Opinberum starfsmönnum fjölgar óháð árferði Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 9. október 2019 07:30 Útgjöld hins opinbera hafa aukist um 80 prósent að raungildi frá aldamótum. Aukningin er 43 prósent á hvern landsmann. Ekkert lát er á útgjaldaþenslunni samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2020 þar sem áformuð eru 1.000 milljarða króna ríkisútgjöld. Það samsvarar átta milljónum króna á meðalheimili. Aukningin er 73 milljarðar króna sem samsvarar 600 þúsund krónum á meðalheimili. Aukningu ríkisútgjalda er að stórum hluta varið í launagreiðslur til ríkisstarfsmanna og gögn Hagstofunnar um fjölgun opinberra starfsmanna endurspegla þessa þróun. Störf í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu eru í þessari umfjöllun lögð að jöfnu við störf hjá hinu opinbera, þ.e. bæði hjá ríki og sveitarfélögum.Fjölgað um 55% frá aldamótum Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, sem er samfelld spurningakönnun, fjölgaði opinberum starfsmönnum mikið á fyrsta áratug aldarinnar fram að bankahruninu. Þeim fjölgaði um rúmlega 14 þúsund, eða 38 prósent, frá árinu 2000 til 2008 samanborið við sjö prósenta fjölgun á almennum vinnumarkaði. Frá aldamótum til ársins 2018 fjölgaði opinberum starfsmönnum um 20 þúsund, eða 55 prósent, en starfsfólki á almennum markaði um 22 þúsund, eða 18 prósent. Vægi hins opinbera á vinnumarkaði jókst þannig verulega, eða úr 24 prósentum í 29 prósent.Slök hagstjórn Í kjölfar bankahrunsins 2008 fækkaði starfsfólki mikið á almennum vinnumarkaði en fjöldinn var óbreyttur hjá hinu opinbera. Það voru skynsamleg viðbrögð við efnahagskreppunni. Hagstofan hefur nýverið hafið birtingu á tölum um vinnumarkaðinn sem byggjast á staðgreiðsluskrá RSK. Samkvæmt þeim fækkaði störfum um 13 prósent á almennum vinnumarkaði milli fyrri árshelminga 2008 og 2012 en fjöldi opinberra starfsmanna var óbreyttur. Á næstu þremur árum, 2012 til 2015, fjölgað opinberum starfsmönnum fremur hægt, eða 1,2 prósent á ári að jafnaði. En þegar vaxtarskeiðið mikla hófst, samhliða margföldun erlendra ferðamanna, tók fjölgun opinberra starfsmanna stökk upp á við. Frá fyrri árshelmingi 2015 til sama tíma 2019 fjölgaði opinberum starfsmönnum um tæplega 1.300 að jafnaði árlega eða um 2,2 prósent. Á þessu tímabili fjölgaði hins vegar starfsmönnum á almennum markaði um 4.600 að jafnaði árlega, eða um 3,6%. Þessar tölur bera slakri hagstjórn hins opinbera vitni, þ.e. að eftirspurn eftir starfsfólki sé aukin verulega þegar vinnuaflseftirspurn er í hámarki á almenna markaðnum og kynda þannig undir þenslu á vinnumarkaði og launaskriði.Bætt nýting skattfjár Hækkandi meðalaldur er mikil áskorun fyrir Ísland sem og aðrar þjóðir á komandi árum. Þeirri þróun fylgir aukin útgjöld til heilbrigðismála og umönnunar aldraðra og því verður ekki mætt með hækkun skattbyrðar á Íslandi sem er óvíða þyngri. Því er óhjákvæmilegt að marka skýra stefnu um aukna skilvirkni í opinberum rekstri ásamt bættri meðferð skattfjár. Kjörin leið til hagræðingar í rekstri ríkis og sveitarfélaga er aukið vægi samkeppnisrekstrar við veitingu þjónustu þeirra. Þannig má virkja samkeppni til hagræðingar í opinberum rekstri og bæta þannig nýtingu skattfjár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Benjamín Þorbergsson Vinnumarkaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Útgjöld hins opinbera hafa aukist um 80 prósent að raungildi frá aldamótum. Aukningin er 43 prósent á hvern landsmann. Ekkert lát er á útgjaldaþenslunni samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2020 þar sem áformuð eru 1.000 milljarða króna ríkisútgjöld. Það samsvarar átta milljónum króna á meðalheimili. Aukningin er 73 milljarðar króna sem samsvarar 600 þúsund krónum á meðalheimili. Aukningu ríkisútgjalda er að stórum hluta varið í launagreiðslur til ríkisstarfsmanna og gögn Hagstofunnar um fjölgun opinberra starfsmanna endurspegla þessa þróun. Störf í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu eru í þessari umfjöllun lögð að jöfnu við störf hjá hinu opinbera, þ.e. bæði hjá ríki og sveitarfélögum.Fjölgað um 55% frá aldamótum Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, sem er samfelld spurningakönnun, fjölgaði opinberum starfsmönnum mikið á fyrsta áratug aldarinnar fram að bankahruninu. Þeim fjölgaði um rúmlega 14 þúsund, eða 38 prósent, frá árinu 2000 til 2008 samanborið við sjö prósenta fjölgun á almennum vinnumarkaði. Frá aldamótum til ársins 2018 fjölgaði opinberum starfsmönnum um 20 þúsund, eða 55 prósent, en starfsfólki á almennum markaði um 22 þúsund, eða 18 prósent. Vægi hins opinbera á vinnumarkaði jókst þannig verulega, eða úr 24 prósentum í 29 prósent.Slök hagstjórn Í kjölfar bankahrunsins 2008 fækkaði starfsfólki mikið á almennum vinnumarkaði en fjöldinn var óbreyttur hjá hinu opinbera. Það voru skynsamleg viðbrögð við efnahagskreppunni. Hagstofan hefur nýverið hafið birtingu á tölum um vinnumarkaðinn sem byggjast á staðgreiðsluskrá RSK. Samkvæmt þeim fækkaði störfum um 13 prósent á almennum vinnumarkaði milli fyrri árshelminga 2008 og 2012 en fjöldi opinberra starfsmanna var óbreyttur. Á næstu þremur árum, 2012 til 2015, fjölgað opinberum starfsmönnum fremur hægt, eða 1,2 prósent á ári að jafnaði. En þegar vaxtarskeiðið mikla hófst, samhliða margföldun erlendra ferðamanna, tók fjölgun opinberra starfsmanna stökk upp á við. Frá fyrri árshelmingi 2015 til sama tíma 2019 fjölgaði opinberum starfsmönnum um tæplega 1.300 að jafnaði árlega eða um 2,2 prósent. Á þessu tímabili fjölgaði hins vegar starfsmönnum á almennum markaði um 4.600 að jafnaði árlega, eða um 3,6%. Þessar tölur bera slakri hagstjórn hins opinbera vitni, þ.e. að eftirspurn eftir starfsfólki sé aukin verulega þegar vinnuaflseftirspurn er í hámarki á almenna markaðnum og kynda þannig undir þenslu á vinnumarkaði og launaskriði.Bætt nýting skattfjár Hækkandi meðalaldur er mikil áskorun fyrir Ísland sem og aðrar þjóðir á komandi árum. Þeirri þróun fylgir aukin útgjöld til heilbrigðismála og umönnunar aldraðra og því verður ekki mætt með hækkun skattbyrðar á Íslandi sem er óvíða þyngri. Því er óhjákvæmilegt að marka skýra stefnu um aukna skilvirkni í opinberum rekstri ásamt bættri meðferð skattfjár. Kjörin leið til hagræðingar í rekstri ríkis og sveitarfélaga er aukið vægi samkeppnisrekstrar við veitingu þjónustu þeirra. Þannig má virkja samkeppni til hagræðingar í opinberum rekstri og bæta þannig nýtingu skattfjár.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun