Landsliðsþjálfarinn fékk rautt í stórsigri Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 9. október 2019 10:00 Jón Þór Hauksson. vísir/vilhelm Leikur Íslands og Lettlands á Liepaja-vellinum í gær fer seint í sögubækurnar fyrir stórkostlegan fótbolta enda voru aðstæður eins og þær verða verstar. Völlurinn var þungur eftir miklar rigningar undanfarið og lúmskur vindur. Þó fylgdi íslenska liðið leikplani landsliðsþjálfarans og hélt breiddinni vel. Þrumaði boltanum fyrir í gríð og erg sem skapaði hættu nánast við hverja fyrirgjöf. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta markið á 17. mínútu eftir fyrirgjöf Gunnhildar Yrsu. Dagný Brynjarsdóttir tvöfaldaði forustuna á 29. mínútu þar sem hún var alein og yfirgefin á fjærsvæðinu. Síðasta mark fyrri hálfleiksins var sprellimark Mariju Ibragimovu markvarðar eftir hornspyrnu Fanndísar. Til marks um yfirburði Íslands í fyrri hálfleik kom Sandra Sigurðardóttir markvörður varla við boltann og ekkert fyrstu 20 mínúturnar. Síðari hálfleikurinn var varla farinn af stað þegar Elín Metta skoraði sitt 14. landsliðsmark eftir klaufagang í vörn heimakvenna. Elín Metta var að jafna Olgu Færseth yfir flest mörk fyrir Ísland og eru þær í 10. sæti. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fimmta markið en þetta var fyrsta mark hennar fyrir Íslands hönd. Markadrottningin Margrét Lára setti svo punktinn yfir i-ið með marki á 94. mínútu. Getu- og gæðamunurinn á þessum tveimur liðum var afskaplega mikill og trúlega hefði sigurinn getað orðið stærri. Færin sem fóru forgörðum voru þannig að eitt til tvö, jafnvel þrjú mörk til viðbótar hefði ekkert endilega verið neitt óeðlilegt. Eina sem varpaði smá skugga á annars flotta frammistöðu var framganga landsliðsþjálfarans, Jóns Þórs, í stöðunni 0-5. Þá æsti hann sig einum um of þegar dómarinn, Vivian Peeters frá Hollandi, dæmdi glórulausa aukaspyrnu á Gunnhildi Yrsu og uppskar Jón Þór rauða spjaldið og var rekinn upp í stúku. „Ég held að dómararnir hafi hreinlega ekki skilið það sem ég var að segja. En auðvitað er óafsakanlegt að láta reka sig út af í stöðunni 5-0 og svona lítið eftir. Mér fannst dómgæslan afar skrýtin í þessum leik en það þýðir lítið að ræða það. Þetta er eitthvað sem við eigum ekki að láta koma fyrir í þessari stöðu,“ sagði landsliðsþjálfarinn í samtali við RÚV eftir leik. Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Leikur Íslands og Lettlands á Liepaja-vellinum í gær fer seint í sögubækurnar fyrir stórkostlegan fótbolta enda voru aðstæður eins og þær verða verstar. Völlurinn var þungur eftir miklar rigningar undanfarið og lúmskur vindur. Þó fylgdi íslenska liðið leikplani landsliðsþjálfarans og hélt breiddinni vel. Þrumaði boltanum fyrir í gríð og erg sem skapaði hættu nánast við hverja fyrirgjöf. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta markið á 17. mínútu eftir fyrirgjöf Gunnhildar Yrsu. Dagný Brynjarsdóttir tvöfaldaði forustuna á 29. mínútu þar sem hún var alein og yfirgefin á fjærsvæðinu. Síðasta mark fyrri hálfleiksins var sprellimark Mariju Ibragimovu markvarðar eftir hornspyrnu Fanndísar. Til marks um yfirburði Íslands í fyrri hálfleik kom Sandra Sigurðardóttir markvörður varla við boltann og ekkert fyrstu 20 mínúturnar. Síðari hálfleikurinn var varla farinn af stað þegar Elín Metta skoraði sitt 14. landsliðsmark eftir klaufagang í vörn heimakvenna. Elín Metta var að jafna Olgu Færseth yfir flest mörk fyrir Ísland og eru þær í 10. sæti. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fimmta markið en þetta var fyrsta mark hennar fyrir Íslands hönd. Markadrottningin Margrét Lára setti svo punktinn yfir i-ið með marki á 94. mínútu. Getu- og gæðamunurinn á þessum tveimur liðum var afskaplega mikill og trúlega hefði sigurinn getað orðið stærri. Færin sem fóru forgörðum voru þannig að eitt til tvö, jafnvel þrjú mörk til viðbótar hefði ekkert endilega verið neitt óeðlilegt. Eina sem varpaði smá skugga á annars flotta frammistöðu var framganga landsliðsþjálfarans, Jóns Þórs, í stöðunni 0-5. Þá æsti hann sig einum um of þegar dómarinn, Vivian Peeters frá Hollandi, dæmdi glórulausa aukaspyrnu á Gunnhildi Yrsu og uppskar Jón Þór rauða spjaldið og var rekinn upp í stúku. „Ég held að dómararnir hafi hreinlega ekki skilið það sem ég var að segja. En auðvitað er óafsakanlegt að láta reka sig út af í stöðunni 5-0 og svona lítið eftir. Mér fannst dómgæslan afar skrýtin í þessum leik en það þýðir lítið að ræða það. Þetta er eitthvað sem við eigum ekki að láta koma fyrir í þessari stöðu,“ sagði landsliðsþjálfarinn í samtali við RÚV eftir leik.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira