Þetta eru nýju lestarstöðvar Kaupmannahafnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. september 2019 11:45 Áætlað er að tvöfalt fleiri farþegar muni nýta sér Metro-lestarkerfi Kaupmannahafnar með tilkomu Cityringen. Þessi mynd er tekin á stöðinni København H, einni af nýju stöðvunum. Epa/Ida Marie Odgaard Sautján nýjar stöðvar í Metro-lestarkerfi Kaupmannahafnar voru opnaðar í gær við hátíðlega athöfn. Stöðvarnar marka nýjan samgönguás í kerfinu, sem fengið hefur nafnið Cityringen, og tengir miðborgina við Austurbrú, Norðurbrú, Vesturbrú auk Friðriksbergs.Sjá einnig: Danir flykktust ofan í nýjar neðanjarðarlestir í gær Framkvæmdir við Cityringen hafa staðið yfir undanfarin 8 ár og er ekki endanlega lokið. Þó sér fyrir endann á framkvæmdunum sem sagðar eru þær umfangsmestu í Kaupmannahöfn í 400 ár, þegar Kristján 4. Danakonungur lét byggja upp Kristjánshöfn. Kostnaðurinn við Cityringen er sagður rúmlega 22 milljarðar danskra króna, um 400 milljarðar íslenskra króna.Svona er Metro-lestarkerfið teiknað upp, eftir tilkomu Cityringen.MetroMetro-kerfið var kynnt til sögunnar árið 2002 og samanstendur af sjálfkeyrandi léttlestum sem aka að mestu neðanjarðar á lestarteinum. Stöðvarnar eru nú 37 talsins í það heila og verða orðnar 44 árið 2024. Rúmlega milljón manns nota vagnana vikulega en ætlað er að með tilkomu nýju Cityringen-leiðarinnar muni farþegafjöldinn tvöfaldast. Strax á næsta ári er áætlað að Metro-kerfið muni flytja um 122 milljónir farþega árlega. Hér að neðan má sjá myndir af nýju lestarstöðvunum 17, sem fengnar eru með leyfi Metro í Kaupmannahöfn. Á vef danska ríkisútvarpsins má jafnframt nálgast umsagnir arkitektsins Jahn Gehl um stöðvarnar, en honum þykir mikið til þeirra koma enda hver með sínu sniði.Aksel Møllers HaveMetroEnghave PladsMetroFrederiksberg AlléMetroFrederiksberg.metroGammel StrandMetroKongens NytorvMetroMarmorkirkenMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetro Danmörk Tækni Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira
Sautján nýjar stöðvar í Metro-lestarkerfi Kaupmannahafnar voru opnaðar í gær við hátíðlega athöfn. Stöðvarnar marka nýjan samgönguás í kerfinu, sem fengið hefur nafnið Cityringen, og tengir miðborgina við Austurbrú, Norðurbrú, Vesturbrú auk Friðriksbergs.Sjá einnig: Danir flykktust ofan í nýjar neðanjarðarlestir í gær Framkvæmdir við Cityringen hafa staðið yfir undanfarin 8 ár og er ekki endanlega lokið. Þó sér fyrir endann á framkvæmdunum sem sagðar eru þær umfangsmestu í Kaupmannahöfn í 400 ár, þegar Kristján 4. Danakonungur lét byggja upp Kristjánshöfn. Kostnaðurinn við Cityringen er sagður rúmlega 22 milljarðar danskra króna, um 400 milljarðar íslenskra króna.Svona er Metro-lestarkerfið teiknað upp, eftir tilkomu Cityringen.MetroMetro-kerfið var kynnt til sögunnar árið 2002 og samanstendur af sjálfkeyrandi léttlestum sem aka að mestu neðanjarðar á lestarteinum. Stöðvarnar eru nú 37 talsins í það heila og verða orðnar 44 árið 2024. Rúmlega milljón manns nota vagnana vikulega en ætlað er að með tilkomu nýju Cityringen-leiðarinnar muni farþegafjöldinn tvöfaldast. Strax á næsta ári er áætlað að Metro-kerfið muni flytja um 122 milljónir farþega árlega. Hér að neðan má sjá myndir af nýju lestarstöðvunum 17, sem fengnar eru með leyfi Metro í Kaupmannahöfn. Á vef danska ríkisútvarpsins má jafnframt nálgast umsagnir arkitektsins Jahn Gehl um stöðvarnar, en honum þykir mikið til þeirra koma enda hver með sínu sniði.Aksel Møllers HaveMetroEnghave PladsMetroFrederiksberg AlléMetroFrederiksberg.metroGammel StrandMetroKongens NytorvMetroMarmorkirkenMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetro
Danmörk Tækni Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira