Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2019 13:33 Donald Trump tilkynnti flestum að óvörum í fyrrakvöld að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi þar sem þeir hafa barist við hlið hersveita Kúrda í landinu gegn ISIS. AP Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti flestum að óvörum í fyrrakvöld að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi þar sem þeir hafa barist við hlið hersveita Kúrda í landinu gegn ISIS. Kúrdar hafa einnig verið helstu bandamenn Bandaríkjastjórnar í Írak eftir stríðið þar en þeir sóttu ofsóknum í valdatíð Saddam Hussein. Tyrkir hafa einnig barist gegn Kúrdum við landamæri að Írak og líta á hersveitir þeirra sem hryðjuverkasamtök. Þeir hafa ákveðið að senda hersveitir inn í Sýrland og munu þá væntanlega ráðast gegn hersveitum Kúrda þar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, vill að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra komi fyrir nefndina vegna þessarar stefnubreytingar helstu bandalagsþjóðar Íslendinga í Atlantshafsbandalaginu. „Það er uppi alvarleg staða vegna ákvörðunar Trump sem í raun er tekin í einhvers konar fljótfærni og gefur forseta Tyrklands undir fótinn um að hann geti ráðist inn í Sýrland,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmÞað sé alvarlegt þegar munnurinn á forseta öflugasta ríkis heims sé orðinn helsta ógin við heimsfirðinn. Það sé erfitt að eiga við þann ófyrirsjánleika sem fylgi utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það sé ástæða til að óttast um hag Kúrda eftir þessa ákvörðun.En er eitthvað sem utanríkisráðherra Íslands getur gert til að breyta þessari stöðu? „Nei, í sjálfu sér getur hann kannski ekki breytt þessari stöðu svona einn, tveir og þrír. En hins vegar er sjálfsagt að hann eigi við okkur samræður um ástandið. Hvernig hann lítur á málin. Hvort það er eitthvað tilefni til að Ísland gefi út yfirlýsingu eða annað. Og síðan eins og ég sagði, í ljósi þessarar furðulegu samskipta Bandaríkjaforseta og núverandi Bandaríkjastjórnar við ráðamenn ýmissa ríkja á undanförnum mánuðum er full ástæða spyrja aðeins nánar út í þessa fundi sem hafa verið við okkar fólk,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti flestum að óvörum í fyrrakvöld að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi þar sem þeir hafa barist við hlið hersveita Kúrda í landinu gegn ISIS. Kúrdar hafa einnig verið helstu bandamenn Bandaríkjastjórnar í Írak eftir stríðið þar en þeir sóttu ofsóknum í valdatíð Saddam Hussein. Tyrkir hafa einnig barist gegn Kúrdum við landamæri að Írak og líta á hersveitir þeirra sem hryðjuverkasamtök. Þeir hafa ákveðið að senda hersveitir inn í Sýrland og munu þá væntanlega ráðast gegn hersveitum Kúrda þar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, vill að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra komi fyrir nefndina vegna þessarar stefnubreytingar helstu bandalagsþjóðar Íslendinga í Atlantshafsbandalaginu. „Það er uppi alvarleg staða vegna ákvörðunar Trump sem í raun er tekin í einhvers konar fljótfærni og gefur forseta Tyrklands undir fótinn um að hann geti ráðist inn í Sýrland,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmÞað sé alvarlegt þegar munnurinn á forseta öflugasta ríkis heims sé orðinn helsta ógin við heimsfirðinn. Það sé erfitt að eiga við þann ófyrirsjánleika sem fylgi utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það sé ástæða til að óttast um hag Kúrda eftir þessa ákvörðun.En er eitthvað sem utanríkisráðherra Íslands getur gert til að breyta þessari stöðu? „Nei, í sjálfu sér getur hann kannski ekki breytt þessari stöðu svona einn, tveir og þrír. En hins vegar er sjálfsagt að hann eigi við okkur samræður um ástandið. Hvernig hann lítur á málin. Hvort það er eitthvað tilefni til að Ísland gefi út yfirlýsingu eða annað. Og síðan eins og ég sagði, í ljósi þessarar furðulegu samskipta Bandaríkjaforseta og núverandi Bandaríkjastjórnar við ráðamenn ýmissa ríkja á undanförnum mánuðum er full ástæða spyrja aðeins nánar út í þessa fundi sem hafa verið við okkar fólk,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01