Kirkja og ríki hafi hag af aðskilnaði Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. september 2019 06:30 Tillagan gerir ráð fyrir fullum aðskilnaði fyrir árið 2034. Fréttablaðið/Ernir „Ég tel tímabært að hefja vinnu að því að skilja að fullu og öllu milli og ríkis og kirkju. Það er ljóst að kirkjan nýtur mikillar sérstöðu í samskiptum sínum við ríkið og fær stuðning langt umfram önnur trúar- og lífsskoðunarfélög,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Jón Steindór er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju og nýja heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Auk alls þingflokks Viðreisnar flytja málið tveir þingmenn frá hverjum flokki, Vinstri grænum, Pírötum og Samfylkingunni.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Tillagan gerir ráð fyrir að frumvörp verði unnin af forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðherra og lögð fram eigi síðar en 2021 og kveði þau á um aðskilnað eigi síðar en árið 2034. „Þannig er gefinn mjög rúmur tími til að hnýta alla hnúta og ráðrúm fyrir kirkjuna að laga sig að breyttum aðstæðum. Ég geri ráð fyrir að kirkjan, ekki síður en ríkið, hefði hag af lagalegum og fjárhagslegum aðskilnaði,“ segir Jón Steindór. Hann segir jafnframt að ríki og kirkja eigi sér auðvitað langa og samofna sögu. Kirkjan hafi í senn haft trúarlegt, menningarlegt og samfélagslegt hlutverk sem beri að virða og viðurkenna. Það breyti því hins vegar ekki að miklar breytingar hafi orðið á síðustu áratugum á viðhorfi til trúar og hlutverks hennar í samfélaginu. „Það á ekki síst við um tengslin við ríkisvaldið og jafnræði milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og þeirra sem kjósa að standa utan slíkra félaga. Þá blasir við að mjög stór og vaxandi hluti landsmanna kýs að standa utan kirkjunnar.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Ég tel tímabært að hefja vinnu að því að skilja að fullu og öllu milli og ríkis og kirkju. Það er ljóst að kirkjan nýtur mikillar sérstöðu í samskiptum sínum við ríkið og fær stuðning langt umfram önnur trúar- og lífsskoðunarfélög,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Jón Steindór er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju og nýja heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Auk alls þingflokks Viðreisnar flytja málið tveir þingmenn frá hverjum flokki, Vinstri grænum, Pírötum og Samfylkingunni.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Tillagan gerir ráð fyrir að frumvörp verði unnin af forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðherra og lögð fram eigi síðar en 2021 og kveði þau á um aðskilnað eigi síðar en árið 2034. „Þannig er gefinn mjög rúmur tími til að hnýta alla hnúta og ráðrúm fyrir kirkjuna að laga sig að breyttum aðstæðum. Ég geri ráð fyrir að kirkjan, ekki síður en ríkið, hefði hag af lagalegum og fjárhagslegum aðskilnaði,“ segir Jón Steindór. Hann segir jafnframt að ríki og kirkja eigi sér auðvitað langa og samofna sögu. Kirkjan hafi í senn haft trúarlegt, menningarlegt og samfélagslegt hlutverk sem beri að virða og viðurkenna. Það breyti því hins vegar ekki að miklar breytingar hafi orðið á síðustu áratugum á viðhorfi til trúar og hlutverks hennar í samfélaginu. „Það á ekki síst við um tengslin við ríkisvaldið og jafnræði milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og þeirra sem kjósa að standa utan slíkra félaga. Þá blasir við að mjög stór og vaxandi hluti landsmanna kýs að standa utan kirkjunnar.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira