Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. september 2019 19:00 Alma Möller, landlæknir, vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Fyrr í mánuðinum óskaði heilbrigðisráðherra eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Landlæknir hefur nú tekið saman minnisblað um stöðuna. „Við höfum auðvitað áhyggjur af veikindum tengdum rafrettum eftir það sem upp hefur komið í Bandaríkjunum, þar hafa yfir 800 manns veikst og tólf látist og við höfum séð eitt tilfelli sem svipar til þessa í Bandaríkjunum og síðan þrjú önnur tilfelli sem eru af öðrum toga þar sem er samfall á lunga,“ segir Alma Möller, landlæknis. Hún hefur mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna. „Tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota veip að staðaldri og yfir tuttugu prósent framhaldsskólanema,“ segir Alma. Alma segir að vísbendingar séu um að börn og ungmenni sem noti rafrettur séu töfalt líklegri til að byrja að reykja hefðbundnar sígarettur síðar. Þá séu vísbendingar um að nikótínnotkun ungmenna geti haft hamlani áhrif á þroska framheilans. „Sem er sá hluti sem hjálpar okkur að taka rökréttar ákvarðanir og stýra tilfinningum,“ segir Alma. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem hafa veikst í Bandaríkjunum hafi notað rafrettuvökva sem innihalda afleiður kannabiss. Ekki eru til rannsóknar um það hér á landi hve margir nota kannabisvökva í rafrettur en ljóst er að framboðið er mikið. Kannabissvökvi er auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu og ljóst að auðvelt er að nálgast efnið. Frá 1. mars síðastliðnum tóku lög um rafrettur gildi en frá þeim tíma hafa 954 tegundir af rafrettuvökva verið skráð hjá Neytendastofu. „Og þessi efni eru öll ekkert rannsökuð nákvæmlega, hvað gerist þegar þeim er andað ofan í lungu,“ segir Alma. Í minnisblaðinu segir að embætti landlæknis vilji leggja tvennt til við ráðherra á þessu stigi, annars vegar að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. „Það er heimild í lögunum um að setja reglugerð til að banna þetta.“ Einnig er lagt til að rafrettur og tengdar vörur séu merktar á íslensku. „Og að það sé tíundað hver hugsanleg heilsufarsleg áhrif geti verið,“ segir Alma Möller, landlæknir. Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Fyrr í mánuðinum óskaði heilbrigðisráðherra eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Landlæknir hefur nú tekið saman minnisblað um stöðuna. „Við höfum auðvitað áhyggjur af veikindum tengdum rafrettum eftir það sem upp hefur komið í Bandaríkjunum, þar hafa yfir 800 manns veikst og tólf látist og við höfum séð eitt tilfelli sem svipar til þessa í Bandaríkjunum og síðan þrjú önnur tilfelli sem eru af öðrum toga þar sem er samfall á lunga,“ segir Alma Möller, landlæknis. Hún hefur mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna. „Tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota veip að staðaldri og yfir tuttugu prósent framhaldsskólanema,“ segir Alma. Alma segir að vísbendingar séu um að börn og ungmenni sem noti rafrettur séu töfalt líklegri til að byrja að reykja hefðbundnar sígarettur síðar. Þá séu vísbendingar um að nikótínnotkun ungmenna geti haft hamlani áhrif á þroska framheilans. „Sem er sá hluti sem hjálpar okkur að taka rökréttar ákvarðanir og stýra tilfinningum,“ segir Alma. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem hafa veikst í Bandaríkjunum hafi notað rafrettuvökva sem innihalda afleiður kannabiss. Ekki eru til rannsóknar um það hér á landi hve margir nota kannabisvökva í rafrettur en ljóst er að framboðið er mikið. Kannabissvökvi er auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu og ljóst að auðvelt er að nálgast efnið. Frá 1. mars síðastliðnum tóku lög um rafrettur gildi en frá þeim tíma hafa 954 tegundir af rafrettuvökva verið skráð hjá Neytendastofu. „Og þessi efni eru öll ekkert rannsökuð nákvæmlega, hvað gerist þegar þeim er andað ofan í lungu,“ segir Alma. Í minnisblaðinu segir að embætti landlæknis vilji leggja tvennt til við ráðherra á þessu stigi, annars vegar að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. „Það er heimild í lögunum um að setja reglugerð til að banna þetta.“ Einnig er lagt til að rafrettur og tengdar vörur séu merktar á íslensku. „Og að það sé tíundað hver hugsanleg heilsufarsleg áhrif geti verið,“ segir Alma Möller, landlæknir.
Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira