Brynjar sakar stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2019 12:36 Brynjar, sem er lögmaður, var eini stjórnarþingmaðurinn fyrir utan forsætisráðherra sem tók þátt í umræðunum og gekk mjög hart fram í gagnrýni sinni á frumvarp forsætisráðherra og raunar allan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart fyrrverandi sakborningum og dómstólum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bætur til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á Alþingi í gær og sagði málsmeðferðina fullkomið hneyksli. Enginn stjórnarþingmaður kom forsætisráðherra til varnar í umræðunum sem klökknaði undir lok hennar í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar árið 2017 þar sem allir sakborningar nema Erla Bolladóttir í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru sýknaðir. Í frumvarpinu felst viðurkenning á bótaskyldu ríkisins og tími gefinn fram í júní á næsta ári að ná samningum við sakborninga um bætur. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist telja að málið fæli í sér hættulegt fordæmi. Það væri dómstóla að skera úr um bætur til fyrrverandi sakborninga. Brynjar, sem er lögfræðingur, var eini stjórnarþingmaðurinn fyrir utan forsætisráðherra sem tók þátt í umræðunum og gekk mjög hart fram í gagnrýni sinni á frumvarp forsætisráðherra og raunar allan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart fyrrverandi sakborningum og dómstólum undanfarin ár. „Þetta er raunverulega algerlega með ólíkindum og ég lít á alla þessa málsmeðferð sem aðför að dómsvaldinu í landinu. Hvað sem okkur kann að finnast um það. Það er ekki alltaf sem maður er sammála niðurstöðu dómstóla. En að stjórnmálamenn séu almennt á þeirri vegferð að taka fram fyrir hendur á þeim; ákveða að taka upp mál, ákveða að krefjast sýknu og koma svo og ákveða að greiða þeim bætur umfram allt sem lög gera ráð fyrir og hafa hingað til ekki gert ráð fyrir. Þessi málsmeðferð er fullkomið hneyksli að mínu viti,“ sagði Brynjar.Forsætisráðherra beygði af í lokaræðu Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig er lögmaður tók undir flest það sem Brynjar sagði varðandi lögfræðilega hlið málsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu flestir málatilbúnað forsætisráðherra en Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar lýsti sig þó sammála forsætisráðherra um að þörf væri á að leggja frumvarpið fram. „Ég er ekki viss um að það sé lögfræðilega nauðsynlegt. En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld til að bjarga andlitinu,“ sagði Margrét. Hörð gagnrýni margra þingmanna hafði greinilega mikil áhrif á forsætisráðherra sem sagðist vera að fara að ráðleggingum helstu sérfræðinga sem komið hefðu að málinu fyrir hönd stjórnvalda. Katrín klökknaði undir lok síðustu ræðu sinnar og eftir að hún var sest í sæti sitt mátti sjá hana þerra tár af hvarmi og augljóst að málatilbúnaður þingmanna olli henni geðshræringu. „Hér er ekki verið að biðja háttvirta þingmenn að taka þátt í efnislegri umræðu um inntak máls eða fara hér í einhver yfirboð á fjárhæðum. Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi og mér þykir það leitt ef háttvirtir þingmenn gera mér það upp hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Dómstólar Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bætur til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á Alþingi í gær og sagði málsmeðferðina fullkomið hneyksli. Enginn stjórnarþingmaður kom forsætisráðherra til varnar í umræðunum sem klökknaði undir lok hennar í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar árið 2017 þar sem allir sakborningar nema Erla Bolladóttir í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru sýknaðir. Í frumvarpinu felst viðurkenning á bótaskyldu ríkisins og tími gefinn fram í júní á næsta ári að ná samningum við sakborninga um bætur. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist telja að málið fæli í sér hættulegt fordæmi. Það væri dómstóla að skera úr um bætur til fyrrverandi sakborninga. Brynjar, sem er lögfræðingur, var eini stjórnarþingmaðurinn fyrir utan forsætisráðherra sem tók þátt í umræðunum og gekk mjög hart fram í gagnrýni sinni á frumvarp forsætisráðherra og raunar allan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart fyrrverandi sakborningum og dómstólum undanfarin ár. „Þetta er raunverulega algerlega með ólíkindum og ég lít á alla þessa málsmeðferð sem aðför að dómsvaldinu í landinu. Hvað sem okkur kann að finnast um það. Það er ekki alltaf sem maður er sammála niðurstöðu dómstóla. En að stjórnmálamenn séu almennt á þeirri vegferð að taka fram fyrir hendur á þeim; ákveða að taka upp mál, ákveða að krefjast sýknu og koma svo og ákveða að greiða þeim bætur umfram allt sem lög gera ráð fyrir og hafa hingað til ekki gert ráð fyrir. Þessi málsmeðferð er fullkomið hneyksli að mínu viti,“ sagði Brynjar.Forsætisráðherra beygði af í lokaræðu Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig er lögmaður tók undir flest það sem Brynjar sagði varðandi lögfræðilega hlið málsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu flestir málatilbúnað forsætisráðherra en Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar lýsti sig þó sammála forsætisráðherra um að þörf væri á að leggja frumvarpið fram. „Ég er ekki viss um að það sé lögfræðilega nauðsynlegt. En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld til að bjarga andlitinu,“ sagði Margrét. Hörð gagnrýni margra þingmanna hafði greinilega mikil áhrif á forsætisráðherra sem sagðist vera að fara að ráðleggingum helstu sérfræðinga sem komið hefðu að málinu fyrir hönd stjórnvalda. Katrín klökknaði undir lok síðustu ræðu sinnar og eftir að hún var sest í sæti sitt mátti sjá hana þerra tár af hvarmi og augljóst að málatilbúnaður þingmanna olli henni geðshræringu. „Hér er ekki verið að biðja háttvirta þingmenn að taka þátt í efnislegri umræðu um inntak máls eða fara hér í einhver yfirboð á fjárhæðum. Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi og mér þykir það leitt ef háttvirtir þingmenn gera mér það upp hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Dómstólar Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37
„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30
Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19