„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 20:30 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki ætla að styðja frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem fjallar um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Vísir/Vilhelm „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Það er óhætt að segja að það er ekki oft sem að Brynjar og Helga Vala, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, eru sammála, en í þessu máli eru þau sammála um það að geta ekki stutt frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ bætti Brynjar við.Sjá einnig: „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og GeirfinnsmálumHonum er grín þó ekki ofarlega í huga hvað snýr að umræddu frumvarpi sem Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir í kvöld. „ Ég er mjög hugsi yfir tilgangi með þessu frumvarpi og þegar maður les greinargerðirnar með virðist tilgangurinn vera fyrst og fremst sá að sýna fram á vilja stjórnvalda og löggjafans um að greiða hinum sýknuðu og aðstandendum þeirra sanngjarnar bætur,“ sagði Brynjar. „Þetta er raunverulega algjörlega með ólíkindum. Ég líta á alla þessa málsmeðferð sem bara aðför að dómsvaldinu í landinu, hvað sem okkur kann að finnast um það,“ bætti Brynjar við. Honum finnist meðferð málsins vera „fullkomið hneyksli,“ og hann geti alls ekki stutt frumvarpið. Brynjar og Helga Vala, sem bæði eru lögmenn, eru þó ekki í einu og öllu sammála. „Það var áhugaverð ræðan hjá háttvirtum þingmanni Brynjari Níelssyni sem ég verð að játa að ég var að einhverju leyti sammála. Það er eiginlega alveg rosalegt. En ég er hreint ekki sammála öllu sem hann sagði,“ sagði Helga Vala. Hún sé aðeins sammála honum í því efni er lýtur að lagatæknilegum þáttum frumvarpsins og málatilbúnað. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
„Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Það er óhætt að segja að það er ekki oft sem að Brynjar og Helga Vala, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, eru sammála, en í þessu máli eru þau sammála um það að geta ekki stutt frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ bætti Brynjar við.Sjá einnig: „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og GeirfinnsmálumHonum er grín þó ekki ofarlega í huga hvað snýr að umræddu frumvarpi sem Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir í kvöld. „ Ég er mjög hugsi yfir tilgangi með þessu frumvarpi og þegar maður les greinargerðirnar með virðist tilgangurinn vera fyrst og fremst sá að sýna fram á vilja stjórnvalda og löggjafans um að greiða hinum sýknuðu og aðstandendum þeirra sanngjarnar bætur,“ sagði Brynjar. „Þetta er raunverulega algjörlega með ólíkindum. Ég líta á alla þessa málsmeðferð sem bara aðför að dómsvaldinu í landinu, hvað sem okkur kann að finnast um það,“ bætti Brynjar við. Honum finnist meðferð málsins vera „fullkomið hneyksli,“ og hann geti alls ekki stutt frumvarpið. Brynjar og Helga Vala, sem bæði eru lögmenn, eru þó ekki í einu og öllu sammála. „Það var áhugaverð ræðan hjá háttvirtum þingmanni Brynjari Níelssyni sem ég verð að játa að ég var að einhverju leyti sammála. Það er eiginlega alveg rosalegt. En ég er hreint ekki sammála öllu sem hann sagði,“ sagði Helga Vala. Hún sé aðeins sammála honum í því efni er lýtur að lagatæknilegum þáttum frumvarpsins og málatilbúnað.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira