Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 17:50 Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkur. fréttablaðið/Ernir Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. Nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla og heimili fyrir konur með tvíþættan vanda verða tekin í notkun á næstu vikum. Fyrstu 20 smáhýsin eru væntanleg til landsins fyrir áramót. Nokkuð hefur verið deilt um staðsetningu þeirra en til stendur að nokkrum þeirra verði komið fyrir við Héðinsgötu.Sjá einnig: Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa „Það eru tæplega 80 sem eru að bíða eftir úrræði núna og þessi tuttugu smáhýsi munu mæta hluta af þeim hópi,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er í farvegi að reyna að finna staðsetningu fyrir þau. Það hefur gengið verr en við bjuggumst við en það er í fullri vinnslu núna, það er verið að leita um alla borg,“ segir Heiða. Ýmsar staðsetningar koma til greina þótt ekkert sé í hendi ennþá. „Við höfum verið að skoða uppi á Höfða, í Gufunesi, úti á Granda og Sæbraut, allt þar á milli. Og allir sem hafa góða tillögu að staðsetningu eða vilja lána okkur lóð tímabundið mega bara hafa samband við borgina því að við þurfum virkilega að koma þessum húsum niður því að það er fólk sem að vantar heimili.“ Við Grandagarð eru framkvæmdir í fullum gangi við að innrétta nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla. Til stendur að taka rýmið í notkun í þessum mánuði en þegar eru komin rúm, dýnur og borðbúnaður í húsnæðið þar sem pláss verður fyrir fimmtán til tuttugu unga karlmenn sem ekki hafa í önnur hús að venda. „Síðan erum við að opna núna líka í Vesturbænum úrræði fyrir tvígreindar konur, úrræði sem að við höfum beðið lengi eftir,“ segir Heiða. Þar verður pláss fyrir sex konur. Heiða segir líklegt að nokkrir tugir til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafi óskað eftir úrræði séu heimilislausir. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. Nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla og heimili fyrir konur með tvíþættan vanda verða tekin í notkun á næstu vikum. Fyrstu 20 smáhýsin eru væntanleg til landsins fyrir áramót. Nokkuð hefur verið deilt um staðsetningu þeirra en til stendur að nokkrum þeirra verði komið fyrir við Héðinsgötu.Sjá einnig: Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa „Það eru tæplega 80 sem eru að bíða eftir úrræði núna og þessi tuttugu smáhýsi munu mæta hluta af þeim hópi,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er í farvegi að reyna að finna staðsetningu fyrir þau. Það hefur gengið verr en við bjuggumst við en það er í fullri vinnslu núna, það er verið að leita um alla borg,“ segir Heiða. Ýmsar staðsetningar koma til greina þótt ekkert sé í hendi ennþá. „Við höfum verið að skoða uppi á Höfða, í Gufunesi, úti á Granda og Sæbraut, allt þar á milli. Og allir sem hafa góða tillögu að staðsetningu eða vilja lána okkur lóð tímabundið mega bara hafa samband við borgina því að við þurfum virkilega að koma þessum húsum niður því að það er fólk sem að vantar heimili.“ Við Grandagarð eru framkvæmdir í fullum gangi við að innrétta nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla. Til stendur að taka rýmið í notkun í þessum mánuði en þegar eru komin rúm, dýnur og borðbúnaður í húsnæðið þar sem pláss verður fyrir fimmtán til tuttugu unga karlmenn sem ekki hafa í önnur hús að venda. „Síðan erum við að opna núna líka í Vesturbænum úrræði fyrir tvígreindar konur, úrræði sem að við höfum beðið lengi eftir,“ segir Heiða. Þar verður pláss fyrir sex konur. Heiða segir líklegt að nokkrir tugir til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafi óskað eftir úrræði séu heimilislausir.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“