Var gripinn glóðvolgur við að leka hernaðarleyndarmálum til fjölmiðla Andri Eysteinsson skrifar 9. október 2019 20:30 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá ákærunni í dag. Getty/Wong Henry Kyler Frese, starfsmaður leyniþjónustu herafla Bandaríkjanna (e.Defense Intelligence Agency), hefur verið handtekinn og er sakaður um að hafa lekið hernaðarlega mikilvægum leynigögnum til tveggja blaðamanna. Brotin er sögð hafa verið framin í ár og í fyrra. Frá þessu greindi John C. Demers, yfirmaður í þjóðaröryggisdeild Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, í yfirlýsingu í dag. Fram kemur í frétt CNBC um málið að Frese, sem er þrítugur að aldri hafi hafið störf hjá hinu opinbera sem verktaki í janúar 2017. Með tíð og tíma hafi hann orðið fastráðinn starfsmaður og hafði öryggisheimild sem veitti honum aðgang að mikilvægustu gögnum deildarinnar. Þá sagði í yfirlýsingu Dómsmálaráðuneytisins að Frese hafi átt í ástarsambandi með öðrum blaðamanninum sem hann lak gögnum til. Sá ónefndi blaðamaður hafi skrifað átta greinar upp úr hið minnsta fimm skýrslum sem Frese hafði aflað með ólögmætum hætti. Frese komst í samband við hinn blaðamanninn á Twitter og sagðist munu tala við seinni blaðamanninn ef það þýddi að sá fyrri myndi græða á því innan síns vinnustaðar.Talaði við blaðamann í síma sem fylgst var með Í ákærunni sem gefin var út á hendur Frese segir að 24. september síðastliðinn hafi Frese verið gripinn glóðvolgur en þann dag lak hann viðkvæmum upplýsingum til seinni blaðamannsins en Frese var undir smásjá yfirvalda sem höfðu hlerað farsíma hans. Þá segir í ákærunni að Frese hafi nálgast gögn sem tengdust ekki hans starfi innan stofnunarinnar, þar á meðal upplýsingum um vopn og varnir annars ríkis. Verði Frese dæmdur sekur um gagnaleka á hann yfir höfði sér 10 ára fangelsisvist. G. Zachary Tellwiger ríkissaksóknari í Austur-Virginíu, umdæmisins þar sem réttað verður yfir Frese, sagði að Frese hafi rofið eiða sem hann hét og hafi brotið gegn trausti Bandaríkjanna á honum. „Ákæran ætti að minna alla þá, sem hafa sömu öryggisheimild og Frese, að dreifa slíkum upplýsingum vegna eigin hagsmuna sé ekki hetjuleg gjörð heldur glæpsamleg,“ sagði Tellwiger. Bandaríkin Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Henry Kyler Frese, starfsmaður leyniþjónustu herafla Bandaríkjanna (e.Defense Intelligence Agency), hefur verið handtekinn og er sakaður um að hafa lekið hernaðarlega mikilvægum leynigögnum til tveggja blaðamanna. Brotin er sögð hafa verið framin í ár og í fyrra. Frá þessu greindi John C. Demers, yfirmaður í þjóðaröryggisdeild Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, í yfirlýsingu í dag. Fram kemur í frétt CNBC um málið að Frese, sem er þrítugur að aldri hafi hafið störf hjá hinu opinbera sem verktaki í janúar 2017. Með tíð og tíma hafi hann orðið fastráðinn starfsmaður og hafði öryggisheimild sem veitti honum aðgang að mikilvægustu gögnum deildarinnar. Þá sagði í yfirlýsingu Dómsmálaráðuneytisins að Frese hafi átt í ástarsambandi með öðrum blaðamanninum sem hann lak gögnum til. Sá ónefndi blaðamaður hafi skrifað átta greinar upp úr hið minnsta fimm skýrslum sem Frese hafði aflað með ólögmætum hætti. Frese komst í samband við hinn blaðamanninn á Twitter og sagðist munu tala við seinni blaðamanninn ef það þýddi að sá fyrri myndi græða á því innan síns vinnustaðar.Talaði við blaðamann í síma sem fylgst var með Í ákærunni sem gefin var út á hendur Frese segir að 24. september síðastliðinn hafi Frese verið gripinn glóðvolgur en þann dag lak hann viðkvæmum upplýsingum til seinni blaðamannsins en Frese var undir smásjá yfirvalda sem höfðu hlerað farsíma hans. Þá segir í ákærunni að Frese hafi nálgast gögn sem tengdust ekki hans starfi innan stofnunarinnar, þar á meðal upplýsingum um vopn og varnir annars ríkis. Verði Frese dæmdur sekur um gagnaleka á hann yfir höfði sér 10 ára fangelsisvist. G. Zachary Tellwiger ríkissaksóknari í Austur-Virginíu, umdæmisins þar sem réttað verður yfir Frese, sagði að Frese hafi rofið eiða sem hann hét og hafi brotið gegn trausti Bandaríkjanna á honum. „Ákæran ætti að minna alla þá, sem hafa sömu öryggisheimild og Frese, að dreifa slíkum upplýsingum vegna eigin hagsmuna sé ekki hetjuleg gjörð heldur glæpsamleg,“ sagði Tellwiger.
Bandaríkin Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira