttablaðið/EyþórAð mati ríkisins hefur sakfellingardómur Hæstaréttar frá 1980 fullt sönnunargildi í málinu, um málsatvik sem þar eru rakin ítarlega „þar til það gagnstæða er sannað“. Sýknudómurinn frá 2018 hafi ekki vægi um annað en úrslit sakarefnis en í honum sé ekki fjallað um málsatvik heldur einungis vísað til kröfugerðar ákæruvaldsins. Að þessu sögðu eru færð rök fyrir því að þau gögn, sem aflað hefur verið á undanförnum árum til að styðja við endurupptöku og að lokum sýknu Guðjóns, geti ekki talist til sönnunargagna í málinu. Vísar ríkið meðal annars til „meints vanhæfis sérfræðiráðgjafa“ og á þar við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing en hann komst að þeirri niðurstöðu í sérfræðiáliti að játningar Guðjóns í málinu væru falskar. Úrskurður endurupptökunefndar í máli Guðjóns telur 922 blaðsíður og hefur meðal annars að geyma ítarlega útlistun á sönnunargildi og áreiðanleika játninga, aðstæðum í gæsluvarðhaldi og einangrun, lyfjagjöf, rannsóknar- og yfirheyrsluaðferðum, aðgengi að verjanda, greiningu á því hvort sönnunargögn hafi verið rangt metin og hvort verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins. Að mati ríkisins getur úrskurður nefndarinnar ekki gengið framar sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 sem sönnunargagn um málsatvik, enda hið síðarnefnda dómur. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir fullyrðingar ríkisins um sönnunargildi nýrra gagna og gildi sýknudómsins rangar. Hæstiréttur hafi í fyrra fallist á mat endurupptökunefndarinnar en í dómi Hæstaréttar segir: „Hvorki eru sérstakir annmarkar á málsmeðferð endurupptökunefndar né mati hennar á þýðingu nýrra gagna.“ Þá hafnar ríkið málsástæðum Guðjóns um ólögmætar rannsóknaraðferðir rannsakenda málsins og ómannúðlega meðferð sem hann mátti þola en til hennar var meðal annars vísað í afsökunarbeiðni forsætisráðherra í fyrra. Í greinargerð ríkisins segir um þetta: „Af hálfu stefnda [ríkisins] er öllum ávirðingum gagnvart lögreglu og dómstólum, svo og ásökunum um meinta refsiverða háttsemi lögreglu, ákæruvalds og dómstóla [...] hafnað, enda ósannaðar með öllu.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ríkið krefst sýknu af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í fyrra af aðild að Geirfinnsmálinu, og telur kröfu hans fyrnda. Í þeim lögum sem giltu á áttunda áratugnum, þegar Geirfinnsmálið var til rannsóknar, var kveðið á um sex mánaða fyrningarfrest bótakrafna í kjölfar sýknudóms. Lögin sem ríkið vísar til eru löngu brottfallin en ríkið telur þau eiga að gilda um kröfur Guðjóns. Ekki er tekið mið af þeim sáttaviðræðum sem forsætisráðherra boðaði til strax í kjölfar uppkvaðningar dómsins í umfjöllun ríkisins um fyrningarfrestinn. Viðræðurnar stóðu fram á vor og lagði sáttanefnd forsætisráðherra fram tilboð um greiðslu fjárhæðar til Guðjóns 28. mars síðastliðinn en þá voru sex mánuðir liðnir frá uppkvaðningu dómsins 27. september 2018. Fjallað er nánar um starf sáttanefndarinnar á frettabladid.is í dag. Réttur til bóta var umtalsvert þrengri í þeim brottföllnu lögum sem ríkið telur að byggja eigi á og annars kveðið á um að bætur fyrir gæsluvarðhald mætti aðeins greiða ef sökunautur hefði ekki með vísvitandi og stórvægilega gáleysislegu ólögmætu framferði valdið þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á. Er í greinargerðinni vísað til fjölmargra ummæla Guðjóns meðan á rannsókn málsins stóð sem renna eiga stoðum undir ábyrgð Guðjóns sjálfs á aðgerðum rannsakenda.Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Fréttablaðið/EyþórAð mati ríkisins hefur sakfellingardómur Hæstaréttar frá 1980 fullt sönnunargildi í málinu, um málsatvik sem þar eru rakin ítarlega „þar til það gagnstæða er sannað“. Sýknudómurinn frá 2018 hafi ekki vægi um annað en úrslit sakarefnis en í honum sé ekki fjallað um málsatvik heldur einungis vísað til kröfugerðar ákæruvaldsins. Að þessu sögðu eru færð rök fyrir því að þau gögn, sem aflað hefur verið á undanförnum árum til að styðja við endurupptöku og að lokum sýknu Guðjóns, geti ekki talist til sönnunargagna í málinu. Vísar ríkið meðal annars til „meints vanhæfis sérfræðiráðgjafa“ og á þar við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing en hann komst að þeirri niðurstöðu í sérfræðiáliti að játningar Guðjóns í málinu væru falskar. Úrskurður endurupptökunefndar í máli Guðjóns telur 922 blaðsíður og hefur meðal annars að geyma ítarlega útlistun á sönnunargildi og áreiðanleika játninga, aðstæðum í gæsluvarðhaldi og einangrun, lyfjagjöf, rannsóknar- og yfirheyrsluaðferðum, aðgengi að verjanda, greiningu á því hvort sönnunargögn hafi verið rangt metin og hvort verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins. Að mati ríkisins getur úrskurður nefndarinnar ekki gengið framar sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 sem sönnunargagn um málsatvik, enda hið síðarnefnda dómur. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir fullyrðingar ríkisins um sönnunargildi nýrra gagna og gildi sýknudómsins rangar. Hæstiréttur hafi í fyrra fallist á mat endurupptökunefndarinnar en í dómi Hæstaréttar segir: „Hvorki eru sérstakir annmarkar á málsmeðferð endurupptökunefndar né mati hennar á þýðingu nýrra gagna.“ Þá hafnar ríkið málsástæðum Guðjóns um ólögmætar rannsóknaraðferðir rannsakenda málsins og ómannúðlega meðferð sem hann mátti þola en til hennar var meðal annars vísað í afsökunarbeiðni forsætisráðherra í fyrra. Í greinargerð ríkisins segir um þetta: „Af hálfu stefnda [ríkisins] er öllum ávirðingum gagnvart lögreglu og dómstólum, svo og ásökunum um meinta refsiverða háttsemi lögreglu, ákæruvalds og dómstóla [...] hafnað, enda ósannaðar með öllu.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira