Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Fram 25-29 | Framarar náðu í fyrstu stigin Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 8. október 2019 22:30 Goði Ingvar Sveinsson, leikmaður Fjölnis. vísir/bára Fram vann mikilvægan fjögurra marka sigur á Fjölni í Dalhúsum í kvöld, 25-29. Fjölnir hafði yfirhöndina í hálfleik og leiddu að fyrri hálfleik loknum með þremur mörkum, 15-12. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur, þeir náðu fljótlega góðri forystu og leiddu með þremur mörkum eftir korters leik, 8-5. Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, tók þá leikhlé sem skilaði sér og gestirnir úr Safamýrinni jöfnuðu leikinn í 9-9. Jafnræði var með liðunum næstu mínúturnar. Leikmenn Fram fóru að láta mótlætið hafa áhrif á sig á loka mínútum fyrri hálfleiks og misstu Fjölnismenn aftur frá sér. Valdimar Sigurðsson fékk þá tveggja mínútna brottvísun fyrir kjaft og þá var leikmanni Fram, Aroni Gauta Óskarssyni, vísað úr stúkunni fyrir að láta vel valin orð falla til dómara. Þetta varð til þess að heimamenn náðu góðu áhlaupi og leiddu að fyrri hálfleik loknum með þremur mörkum, 15-12. Framarar mættu miklu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik. Þeir leiddu með tveimur mörkum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, 19-21. Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, fór þá að verja en hann hafði aðeins varið 3 bolta í fyrri hálfleik. Síðustu 10 mínúturnar voru spennandi, þar sem liðin skiptust á að stela forystunni enn staðan var jöfn, 25-25, þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Lokamínúturnar voru Framara, þeir náðu góðu áhlaupi sem skilaði þeim 3-0 kafla, 25-28. Eftirleikurinn var auðveldur, lokatölur í Grafarvogi voru 25-29 Fram í vil. Af hverju vann Fram? Þetta var kaflaskiptur leikur þar sem Fjölnir hafði yfirburði í fyrri hálfleik en Fram í þeim síðari. Það skilaði þeim sigrinu, þeir voru betri á lokakaflanum. Hverjir stóðu upp úr?Þrátt fyrir að sjást lítið sem ekkert í fyrri hálfleik þá endaði Þorgrímur Smári Ólafsson sem markahæsti leikmaður Fram með 9 mörk. Breki Dagsson var atkvæðamestur í liði Fjölnis, hann skoraði 7 mörk en þurfti til þess 14 skot. Hvað gekk illa? Það var ansi margt sem gekk illa á köflum hjá báðum liðum í dag. Fram átti afleiddan leik í fyrri hálfleik þar sem vörn og markvarsla hélt engu. Sóknarleikur Fjölnis hrundi svo í síðari hálfleik. Hvað er framundan? Fram fær topplið deildarinnar, ÍR, í heimsókn í Safamýrina á meðan Fjölnir fer í Kaplakrika þar sem þeir mæta FH. Erfiðir leikir framundan hjá þessum liðum. Guðmundur Helgi Pálsson lætur vel í sér heyra á hliðarlínunniVísir/BáraGummi Páls: Ég er 10 kílóum léttari, það er klárt„Það er ólíkt skemmtilegra að vinna“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, eftir að hafa náð í sín fyrstu stig á tímabilinu „Þetta var kannski ekki okkar besti leikur hingað til, en sigur, það er það sem skiptir máli. Ég er 10 kílóum léttari, það er klárt“ sagði Gummi eftir að þungum farga hafi verið af honum létt Fram hefur hingað til spilað vel í upphafi leiks en það varð breyting á því í dag, þeir byrjuðu leikinn á slæma kaflanum en Gummi segir að spennustigið hafi verið of hátt hjá leikmönnum og hann hafi því þurft að róa þá niður „Ég var í því að róa menn niður, spennustigið var einfaldlega of hátt, ég viðurkenni það. Við tölum um það í hálfleik að róa leikinn okkar, spila okkar leik. Að fá á okkur 15 mörk í hálfleik, það er ekki líkt okkur, enn 10 mörk í seinni, það er líkt okkur.“ „Það kemur ekki þessi slæmi kafli, hann kom ekki í dag“ sagði Guðmundur Helgi, sem virtist, eftir sigurinn, hafa gleymt því hvernig fyrri hálfleikur spilaðist þar sem þeir voru í miklum vandræðum framan af „Það er bara geggjaðslega mikilvægt að ná þessum sigri. Við erum búnir að vera að spila ágætlega, en að ná þessum stigum er svo mikið stökk fyrir okkur til að fara að byggja ofan á eitthvað.“ sagði Guðmundur Helgi um mikilvægi þess að ná loksins í stig Kári Garðarsson þjálfari Fjölnisvísir/vilhelmKári: Fram lokaði leiknum á mettímaEftir góðan fyrri hálfleik þá var, Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, ósáttur með frammistöðu liðsins í þeim síðari „Við vorum í fínni stöðu í hálfleik, spiluðum góðan varnarleik en sóknarleikurinn var oft á tíðum stirður. Við skoruðum samt 15 mörk í fyrri hálfleik en erum svo í miklum vandræðum í seinni hálfleik. Það er sjö marka sveifla á fyrri og seinni hálfleik, erum þremur mörkum yfir í hálfleik en töpum svo með fjórum“ sagði Kári ósáttur við viðsnúning liðsins í síðari hálfleik Fjölnir hafði undirtökin á leiknum í fyrri hálfleik og lét gestina úr Safamýrinni líta illa út á köflum. Kári segist þó vera ósáttur með hvernig þeir enduðu leikinn eftir að hafa verið í forystu þegar lítið var eftir af leiknum „Það er bara fúlt að hafa ekki klárað leikinn betur. Við vorum einu marki yfir 25-24, en svo er lokakaflinn hjá okkur ekki góður. Við gerðum tæknifeila, fengum á okkur hraðaupphlaup og vorum ekki skynsamir“ „Fram náði í kjölfarið 3-0 kafla og þeir hreinlega lokuðu leiknum á mettíma, það var helvíti fúlt.“ Olís-deild karla
Fram vann mikilvægan fjögurra marka sigur á Fjölni í Dalhúsum í kvöld, 25-29. Fjölnir hafði yfirhöndina í hálfleik og leiddu að fyrri hálfleik loknum með þremur mörkum, 15-12. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur, þeir náðu fljótlega góðri forystu og leiddu með þremur mörkum eftir korters leik, 8-5. Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, tók þá leikhlé sem skilaði sér og gestirnir úr Safamýrinni jöfnuðu leikinn í 9-9. Jafnræði var með liðunum næstu mínúturnar. Leikmenn Fram fóru að láta mótlætið hafa áhrif á sig á loka mínútum fyrri hálfleiks og misstu Fjölnismenn aftur frá sér. Valdimar Sigurðsson fékk þá tveggja mínútna brottvísun fyrir kjaft og þá var leikmanni Fram, Aroni Gauta Óskarssyni, vísað úr stúkunni fyrir að láta vel valin orð falla til dómara. Þetta varð til þess að heimamenn náðu góðu áhlaupi og leiddu að fyrri hálfleik loknum með þremur mörkum, 15-12. Framarar mættu miklu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik. Þeir leiddu með tveimur mörkum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, 19-21. Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, fór þá að verja en hann hafði aðeins varið 3 bolta í fyrri hálfleik. Síðustu 10 mínúturnar voru spennandi, þar sem liðin skiptust á að stela forystunni enn staðan var jöfn, 25-25, þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Lokamínúturnar voru Framara, þeir náðu góðu áhlaupi sem skilaði þeim 3-0 kafla, 25-28. Eftirleikurinn var auðveldur, lokatölur í Grafarvogi voru 25-29 Fram í vil. Af hverju vann Fram? Þetta var kaflaskiptur leikur þar sem Fjölnir hafði yfirburði í fyrri hálfleik en Fram í þeim síðari. Það skilaði þeim sigrinu, þeir voru betri á lokakaflanum. Hverjir stóðu upp úr?Þrátt fyrir að sjást lítið sem ekkert í fyrri hálfleik þá endaði Þorgrímur Smári Ólafsson sem markahæsti leikmaður Fram með 9 mörk. Breki Dagsson var atkvæðamestur í liði Fjölnis, hann skoraði 7 mörk en þurfti til þess 14 skot. Hvað gekk illa? Það var ansi margt sem gekk illa á köflum hjá báðum liðum í dag. Fram átti afleiddan leik í fyrri hálfleik þar sem vörn og markvarsla hélt engu. Sóknarleikur Fjölnis hrundi svo í síðari hálfleik. Hvað er framundan? Fram fær topplið deildarinnar, ÍR, í heimsókn í Safamýrina á meðan Fjölnir fer í Kaplakrika þar sem þeir mæta FH. Erfiðir leikir framundan hjá þessum liðum. Guðmundur Helgi Pálsson lætur vel í sér heyra á hliðarlínunniVísir/BáraGummi Páls: Ég er 10 kílóum léttari, það er klárt„Það er ólíkt skemmtilegra að vinna“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, eftir að hafa náð í sín fyrstu stig á tímabilinu „Þetta var kannski ekki okkar besti leikur hingað til, en sigur, það er það sem skiptir máli. Ég er 10 kílóum léttari, það er klárt“ sagði Gummi eftir að þungum farga hafi verið af honum létt Fram hefur hingað til spilað vel í upphafi leiks en það varð breyting á því í dag, þeir byrjuðu leikinn á slæma kaflanum en Gummi segir að spennustigið hafi verið of hátt hjá leikmönnum og hann hafi því þurft að róa þá niður „Ég var í því að róa menn niður, spennustigið var einfaldlega of hátt, ég viðurkenni það. Við tölum um það í hálfleik að róa leikinn okkar, spila okkar leik. Að fá á okkur 15 mörk í hálfleik, það er ekki líkt okkur, enn 10 mörk í seinni, það er líkt okkur.“ „Það kemur ekki þessi slæmi kafli, hann kom ekki í dag“ sagði Guðmundur Helgi, sem virtist, eftir sigurinn, hafa gleymt því hvernig fyrri hálfleikur spilaðist þar sem þeir voru í miklum vandræðum framan af „Það er bara geggjaðslega mikilvægt að ná þessum sigri. Við erum búnir að vera að spila ágætlega, en að ná þessum stigum er svo mikið stökk fyrir okkur til að fara að byggja ofan á eitthvað.“ sagði Guðmundur Helgi um mikilvægi þess að ná loksins í stig Kári Garðarsson þjálfari Fjölnisvísir/vilhelmKári: Fram lokaði leiknum á mettímaEftir góðan fyrri hálfleik þá var, Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, ósáttur með frammistöðu liðsins í þeim síðari „Við vorum í fínni stöðu í hálfleik, spiluðum góðan varnarleik en sóknarleikurinn var oft á tíðum stirður. Við skoruðum samt 15 mörk í fyrri hálfleik en erum svo í miklum vandræðum í seinni hálfleik. Það er sjö marka sveifla á fyrri og seinni hálfleik, erum þremur mörkum yfir í hálfleik en töpum svo með fjórum“ sagði Kári ósáttur við viðsnúning liðsins í síðari hálfleik Fjölnir hafði undirtökin á leiknum í fyrri hálfleik og lét gestina úr Safamýrinni líta illa út á köflum. Kári segist þó vera ósáttur með hvernig þeir enduðu leikinn eftir að hafa verið í forystu þegar lítið var eftir af leiknum „Það er bara fúlt að hafa ekki klárað leikinn betur. Við vorum einu marki yfir 25-24, en svo er lokakaflinn hjá okkur ekki góður. Við gerðum tæknifeila, fengum á okkur hraðaupphlaup og vorum ekki skynsamir“ „Fram náði í kjölfarið 3-0 kafla og þeir hreinlega lokuðu leiknum á mettíma, það var helvíti fúlt.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti