Grunaði aldrei að einkennin mætti rekja til brjóstapúðanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2019 13:57 Dóra Björnsdóttir Stephensen ljósmóðir ákvað að segja sína sögu í von um að geta hjálpað öðrum konum með sömu einkenni. Getty/Aðsent Dóra Björnsdóttir Stephensen ljósmóðir hafði síðustu ár upplifað ýmsa líkamlega kvilla sem erfitt var að finna ástæðu fyrir. Hún var í tvo mánuði frá vinnu vegna veikinda sinna en aldrei fannst skýring á veikindunum. Í sumar kom svo í ljós að einkennin voru öll vegna brjóstapúðanna sem hún hafði fengið árið 2014. Dóra segir að það sé samfélagsleg skylda sín að vekja athygli á málinu út frá eigin reynslu. „Það sem hefur meðal annars hrjáð mig er gríðarleg þreyta, einbeitingarskortur, minnistruflanir, höfuðverkir, mígreni, kvíði, tíð þvaglát, verkir í vöðvum og liðum, hárlos, þurrt hár og húð, óþol fyrir ýmsum matartegundum og almenn vanlíðan.“ Dóra segir frá þessu á Facebook til þess að ná til kvenna sem gætu verið að upplifa sömu einkenni án þess að átta sig á ástæðunni. „Ég hef oft leitað til lækna út af mínum einkennum en lítið verið um skýringar. Ég hef farið í aðgerð á þvagblöðru sem bætti ástandið lítið. Ég hef verið greind þunglynd af heimilislækni, greining sem ég fékk eftir hálftíma viðtal og í kjölfarið var ég sett á þunglyndislyf sem gerðu ástandið verra ef eitthvað var.“ Fyrir ári síðan fór Dóra svo í veikindaleyfi út af einkennum kulnunar þrátt fyrir að vita í rauninni ekki af hverju henni leið svona illa. „Ég var frá vinnu í tvo mánuði en að þeim loknum hafði líðanin ekkert batnað. Mér fannst ég ekki passa inn í „burn out“ greininguna og ekki heldur þunglyndisgreininguna, en hvað gat verið að? Allar blóðprufur voru eðlilegar og í raun voru engin svör að finna við minni vanlíðan, eina svarið sem heimilislæknirinn hafði við þessu var þunglyndislyf og samtalsmeðferð. Í vor var ég komin á þá niðurstöðu að þetta hlyti að vera aldurinn og erfið vinnuskilyrði og lausnin væri að skipta um starf og hætta að vinna á þrískiptum vöktum.“Dæmi eru um að brjóstapúðar leki.Fréttablaðið/VilhelmÆtlaði ekki að fá nýja púða Í júní sá hún svo færslu á Facebook sem átti eftir að hafa mikil áhrif og kollverpa hennar tilveru. „Þarna var mögulega svarið við öllum mínum kvillum. Í þessari stöðufærslu lýsir kona öllum þeim einkennum sem ég hafði verið að glíma við og hvernig hún losnaði við þau flest ef ekki öll með því að láta fjarlægja brjóstapúða úr líkamanum. Mig hafði aldrei grunað að þessi einkenni mætti rekja til brjóstapúðanna sem ég var með.“ Í kjölfarið af þessu fór Dóra að afla sér upplýsinga um svokallað Breast Implant Illness. Hún segir að við lesturinn hafi nýr heimur opnast. „Hundrað þúsund konur í Facebook hóp lýsa sömu einkennum og ég hafði verið að glíma við og hvernig þeim fór að líða betur eftir að hafa látið fjarlægja púðana og örvefinn í kringum þá.“ Dóra fékk sína fyrstu brjóstapúða árið 2000 og skipti svo um púða árið 2014, þar sem mælt hafði verið með því að skipta um púða á um það bil tíu ára fresti. Hún íhugaði á þeim tímapunkti að láta fjarlægja púðana og setja ekki aðra í staðinn en eftir að hafa rætt við lækninn lét hún setja aðra brjóstapúða í. „Ég sagði við lýtalækninn að ég væri jafnvel að spá í að láta bara taka gömlu púðana án þess að fá nýja þar sem þörfin fyrir þessa púða var algjörlega horfin hjá mér. Hún sagði mér að það myndi ekki vera gott fyrir útlitið mitt, brjóstin yrðu mjög tóm og lafandi og ég yrði aldrei sátt við mig þannig“ Læknirinn sagði henni einnig frá nýjum púðum sem komnir væru á markað og myndu endast út ævina. „Ég þyrfti aldrei að skipta aftur. Eftir þessa aðgerð fór allt að breytast hægt og rólega til verri vegar og hafa síðustu tvö ár verið hræðileg. Það er erfitt að segja frá þessu en vanlíðanin hefur verið það mikil að hugsunin hvort ekki sé betra að enda þetta allt hefur komið upp, því hvernig á maður að halda áfram með lífið algjörlega orkulaus með óútskýrða verki og gríðarlega vanlíðan?“ Eftir að Dóra heyrði fyrst um Breast Implant Illness gerðust hlutirnir hratt og nú fyrr í þessum mánuði lét hún fjarlægja brjóstapúðana sína. „Ég las allt sem ég komst yfir um efnið og svo hófst leitin að hæfum skurðlækni til að fjarlægja púðana og örvefinn í kringum þá. Margir lýtalæknar telja ekki þörf á að taka örvefinn með, en það eru yfirleitt þeir sem neita því að púðarnir geti valdið þessum veikindum. Í júlí hitti ég svo lækni á Íslandi, mjög færan brjóstaskurðlæknir sem lofaði mér að fjarlægja allt sem fjarlægja þarf og fór ég í aðgerð þann 3. september.“ Dóra er ekki orðin einkennalaus en líðan hennar hefur samt ekki verið betri í langan tíma. „Það tekur tíma fyrir líkamann að jafna sig og losna við allt eitrið úr líkamanum en ég fór fljótt að finna stóran mun á mér. Ég er ekki þreytt alla daga og hugurinn er mun skýrari en áður. Vöðvaverkirnir eru farnir og hár og húð eru að ná eðlilegum raka. Mér hefur ekki liðið betur, andlega og líkamlega í mörg ár! Þess má geta að nú fjórum vikum eftir aðgerð eru brjóstin mín hvorki tóm né lafandi eins og ákveðinn lýtalæknir hafði lofað mér. Þau eru fullkomlega ófullkomin, dásamlega náttúruleg og laus við eiturefnin.“Ónæmiskerfið í stöðugri vörn Í hópnum BII Iceland eru hátt í 600 meðlimir þegar þetta er skrifað. Einnig bendir Dóra konum á að skoða síðuna Healing Breast Implant Illness en þar er að finna mikinn fróðleik um Breast Implant Illness og í samnefndum Facebook hóp eru í kringum 100.000 konur. „En af hverju valda brjóstapúðar þessum einkennum og af hverju virðast læknar ekki vita af þessu? Af hverju er ekki búið að rannsaka þetta? Svarið er að þetta hefur verið rannsakað, þessi aukaverkun af brjóstapúðum hefur verið þekkt frá upphafi þeirra á sjöunda áratug síðustu aldar. Rannsóknir eru kannski ekki margar og ekki áberandi, en þær eru til! Svo er það líka staðreynd að flestar rannsóknir eru gerðar af brjóstapúðaframleiðendunum sjálfum og ef slíkar rannsóknir sína fram á öryggi brjóstapúða þá þarf kannski að skoða hvernig rannsóknin er sett upp. Ef ég hefði verið spurð hvort ég væri að upplifa einhver óþægindi af mínum brjóstapúðum áður en ég heyrði um Breast Implant Illness, sem þátttakandi í rannsókn, hefði svarið verið nei, enda tengdi ég aldrei þessi einkenni við brjóstin á mér og grunaði ekki að þetta gæti tengst þeim.“ Dóra segir að púðarnir eitri líkamann og að þeir rofni mun oftar en lýtalæknar haldi fram. „Það sem gerist þegar brjóstapúðar eru settir inn í líkamann er að ónæmiskerfi líkamans bregst við þessum aðskotahlut með því að mynda örvef í kringum hann til að vernda líkamann. Þó púðarnir séu alveg heilir þá hefur verið sýnt fram á að sílikon og önnur toxísk efni blæða út í örvefinn og ónæmiskerfi líkamans er í stöðugri vörn. Púðarnir eru í raun að eitra líkamann hægt og rólega. Þegar ónæmiskerfið er svo komið á yfirsnúning við að halda þessum aðskotahlut og eiturefnum í skefjum þá verðum við meira berskjölduð fyrir öðrum veikindum og sýkingum. Sjálfsofnæmissjúkdómar koma fram og bólgur myndast í líkamanum með tilheyrandi verkjum, óþægindum og vanlíðan. Það að púðar rofni í líkamanum er einnig mun algengara en lýtalæknar halda fram þegar rætt er um áhættuþætti. Ég hef séð margar myndir af rofnum púðum af sömu tegund og ég var með, þessum sem áttu að endast út ævina. FDA (U.S. Food and Drug Administration) hefur nýlega flokkað Breast Implant Illness undir áhættuþætti brjóstapúða á heimasíðu sinni.“ Hún segir að vonandi fari þetta að verða viðurkennt í heilbrigðiskerfum heimsins og konur varaðar við þessum stóra áhættuþætti áður en þær fá sér brjóstapúða. „Þær sem eru með brjóstapúða geta þá fengið rétta greiningu hjá heimilislækni, þegar einkennin koma svo fram. Ég er viss um að það er fullt af konum þarna úti sem þjást daglega án þess að vita af hverju.“ Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Áfram fylgst náið með brjóstapúðum Ekki er talin þörf á því að grípa til sérstakra aðgerða vegna kvenna sem eru með brjóstapúða sem tengdir hafa verið við sjaldgæft eitilfrumukrabbamein. Enginn dæmi eru um að kona hafi greinst með eitilfrumukrabbamein tengt brjóstapúðum hér á landi. 7. maí 2019 11:06 Fékk sjálfsofnæmi vegna brjóstapúða: Tók mörg ár að finna rót vandans Hún segist óska þess að geta sagt ungu sér að sú ákvörðun væri óþarfi enda átti hún eftir að draga töluverðan dilk á eftir sér. 5. júlí 2019 16:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Dóra Björnsdóttir Stephensen ljósmóðir hafði síðustu ár upplifað ýmsa líkamlega kvilla sem erfitt var að finna ástæðu fyrir. Hún var í tvo mánuði frá vinnu vegna veikinda sinna en aldrei fannst skýring á veikindunum. Í sumar kom svo í ljós að einkennin voru öll vegna brjóstapúðanna sem hún hafði fengið árið 2014. Dóra segir að það sé samfélagsleg skylda sín að vekja athygli á málinu út frá eigin reynslu. „Það sem hefur meðal annars hrjáð mig er gríðarleg þreyta, einbeitingarskortur, minnistruflanir, höfuðverkir, mígreni, kvíði, tíð þvaglát, verkir í vöðvum og liðum, hárlos, þurrt hár og húð, óþol fyrir ýmsum matartegundum og almenn vanlíðan.“ Dóra segir frá þessu á Facebook til þess að ná til kvenna sem gætu verið að upplifa sömu einkenni án þess að átta sig á ástæðunni. „Ég hef oft leitað til lækna út af mínum einkennum en lítið verið um skýringar. Ég hef farið í aðgerð á þvagblöðru sem bætti ástandið lítið. Ég hef verið greind þunglynd af heimilislækni, greining sem ég fékk eftir hálftíma viðtal og í kjölfarið var ég sett á þunglyndislyf sem gerðu ástandið verra ef eitthvað var.“ Fyrir ári síðan fór Dóra svo í veikindaleyfi út af einkennum kulnunar þrátt fyrir að vita í rauninni ekki af hverju henni leið svona illa. „Ég var frá vinnu í tvo mánuði en að þeim loknum hafði líðanin ekkert batnað. Mér fannst ég ekki passa inn í „burn out“ greininguna og ekki heldur þunglyndisgreininguna, en hvað gat verið að? Allar blóðprufur voru eðlilegar og í raun voru engin svör að finna við minni vanlíðan, eina svarið sem heimilislæknirinn hafði við þessu var þunglyndislyf og samtalsmeðferð. Í vor var ég komin á þá niðurstöðu að þetta hlyti að vera aldurinn og erfið vinnuskilyrði og lausnin væri að skipta um starf og hætta að vinna á þrískiptum vöktum.“Dæmi eru um að brjóstapúðar leki.Fréttablaðið/VilhelmÆtlaði ekki að fá nýja púða Í júní sá hún svo færslu á Facebook sem átti eftir að hafa mikil áhrif og kollverpa hennar tilveru. „Þarna var mögulega svarið við öllum mínum kvillum. Í þessari stöðufærslu lýsir kona öllum þeim einkennum sem ég hafði verið að glíma við og hvernig hún losnaði við þau flest ef ekki öll með því að láta fjarlægja brjóstapúða úr líkamanum. Mig hafði aldrei grunað að þessi einkenni mætti rekja til brjóstapúðanna sem ég var með.“ Í kjölfarið af þessu fór Dóra að afla sér upplýsinga um svokallað Breast Implant Illness. Hún segir að við lesturinn hafi nýr heimur opnast. „Hundrað þúsund konur í Facebook hóp lýsa sömu einkennum og ég hafði verið að glíma við og hvernig þeim fór að líða betur eftir að hafa látið fjarlægja púðana og örvefinn í kringum þá.“ Dóra fékk sína fyrstu brjóstapúða árið 2000 og skipti svo um púða árið 2014, þar sem mælt hafði verið með því að skipta um púða á um það bil tíu ára fresti. Hún íhugaði á þeim tímapunkti að láta fjarlægja púðana og setja ekki aðra í staðinn en eftir að hafa rætt við lækninn lét hún setja aðra brjóstapúða í. „Ég sagði við lýtalækninn að ég væri jafnvel að spá í að láta bara taka gömlu púðana án þess að fá nýja þar sem þörfin fyrir þessa púða var algjörlega horfin hjá mér. Hún sagði mér að það myndi ekki vera gott fyrir útlitið mitt, brjóstin yrðu mjög tóm og lafandi og ég yrði aldrei sátt við mig þannig“ Læknirinn sagði henni einnig frá nýjum púðum sem komnir væru á markað og myndu endast út ævina. „Ég þyrfti aldrei að skipta aftur. Eftir þessa aðgerð fór allt að breytast hægt og rólega til verri vegar og hafa síðustu tvö ár verið hræðileg. Það er erfitt að segja frá þessu en vanlíðanin hefur verið það mikil að hugsunin hvort ekki sé betra að enda þetta allt hefur komið upp, því hvernig á maður að halda áfram með lífið algjörlega orkulaus með óútskýrða verki og gríðarlega vanlíðan?“ Eftir að Dóra heyrði fyrst um Breast Implant Illness gerðust hlutirnir hratt og nú fyrr í þessum mánuði lét hún fjarlægja brjóstapúðana sína. „Ég las allt sem ég komst yfir um efnið og svo hófst leitin að hæfum skurðlækni til að fjarlægja púðana og örvefinn í kringum þá. Margir lýtalæknar telja ekki þörf á að taka örvefinn með, en það eru yfirleitt þeir sem neita því að púðarnir geti valdið þessum veikindum. Í júlí hitti ég svo lækni á Íslandi, mjög færan brjóstaskurðlæknir sem lofaði mér að fjarlægja allt sem fjarlægja þarf og fór ég í aðgerð þann 3. september.“ Dóra er ekki orðin einkennalaus en líðan hennar hefur samt ekki verið betri í langan tíma. „Það tekur tíma fyrir líkamann að jafna sig og losna við allt eitrið úr líkamanum en ég fór fljótt að finna stóran mun á mér. Ég er ekki þreytt alla daga og hugurinn er mun skýrari en áður. Vöðvaverkirnir eru farnir og hár og húð eru að ná eðlilegum raka. Mér hefur ekki liðið betur, andlega og líkamlega í mörg ár! Þess má geta að nú fjórum vikum eftir aðgerð eru brjóstin mín hvorki tóm né lafandi eins og ákveðinn lýtalæknir hafði lofað mér. Þau eru fullkomlega ófullkomin, dásamlega náttúruleg og laus við eiturefnin.“Ónæmiskerfið í stöðugri vörn Í hópnum BII Iceland eru hátt í 600 meðlimir þegar þetta er skrifað. Einnig bendir Dóra konum á að skoða síðuna Healing Breast Implant Illness en þar er að finna mikinn fróðleik um Breast Implant Illness og í samnefndum Facebook hóp eru í kringum 100.000 konur. „En af hverju valda brjóstapúðar þessum einkennum og af hverju virðast læknar ekki vita af þessu? Af hverju er ekki búið að rannsaka þetta? Svarið er að þetta hefur verið rannsakað, þessi aukaverkun af brjóstapúðum hefur verið þekkt frá upphafi þeirra á sjöunda áratug síðustu aldar. Rannsóknir eru kannski ekki margar og ekki áberandi, en þær eru til! Svo er það líka staðreynd að flestar rannsóknir eru gerðar af brjóstapúðaframleiðendunum sjálfum og ef slíkar rannsóknir sína fram á öryggi brjóstapúða þá þarf kannski að skoða hvernig rannsóknin er sett upp. Ef ég hefði verið spurð hvort ég væri að upplifa einhver óþægindi af mínum brjóstapúðum áður en ég heyrði um Breast Implant Illness, sem þátttakandi í rannsókn, hefði svarið verið nei, enda tengdi ég aldrei þessi einkenni við brjóstin á mér og grunaði ekki að þetta gæti tengst þeim.“ Dóra segir að púðarnir eitri líkamann og að þeir rofni mun oftar en lýtalæknar haldi fram. „Það sem gerist þegar brjóstapúðar eru settir inn í líkamann er að ónæmiskerfi líkamans bregst við þessum aðskotahlut með því að mynda örvef í kringum hann til að vernda líkamann. Þó púðarnir séu alveg heilir þá hefur verið sýnt fram á að sílikon og önnur toxísk efni blæða út í örvefinn og ónæmiskerfi líkamans er í stöðugri vörn. Púðarnir eru í raun að eitra líkamann hægt og rólega. Þegar ónæmiskerfið er svo komið á yfirsnúning við að halda þessum aðskotahlut og eiturefnum í skefjum þá verðum við meira berskjölduð fyrir öðrum veikindum og sýkingum. Sjálfsofnæmissjúkdómar koma fram og bólgur myndast í líkamanum með tilheyrandi verkjum, óþægindum og vanlíðan. Það að púðar rofni í líkamanum er einnig mun algengara en lýtalæknar halda fram þegar rætt er um áhættuþætti. Ég hef séð margar myndir af rofnum púðum af sömu tegund og ég var með, þessum sem áttu að endast út ævina. FDA (U.S. Food and Drug Administration) hefur nýlega flokkað Breast Implant Illness undir áhættuþætti brjóstapúða á heimasíðu sinni.“ Hún segir að vonandi fari þetta að verða viðurkennt í heilbrigðiskerfum heimsins og konur varaðar við þessum stóra áhættuþætti áður en þær fá sér brjóstapúða. „Þær sem eru með brjóstapúða geta þá fengið rétta greiningu hjá heimilislækni, þegar einkennin koma svo fram. Ég er viss um að það er fullt af konum þarna úti sem þjást daglega án þess að vita af hverju.“
Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Áfram fylgst náið með brjóstapúðum Ekki er talin þörf á því að grípa til sérstakra aðgerða vegna kvenna sem eru með brjóstapúða sem tengdir hafa verið við sjaldgæft eitilfrumukrabbamein. Enginn dæmi eru um að kona hafi greinst með eitilfrumukrabbamein tengt brjóstapúðum hér á landi. 7. maí 2019 11:06 Fékk sjálfsofnæmi vegna brjóstapúða: Tók mörg ár að finna rót vandans Hún segist óska þess að geta sagt ungu sér að sú ákvörðun væri óþarfi enda átti hún eftir að draga töluverðan dilk á eftir sér. 5. júlí 2019 16:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Áfram fylgst náið með brjóstapúðum Ekki er talin þörf á því að grípa til sérstakra aðgerða vegna kvenna sem eru með brjóstapúða sem tengdir hafa verið við sjaldgæft eitilfrumukrabbamein. Enginn dæmi eru um að kona hafi greinst með eitilfrumukrabbamein tengt brjóstapúðum hér á landi. 7. maí 2019 11:06
Fékk sjálfsofnæmi vegna brjóstapúða: Tók mörg ár að finna rót vandans Hún segist óska þess að geta sagt ungu sér að sú ákvörðun væri óþarfi enda átti hún eftir að draga töluverðan dilk á eftir sér. 5. júlí 2019 16:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent