Grunur um að Íslendingar kaupi barnaníð sem streymt er beint á netinu Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. október 2019 18:30 Lögreglan í Danmörku hefur síðustu fimm ár rannsakað 25 mál sem snúa að kaupum á barnaníð í gegnum netið. Mennirnir sitja þá fyrir framan tölvuna og panta það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem er jafnvel hinum megin á hnettinum. Eingöngu sjö Danir hafa verið dæmdir og þar af fimm á síðasta ári. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, segir lögreglu líta á þessi brot sem ein alvarlegustu brot sem hægt er að fremja. „Þú getur óskað eftir tilteknu broti og selt aðgang að því. Þessu er streymt í gegnum netið á sama tíma og þetta á sér stað,“ segir hann. Flestir mannanna sem panta brot og dreifa þeim búa í Evrópu og flest börnin sem verða fyrir brotunum búa í Asíu. Lögregla rannsakar nú hvort Íslendingar taki þátt í brotastarfseminni. „Við höfum fengið ábendingar frá erlendum aðilum um að Íslendingar séu að tengjast inn í margs konar brot sem eru á netinu. Þannig að það er ástæðan fyrir því að við viljum stíga meira inn í þessa rannsókn,“ segir Karl Steinar.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Fátækir forelrar selja börnin Danska ríkisútvarpið (DR) gerði fréttaskýringu um málið í september. Þar er rætt við börn í Filipseyjum sem hafa verið tekin af foreldrum sínum en yfirleitt eru það foreldrar eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem hafa milligöngu um kaupin, taka við peningunum og framkvæma brotið á barninu í beinni útsendingu. Einnig var rætt við móður sem sagðist hafa gert þetta því hún hafi þurft á peningunum að halda. Brotin fara fram á hulduneti þar sem barnaníðingar athafna sig og eru sögð sérstaklega gróf þar sem brotamenn eru varðir bakvið tölvuskjá í tugþúsunda kílómetra fjarlægð frá barninu. Hér á Íslandi hefur rannsókn kynferðisbrota verið breytt vegna netsins og nýrra leiða barnaníðinga. „Við höfum ekki verið að sinna þessu og ekki horft á þetta nægilega alvarlega augum. En við höfum áhuga á að breyta því,“ segir Karl Steinar. Danmörk Kynferðisofbeldi Lögreglumál Netöryggi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Lögreglan í Danmörku hefur síðustu fimm ár rannsakað 25 mál sem snúa að kaupum á barnaníð í gegnum netið. Mennirnir sitja þá fyrir framan tölvuna og panta það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem er jafnvel hinum megin á hnettinum. Eingöngu sjö Danir hafa verið dæmdir og þar af fimm á síðasta ári. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, segir lögreglu líta á þessi brot sem ein alvarlegustu brot sem hægt er að fremja. „Þú getur óskað eftir tilteknu broti og selt aðgang að því. Þessu er streymt í gegnum netið á sama tíma og þetta á sér stað,“ segir hann. Flestir mannanna sem panta brot og dreifa þeim búa í Evrópu og flest börnin sem verða fyrir brotunum búa í Asíu. Lögregla rannsakar nú hvort Íslendingar taki þátt í brotastarfseminni. „Við höfum fengið ábendingar frá erlendum aðilum um að Íslendingar séu að tengjast inn í margs konar brot sem eru á netinu. Þannig að það er ástæðan fyrir því að við viljum stíga meira inn í þessa rannsókn,“ segir Karl Steinar.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Fátækir forelrar selja börnin Danska ríkisútvarpið (DR) gerði fréttaskýringu um málið í september. Þar er rætt við börn í Filipseyjum sem hafa verið tekin af foreldrum sínum en yfirleitt eru það foreldrar eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem hafa milligöngu um kaupin, taka við peningunum og framkvæma brotið á barninu í beinni útsendingu. Einnig var rætt við móður sem sagðist hafa gert þetta því hún hafi þurft á peningunum að halda. Brotin fara fram á hulduneti þar sem barnaníðingar athafna sig og eru sögð sérstaklega gróf þar sem brotamenn eru varðir bakvið tölvuskjá í tugþúsunda kílómetra fjarlægð frá barninu. Hér á Íslandi hefur rannsókn kynferðisbrota verið breytt vegna netsins og nýrra leiða barnaníðinga. „Við höfum ekki verið að sinna þessu og ekki horft á þetta nægilega alvarlega augum. En við höfum áhuga á að breyta því,“ segir Karl Steinar.
Danmörk Kynferðisofbeldi Lögreglumál Netöryggi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira