„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 20:30 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki ætla að styðja frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem fjallar um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Vísir/Vilhelm „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Það er óhætt að segja að það er ekki oft sem að Brynjar og Helga Vala, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, eru sammála, en í þessu máli eru þau sammála um það að geta ekki stutt frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ bætti Brynjar við.Sjá einnig: „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og GeirfinnsmálumHonum er grín þó ekki ofarlega í huga hvað snýr að umræddu frumvarpi sem Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir í kvöld. „ Ég er mjög hugsi yfir tilgangi með þessu frumvarpi og þegar maður les greinargerðirnar með virðist tilgangurinn vera fyrst og fremst sá að sýna fram á vilja stjórnvalda og löggjafans um að greiða hinum sýknuðu og aðstandendum þeirra sanngjarnar bætur,“ sagði Brynjar. „Þetta er raunverulega algjörlega með ólíkindum. Ég líta á alla þessa málsmeðferð sem bara aðför að dómsvaldinu í landinu, hvað sem okkur kann að finnast um það,“ bætti Brynjar við. Honum finnist meðferð málsins vera „fullkomið hneyksli,“ og hann geti alls ekki stutt frumvarpið. Brynjar og Helga Vala, sem bæði eru lögmenn, eru þó ekki í einu og öllu sammála. „Það var áhugaverð ræðan hjá háttvirtum þingmanni Brynjari Níelssyni sem ég verð að játa að ég var að einhverju leyti sammála. Það er eiginlega alveg rosalegt. En ég er hreint ekki sammála öllu sem hann sagði,“ sagði Helga Vala. Hún sé aðeins sammála honum í því efni er lýtur að lagatæknilegum þáttum frumvarpsins og málatilbúnað. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
„Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Það er óhætt að segja að það er ekki oft sem að Brynjar og Helga Vala, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, eru sammála, en í þessu máli eru þau sammála um það að geta ekki stutt frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ bætti Brynjar við.Sjá einnig: „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og GeirfinnsmálumHonum er grín þó ekki ofarlega í huga hvað snýr að umræddu frumvarpi sem Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir í kvöld. „ Ég er mjög hugsi yfir tilgangi með þessu frumvarpi og þegar maður les greinargerðirnar með virðist tilgangurinn vera fyrst og fremst sá að sýna fram á vilja stjórnvalda og löggjafans um að greiða hinum sýknuðu og aðstandendum þeirra sanngjarnar bætur,“ sagði Brynjar. „Þetta er raunverulega algjörlega með ólíkindum. Ég líta á alla þessa málsmeðferð sem bara aðför að dómsvaldinu í landinu, hvað sem okkur kann að finnast um það,“ bætti Brynjar við. Honum finnist meðferð málsins vera „fullkomið hneyksli,“ og hann geti alls ekki stutt frumvarpið. Brynjar og Helga Vala, sem bæði eru lögmenn, eru þó ekki í einu og öllu sammála. „Það var áhugaverð ræðan hjá háttvirtum þingmanni Brynjari Níelssyni sem ég verð að játa að ég var að einhverju leyti sammála. Það er eiginlega alveg rosalegt. En ég er hreint ekki sammála öllu sem hann sagði,“ sagði Helga Vala. Hún sé aðeins sammála honum í því efni er lýtur að lagatæknilegum þáttum frumvarpsins og málatilbúnað.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira